Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 13
Æ G I R 139 Fréttir úr verstöðvunum. 24. júní. Úr Ólafsfirði: Þar var róið stöðugt allan maimánuð og nokkuð af þessuin mánuði og var afli dágóð- ur. Yfirleitt hefir afli verið allgóður i ver- stöðvunum norðanlands á þessu vori, eða nokkru meiri en i fyrra. Prá ísafirði: Rickjuverksmiðjaii hefir starfað með all- miklum krafti það sem af er þessu ári og er næstmesti vinnuveitandi á staðnum. Um síð- ustu mánaðarmót hafði verksmiðjan greitt 35 þús. kr. í vinnulaun frá áramótum, keypt hrá- efni fyrir um 40 þús. kr. og selt til útlanda rækjur fyrir um 75 þús. kr. Hvað innanlands- salan hefir numið mikið á þessum tíma, veit blaðið ekki. í byrjun júni átti verksmiðjan allmiklar birgðir fyrirliggjandi. íshúsflag ísfirðiiuja hefir fest kaup á nýju hraðfrystitæki, sem Benedikt Gröndal, for- stjóri, hefir fundið upp. Frá tæki þessu var sagt greinilega í aprílblaði „Ægis“. Tvö mj útgerðafélög hafa verið stofnuð á ísafirði. Anna, þeirra heitir „Muninn“ og hefir það nú undirskrifað samninga við Mar- selius Bernharðsson, skipasmið á ísafirði, um smíði 2ja vélbáta 15 smál. Einnig hefir fé- lagið fest kaup á 24 smál. nýsmíðuðum vélbát, og er hann smíðaður af Bárði G. Tóinassyni. Hitt útgerðarfélagið heitir „Njörður“ og hefir það samið við Bárð G. Tómasson, skipaverk- fræðing, um smíði 5 nýrra vélbáta 14 smál. að stærð. Tveir af bátunum eiga að vera til- búnir 1. nóv. n. k., en hinir þrír fyrir fyrsta nóv. 1939. Vélar samvinnubátanna hafa verið endur- hyggðar. Eru þær upphaflega byggðar sem 90 liestaflavélar, en eiga eftir breytinguna að jafn- gilda 110 h. a. vélum. Sænskur maður, J. John- son, frá Svenska Maskinverken í Sudertálje, stjórnaði breytingunum á vélunum. Stjórn sain- vinnufélagsins fannst þessi leið heppilegri en að kaupa nýjar vélar, en það var talið orðið nauðsynlegt vegna samkeppninnar á síldveið- unum. Þegar isfirzku sjómennirnir komu heim af síldveiðunum síðastl. sumar, fór stór hópur hinna yngri manna inn í Reykjanes til sund- náms. Ðvölin i Nesinu varð þeim liin ánægju- legasta. Þegar svo vetrarvertíðinni lauk, fengu sjómenn Reykjanesskólann aftur til að standa fyrir sundnámskeiði fyrir sig. Útlagður kostn- aður þeirra fyrir hálfsmánaðardvöl i Reykja- nesi er aðeins fargjaldið til og frá, 5 krónur. Að öðru leyti sömdu þeir um að vinna nokkr- ar stundir á dag fyrir dvalarkostnaðinum. Á annan í hvitasunmi efndu sjómenn þar til mikilla hátíðahalda og voru þau fjölsótt og fóru vel fram. Það er ætlun isfirzkra sjómanna að halda Sjómannadag ár hvert. Tótf vélbátar frá ísafirði verða við herpi- nótaveiðar í sumar, en togarinn Hávarður ís- firðingur stundar karfaveiðar í sumar og legg- ur upp á Sólbakka. Bolungarvík: Þar hefir verið róið allan þennan mánuð og aflast vel. Einnig hefir verið róið lir Hnífs- dal og fleiri stöðum við Djúp og allsstaðar verið góð veiði. Hvalveiðar stunda nú þrir hátar frá Tálknafirði. Byrj- uðu þeir veiðar 16. maí og voru búnir að fá 22 hvali 20. júní. Um miðjan mánuðinn var búið að flytja út 100 smál. af frystu hvalkjöti. Frá Patreksfirði: Togararnir þar fóru á karfaveiðar 17. og 19. maí og hefir afli hjá þeim verið heldur rýr tii þessa. Sæmilegur afli hefir verið á trillubáta. Síldveiðin: Seinast i maí sá færeyska fiskiskipið Polar- stjarnan mikla sildartorfu við Rauðunúpa. Skipið kastaði síldarnetum í torfuna og fekk 2000 síldar. Þetta var fyrsta fregnin um að síld sæist vaða á þessu ári. Fyrir atbeina Síldarútvegsnefndar lét bátur frá Siglufirði reka 18 sjómílur norðaustur af Siglunesi 7. júní. Fekk hann litið eitt af sild og reyndist fitumagn hennar 9,5%. Garðar úr Vestmannaeyjum fór fyrstur háta norður, héðan að sunnan, og hélt liann af stað 4. júni. Upp úr því fóru skipin að tin- ast norður eitt og eitt, en flest fóru þau laug- ardaginn 11. júni. Þorfinnur fór norður 15. júní, og var hann fyrstur af togurunum. Alls munu 24 togarar stunda sildveiðar i sumar og eru það 8 færri en í fyrra. Fyrsta hcrpi-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.