Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 8
134 Æ G I R það, að þeir liafa liækkað víðast hvar ann- arstaðar í lieiminum og sumsstaðar stór- lega. Fargjöld hafa haldizt alveg óbreytt. Farþegaflutningar voru með mesta móti á árinu og fluttu skip félagsins alls 3078 farþega á milli landa, og er það 379 fleira en næsta ár á undan. Útgjöld félagsins samanlögð, að frá- dregnum fyrningarupphæðum, hafa hækk- að um rúmar 325 þús. kr. Þessi útgjalda- hækkun stafar aðallega af auknum flutn- ingum á árinu, og ennfremur af því, að ýmsar nauðsynjar til skipa hafa hækkað talsvert í verði, einkum kol. Millilandaferðir skipa félagsins voru 2 fleiri en fyrra ár, en viðkomur innanlands urðu alls 977 og er það 311 fleiri en gert var ráð fyrir i áætlun félagsins fyrir árið 1937. Siglingum skipanna er á þessu ári (1938) hagað líkt og verið hefir, að því undanskildu að yfir sumartímann er „Brú- arfoss“ látinn koma við í Grimsby á út- leið, en ekki Leith eins og áður. Þessi Iireyling hefir verið gerð með tilliti til flutninga á frystum fiski yfir sumarmán- uðina en liann fer, eins og kunnugt er, einkum til Grimsby. „Goðafoss“ er aftur á móti látinn koma við í Leith á útleið yfir þennan tíma, í stað „Brúarfoss“. Eftirlaunasjóður félagsins jókst á árinu um tæpar 57 þús. kr. og nam um síðustu áramót rúmum 640 þús. kr. Útborgað var úr sjóðnum á árinu rúmar 11 þús. kr„ sem eru eftirlaun og biðlaun til nokkurra af slarfsmönnum félagsins. Stjórn félags- ins leggur fram, á aðalfundi þeim, sem nú stendur yfir, tillögur um lillag til sjóðs- ins og verði þær samþykktar, þá liækkar sjóðurinn á þessu ári um 60 þús. kr. auk vaxta. Eignir félagsins námu við síðustu ára- mót, samkvæmt efnahagsreikningi, tæp- um 3.796 þús. kr. en skuldir að meðtöldu hlutafé um 2.927 þús. kr. Eignir félagsins umfram skuldir nema því tæpum 869 þús. kr. og hefir því eignaaukningin á árinu numið rúmum 286 þús. kr. Eignir hafa hækkað um 153 þús. kr. en skuldir lækk- að um 133 þús. kr. Samþykkt hefir verið að félagið greiði í ár 4% arð af lilutafénu. Árið 1936 hyrjaði stjórn félagsins að starfa að undirbúningi viðvíkjandi smiði á farþega og flutningaskipi handa félag- inu, sem væri stærra og hraðskreiðara en þau, sem nú eru i eign félagsins. Félags- stjórnin hafði ákveðið að láta smíða mó- torskip en ekki gufuskip. Gert var ráð fyrir að þetta fyrirhugaða skip færi 16 mílur á vöku og tæki þá ferð milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, með viðkomu í Leitli, aðeins 3% sólarhring. En til þess að ná slíkum hraða, er talið að skipið þurfi að vera 320 fet á lengd og 45 feta breitt. Lestarrúm þess yrði 86 þús. teningsfet og gæti slíkt skip tekið 228 farþega. Félags- stjórnin sá strax að í þessi skipasmiði yrði ekki ráðist, nema að styrkur rikissjóðs til félagsins yrði aukinn. Yar því leitað til ríkisstjórnar og Alþingis um að félagið fengi i 10 ár árlegan stjTk úr ríkissjóði til reksturs liins fyrirhugaða skips, en því var synjað. Það sem aðallega hefir tafið fyrir því að félagið hefir ekki látið smíða nýtt skip, er sú gífurlega hækkun, sem orðið hcfir á smíði skipa. En þrátt fyrir það að mál þetta hefir strandað í bili, þá mun stjórnin halda áfram nauðsynlegum undir- búningi þess, svo að hægt verði að liefja framkvæmdir svo fljótt sem kostur er.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.