Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 9
Æ G I R 135 Tilraunir með fiskveiðar í Persaflóanum. Haustið 1936 var danski fiskifræðingur- inn dr. Blegvad ráðinn af persnesku stjórn- inni til þess að athuga möguleikana fyrir því að reka fiskveiðar í Persaflóanum. Dr. Blegvad hafði árið 1928 verið ráðinn til Lithauen í sömu erindum og þóttu rann- sóknir þær, er liann framkvæmdi þar, bera mjög góðan árangur. Nokkru fyrir áramótin 1937 fór dr. Blegvad austur í Persíu til þess að kynna sér staðhælti þar og undirbúa rannsóknirnar. Að tilhlutun hans keypti persneska stjórnin kútterinn „Drot“ frá Esbjerg, og var hann útbúinn ýmiskonar veiðarfærum og öllum nauð- synlegum áhöldum til rannsóknanna. Á- höfnin á „Drot“ var ráðin í Danmörku og voru það allt vanir sjómenn frá Es- bjerg. Rannsóknir þessar hófust að nokkru leyti þá um veturinn, eftir að þær höfðu verið rækilega undirbúnar og síðan var þeim haldið áfram allan siðastliðinn vet- ur. Þeir, sem þátt tóku í rannsóknunum eru nú nýkomnir heim til Danmerkur, eftir 6 mánaða útivist á Persaflóa. Það sem hér verður sagt frá þessum leið- angri, er tekið eftir ,.Eshjergbladet“, en þar birtist viðtal við skipstjórann á „Drot“, eftir að hann var nýkominn heim. Rannsóknirnar leiddu i Ijós að mikið er af fiski í Persaflóanum og er þar um margar fisktegundir að ræða. Einkum eru það rækju- og sardinuveiðar, sem talið er að Perslendingar munu koma til með að stunda í framtíðinni. Af háðum þessum tegundum er mikið í flóanum og eru hvort- tveggja mjög stórar. Liklegt þykir, að bæði rækjur og sardínur geti orðið ágæt út- flutningsvara. En þar er einnig um ýmsar aðrar fisktegundir að ræða, sem taldar eru heppilegar til þess að húa úr þeim fiska- hollur og ýmiskonar dósamat. Dr. Blegvad hefir því lagt til við persnesku stjórnina, að hún láti reisa niðursuðuverksmiðju i Bandar Abas, og að þar verði eingöngu soðnar niður ýmsar fisktegundir. Skipið, sem notað var við rannsóknirnar, er eign persneska ríkisins og stundar það nú fiskveiðar. En einnig er í ráði að pers- neska stjórnin láti smíða stórt nýtízku fiskiskip í Danmörku og að allur úthún- aður til þess verði keyptur þar. Það þykir jafnvel ekki ósennilegt, að Persía kaupi í framtiðinni fleiri báta frá Danmörku, en það fer allt eftir því, hvort að reist verður þar niðursuðuverksmiðja. Verði úr þeirri framkvæmd og takist að vinna markað fyrir niðursuðuvörurnar, (því að sennilega tekur það langan tíma að kenna Persum að eta fisk), þá er öruggt að bátunum fjölgar þar, og að leitað verður eftir dönskum skipstjórum til þess að stjórna fiskveið- unum. Nokkrir danskir verkfræðingar vinna nú austur í Persíu og hafa þeir í kaup um 1100 kr. á mánuði, og er talið liklegt, ef til þess kemur, að skipstjórar verði ráðnir þangað, þá heri þeir ekki minna úr býtum. Einna verst féll leiðangursmönnum við fæðið i Persíu og töldu að það liefði verið óviðunandi að húa við það til langframa; en þeir fengu send matvæli að heiman. Að vetrarlagi er svipaður liiti þar og að sumri til i Danmörku. En þegar leiðang- ursmennirnir fóru þaðan var mjög farið að hitna þar í veðri, og er þeir á heimleið- inni sigldu yfir á eina, sem er á landamær- um Persíu og Arabíu, þá var hitinn þar 37y2 stig í skugganum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.