Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 4
130 Æ G I R tókn ofan, og hið mikla mannhaf stóð þannig þögult og hreyfingarlaust i eina mínútu. Mörgum, er þarna voru viðstadd- ir, mun verða þessi stutta og látlausa at- höfn minnisstæð, enda var talið, að með henni liefðu hátíðahöldin náð liámarki sínu. Þögnin var rofin með því að aftur var gefið merki og söng þá söngsveit sjó- manna „Þrútið var loft.“ Nokkru eftir að „Skúli fógeti“ fórst 10. apríl 1933 rak lík, sem var óþekkjanlegt, og var það jarðað í Fossvogskirkjugarði af síra Árna Sigurðssyni 27. mai sama ár. Á leiðið var settur trékross, sem á var letr- að „Óþekkti sjómaðurinn 1933“. For- stöðunefnd Sjómannadagsins heiðraði minningu þessa óþekkta sjómanns, með því að láta unga stúlku leggja blómsveig á leiðið. Ólafur Thors alþingismaður steig síðan í ræðustól og hélt stutta ræðu um leið og liann afhenti forstöðumönnum Sjómanna- dagsins forkunnar fagran verðlaunagrip frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda. Grip þennan er ákveðið að nota sem verð- laun fyrir hjörgunarsund, en hann var sendur hingað til lands árið 1930 sem gjöf frá félagi útgerðarmanna í Hull til Félags ísl. hotnvörpuskipaeigenda. Þegar gripur- inn hafði verið afhentur og Friðrik Ólafs- son skólastjóri þakkað fyrir liönd sjó- manna, flutti Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra ræðu, þar sem hann lýsti starfi sjómanna fyrr og nú og henti á gildi þess fyrir þjóðfélagið. Auk þess las hann upp kvæðið Útsær, eftir Einar Benedikts- son, og dró af því samlíkingar úr lífi sjó- mannanna. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, lék Lúðrasveit Reykjavíkur „Ó, guð vors lands.“ Hátíðahöldunum við Leifsstyttuna var nú lokið og drevfðist mannfjöldinn óðar,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.