Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 12
138 Æ G I R þessu vori, að vornámskeið munu sjó- mönnum óhentug, vegna þess að þeir eru þá að jafnaði stuttan tíma í landi og flest- ir þeirra því bundnir við ýms störf. Fé- lagið mun því liverfa að því ráði að halda í framtíðinni einungis sundnám- skeið á liaustin. Viðleitni Slysavarnafélags- ins í því að reyna að gera sem flesta sjó- menn synda er mjög þörf og athyglisverð, og ættu þeir sjómenn, sem ósyndir eru jafnan að fjölmenna á námskeið félagsins. Slysavarnafélagið hefir einnig látið halda námskeið víðsvegar á landinu, þar sem kend er lífgun úr dauðadái og hjálp í viðlögum. Menn lir öllum stéttum liafa tekið þátt í þessum námskeiðum, og liafa þau verið fjölsótt. Með þeim þátttakend- um, sem eru á námskeiði þvi, er nú stend- ur yfir, hafa alls um 500 manns lært lífg- un úr dauðadái, á námskeiðum félagsins. Slysavarnafélagið liefir gefið út smá- bækling þar sem skýrt er mjög greinilega frá þeim aðferðum, sem nota á við að lífga menn úr dauðadái. Bækling þennan ættu allir að lesa og kynna sér rækilega efni lians. Þess væri full þörf að hann væri til á hverju heimili og hverju skipi. Jón Oddgeir Jónsson, starfsmaður Slysa- varnafélagsins, liefir tekið saman þennan bækling. Sj óvátryg’gingarlögi n nýju. í blaðinu „Assurandören“ birtist grein 15. marz s.l. um hin ísl. lög uin vátrygging- arfélög fyrir vélbáta, er samþykkt voru á vetrarþinginu 1937. Grein þessi er skrif- uð af Louis E. Grandjean, forstjóra vá- tryggingarfélagsins „Baltica“. Hann byrj- ar með því að-lýsa lögunum í lieild og síð- an einstökum greinum þeirra, en segir síðan á þessa leið: „Þó að lögin séu i fá- um liðum, mynda þau þó fullkomna heild og taka langt fram hliðstæðum dönskum og færeyskum samtryggingarlögum, hvað snertir sjóvátryggingartækni. Ástæðan til þessa er fyrst og fremst sú, að Alþingi liefir eftir þvi sem aðstaða leyfði, stuðst við danska sjóvátrjrggingarsamninginn frá 2. apríl 1934, en frá lionum var mjög vel gengið. Efnisniðurröðun hinna íslenzku laga er mjög glögg og mun það auðvelda heimfærslu liinna einstöku liða. 1 stað þess að taka saman heilan kafla um sameiginleg sjótjón (havari grosse), hefir verið notuð sú hentuga leið, að á- kveða að sameiginleg sjótjón skulu til lykta leidd samkvæmt York-Antwerpen- ákvæðunum frá 1924. Þessi aðferð virðist vera mjög lieppileg og þar með er einmitt gengið í sömu átt og liin Norðurlöndin hafa g'ert, því þar liafa einmitt, að þessu leytinu, York-Antwerpen-ákvæðin leyst af hólmi ýms úrelt ákvæði hinna alþjóðlegu sjólaga. Þar sem danskur vátryggjandi visar til „sjóvátryggingarvenja“, liafa hin íslenzku lög sérstök fyrirmæli, er felast í því, að þar sem engin ákvæði eru sett í þessum lögum, skuli farið eftir þeim reglum, sem á hverjum tíma gildi um samskonar til- felli lijá Samábyrgðinni. Þetta er einnig mjög liagkvæmt og ber vott um framsýni. Við framkvæmd lag- anna koma eflaust fram fleii’i atriði, en liægt er að gera ráð fyrir í svipinn, og verður túlkun laganna því auðveldari vegna þess ákvæðis, sem liér hefir vei’ið nefnt.“ Ýmislegt fleira telur Grandjean lögun- um til ágætis og segir að lokum: „Það er ástæða til að óska frændþjóð vorri til hamingju með þessa nýju löggjöf.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.