Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 6
132 Æ G I R daginn, hve lilýleikinn og vinaþelið til sjó- mannanna á sér djúpar rætur í hug land- fólksins, hvar sem það stendur í stétt eða flokki. Fiskkaup Bretlands 1937. Fiskveiðar eru mjög mikið stundaðar frá Stóra-Bretlandi, en þrátt fyrir það er flutt þangað inn ýmiskonar fiskmeti fyrir geypilegar fjárhæðir árlega. Fiskneyzlan i Englandi er talin vera 25 kg. á mann á ári hverju og ef gert er ráð fyrir, að liún sé svipuð annarsstaðar i konungsríkinu, þá má geta sér til livílíkt gífurlegt fiskmagn þarf árlega að berast þar á land, til þess að unnt sé að fullnægja fiskþörfinni. Talið er að síðastliðið ár liafi fiskur sá, er hrezk skip lönduðu í Stóra-Bretlandi, numið alls 262.675 þús. krónum. Innflutt- ur fiskur (ferskur, frystur, ísaður og nið- ursoðinn) nam að þyngdarmagni til 184.673 smál. og er verðmæti lians talið nema 228.470 þús. krónum. Af þeim fiski, sem fluttur var inn var örlítill hluti seld- ur aftur til annara landa, eða fjrrir 12.850 þús. kr. Fiskinnflutningurinn jókst á ár- inu um 2%, miðað við fyrra ár, en að verðmæti til varð aukningin 10%. Sú fisktegundin, sem langmest er flutt inn af lil Stóra-Bretlands er niðursoðinn lax. Nam innflutningsmagn hans síðast- liðið ár 60 þús. smál. og nam það að verð- mæti til um 100 milljónir kr. Niðursoð- inn lax kaupir Stóra-Bretland svo að segja eingöngu frá fjórum löndum og skiptist innflutningurinn þannig á milli þeirra eft- ir magni og verðmæti: Japan ........... 22.793 smál. 35.262 þús. kr. Rússland ........ 14.690 — 23.643 — — Bandaríkin ...... 12.752 — 23.451 — — Kanada............ 8.761 — 17.301 — — Eins og þessi skýrsla her með sér, er langsamlega mest flutt inn af niðursoðn- um laxi frá Japan, eða nálega % af heild- arinnflutningnum. Japan flytur að tiltölu langsamlega mest inn af fiskmeti til Stóra- Bretlands þegar miðað er við verðmæti, og nemur fisksala þeirra þangað næstum því % af verðmæti heildarinnflutningsins. Heildarinnflutningur Japana til Stóra- Bretlands skiptist, sem liér segir, eftir fisk- tegundum, magni og verðmæti: Lax og silungur (frystur og ís- aður) ........ 298 smál. 294 þús. kr. Lax (niðursoðinn) 22.723 -— 35.262 — —- Smásíld .......... 1.196 — 799 — — Krabbi ........... 1.961 — 7.243 — — Aðrar tegundir .. 54 — 95 — — Japanir liafa aukið mjög innflutning sinn, miðað við árið 1936, á þeim tegund- um, sem hér eru taldar, nema krabba. Alls hafa Japanir aukið innflutningsverð- mæti sitt á fiski til Stóra-Bretlands um 10 milljónir kr. á þessu eina ári. Talið er að Japanir veiði nálægt því ýj hluta af því fiskmagni, sem herst árlega á land í öll- um heiminum. Framleiðslukostnaður þeirra er lægri, en allra annara fiskveiða- þjóða og þess vegna er þeim auðveldara, en flestum öðrum þjóðum, að nema stóra markaði á hinum fjarlægustu stöðum, eins og skýrt kemur í ljós af því, sem sagt hefir verið hér að framan um viðskipti þeirra við Stóra-Bretland. Hinu má heldur elcki gleyma, að Japanir standa mjög framarlega í niðursuðu matvæla, og það á vitanlega sinn þátt í því, að niðursuðu- vörur þeirra eiga greiða leið á markað. Rússland er annar hæsti innflytjandinn á niðursoðnum laxi til Stóra-Bretlaiids og liefir aukið þann innflutning sinn á árinu um 1.329 þús. kr. Auk þess flytja þeir inn krahba fyrir 5.624 þús. kr. og jókst sá inn- flutningur árið 1937 um 785 þús. kr., mið- að við fyrra ár. Stóra-Bretland selur aftur á móti mjög lítið af fiski til Rússlands. Einkum er seld

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.