Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 5
Æ G I R 131 en liann var meiri en menn höfðu séð í Reykjavík um langt skeið, enda var gizk- að á að þarna liefðu verið saman komnir 8—10 þúsund manns. Meðan fólksstraumurinn lá nú niður Skólavörðustíginn og niður að liöfn, því að þar átti að liefjast stakkasund. Vegalengd- in, sem synda átti var 100 metrar og var hún merkt með duflum. Alls voru skráðir 9 þátttakendur, en einn fatlaðist frá. Fyrst- ur að marki í stakkasundinu varð Jóliann Guðmundsson af Hilini (2 mín 59,7 sek.), annar Vigfús Sigurjónsson af Garðari (3 mín 1,4 sek.) og þriðji Loftur Júlíus- son af Baldri (3 min. 4,5 sek.). Stakka- sundsbikar Sjómannafélags Reykjavíkur var verðlaunagripur í þessari íþróttagrein, en auk þess fengu þrír fyrstu mennirnir verðlaunapeninga úr silfri. Að stakkasundinu loknu Iiófst kappróð- ur og tóku 11 skip þátt í honum. Róið var á björgunarhátum og voru 6 ræðarar á hverjum hát auk stýrimanns. Vegalengd- iu, sem róin var, var um 750 metrar. Sjó- nienn af togaranum Hilmi sigruðu í kapp- róðrinum á 3 mín 58.3 sek. Annar varð Egill Skallagrímsson á 4 mín 0.8 sek og þriðji varð Garðar á 4 mín. 1.1 sek. Verð- launagripur í þessari íþróttagrein var »,Fiskimaður“, rismynd eftir Ásmund Sveinsson, sem Morgunblaðið liafði látið gera fyrir nokkrum árum og gefið til slíkr- ar keppni. Að lokum var keppt í knattspjTnu og reipdrætti á Iþróttavellinum. Sjómenn kepptu \dð knattspyrnufélagið Hauka úr Hafnarfirði, og unnu sjómennirnir með 2 mörkum gegn 1. Sjómenn úr Reykjavík þreyttu reiptog við Hafnfirðinga. Var keppt í tveimur 8 uianna sveitum og unnu Reykvikingar. Keppt var um nýjan verðlaunagrip, silfur- bikar, sem veiðarfæraverzlanirnar hér í hænum gáfu. Um kvöldið var hóf að Hótel Borg og var þar svo fjölmennt sem liúsrúm frek- ast leyfði. Henry Hálfdánarson, formað- ur framkvæmdarstjórnar Sjómannadags- ins, bauð gesti velkomna, en Kristján Berg- son, forseti Fiskifélags Isl., stýrði liófinu. Margar ræður voru haldnar þarna, sungið og spilað á fiðlu og var því öllu útvarpað. Adolf Guðmundsson mælti nokkur orð á frönsku, þar sem hann ávarpaði gesti frá helgiska skólaskipinu Mercator, en foringi skipsins þakkaði fyrir góðar móttökur. Sig- urjón Einarsson skipstj. úr Ilafnarfirði talaði f. h. skipstjóra, Júlíus Ólafsson fvrir vélsljóra, Óskar Jónsson fjTÍr Sjómanna- félög Reykjavíkur og Hafnarf jarðar, Grim- ur Þorkelsson fyrir stýrimenn, Halldór Jónsson fyrir loftskeytamenn og Janus Halldórsson fyrir matsveina og veitinga- þjóna. Þegar lokið var ræðum frá starfs- greinum stéttarinnar, flutti Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri ræðu fyrir minni Is- lands, Friðrik Halldórsson loftskeytamað- ur fyrir minni kvenna, en frú Rannveig Vigfúsdóttir þakkaði fyrir hönd kvenn- anna. Á milli þess sem ræður voru fluttar, söng karlakór sjómanna undir stjórn Guð- mundar Egilssonar loftskeylamanns. Guð- mundur söng einnig einsöng og lék á fiðlu. Að lokum var Erlingur Ivlemensson sæmd- ur heiðurspeningi Sjómannadagsins fyrir að hafa tekið þátt í öllum íþróttum, er þreyttar voru á Sjómannadaginn. Framkvæmdaráð Sjómannadagsins gaf út stórt og myndarlegt blað í tilefni dags- ins. Það er allra mál, að hátíðahöld sjó- mannanna hafi verið stórfengleg og farið fram með ágætum. Þeir, sem stóðu að undirbúningi þessara hátíðahalda, eiga miklar þakkir skilið fyrir allar sínar fram- kvæmdir, fyrir hve myndarlega hinn fyrsti Sjómannadagur var úr garði ger. Það kom greinilega í ljós á Sjómanna-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.