Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 10
136 Æ G I R Annað þing Farmanna- r og' fiskimannasambands Islands var haldið í Reykjavik dagana 31. mai s. I. til 3. júní. Mættir voru á þinginu 21 fulltrúi, frá alls 8 stéttarfélögum sjómanna. Á árinu 1937 höfðu 2 fagfélög sjómanna gengið í sambandið, og voru það skipstjórafélagið Bylgjan á ísafirði og Félag isl. loftskeytamanna. Á þinginu voru rædd ýms sameiginleg hags- muna- og áhugamál sjómanna, svo sem tillögur um hyggingu væntanlegs sjómannaskóla fyrir hinar ýmsu starfsgreinar á sjónum, endurbætur á siglingalögunum, öryggismálin, útgáfa hiaðs eða tímarits fyrir sjómenn, tiliögur um útgerð- armál og nýjar veiðiaðferðir, um nýbyggingu og innflutning fiskibáta, um siriðstrvggingar, breytingartillögur um skipun sjódóms, um end- urbætur síldarverksmiðjanna, vitamálin, kaup- gjaldsmá! sambandsfélaga, umræður um vinnu- löggjöfina, um ríkishafnsögumenn og vitavarða- stöður, tillögur um sérstaka dagskrárliði i út- varpinu varðandi sjómenn, tillaga um lögskipun 3. stýrimanns á ísl. fiskiskip, o. fl. o. fl. Til stjórnarinnar var vísað: 1. Tillögu um vitavarðastöffar, þar sem til þess var mælzt, að framvegis yrði fyrir því séð, að sjómenn yrðu, að öðru jöfnu, látnir sitja fyrir vitavarðastöðum, sem veittar kynnu að verða. 2. Vitamálunum: Ályktun samþykkt um að skora á ríkisstjórnina að verja framvegis öllu vitagjaldi til eflingar vita- og sjómerkja-kerfa landsins og reisa miðunarstöðvar í sambandi við nokkra tilgreinda vita út um land. 3. Lögskipun 3. stýrimanns á isl. botnvörpu- skip: Stjórninni var falið að beita sér fyrir því, i sambandi við væntanlega endurskoðun sigl- ingalaganna á Alþingi, að í bátsmannstarfið á botnvörpuskipum stærri en 250 tn. brutto, verði lögfestir menn með stýrimannsprófi. 4. Tillögu um talstöðvar i fiskibáta. 5. Endurskoffun siglingalaganna. Kosnar voru milliþinganefndir til að athuga: 1. Lög um síldarverksmiðjur ríkisins. 2. Möguleika furir blaðaútgáfu af hálfu sjó- manna. 3. Tiltögur um dagskrárliði útvarpsins varð- andi sjómenn. Ályktun var samþykkt um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að á næsta Alþingi verði sjó- mönnum og útvegsmönnum veittur styrkur til nýbygginga á 100—150 rúmlesta fiskiskipum með Dieselvél og sé styrkurinn eigi minni en 25% af kaupverði skipanna, enda séu skipin búin þeim tækjum til fiskveiða að hægt sé að starf- rækja þau allt árið. Ennfremur að Fiskveiða- sjóð íslands verði séð fyrir nægilegu fé, svo að liægt sé að lána allt að 60% af kostnaðar- verði slíkra skipa. Jafnframt skorar þingið á Alþingi og ríkis- stjórn, að veita árlega innflutningsleyfi á fiski- skipum til landsins, að minsta kosti sem svarar linignun fiskiskipaflotans árlega og gæta þess að þau skip, sem til landsins flytjast, fullnægi eftirfarandi skilyrðum: 1. Að skipin séu það þénanleg að hægt sé að starfrækja þau mestan hluta ársins. 2. Að járnskip séu eigi eldri en 12 ára og furu- skip séu eigi eldri en 6 ára og eikarskip eigi yfir 12 ára, enda fullnægi þau kröfum þeim, er viðurkennd flokkunarfélög og skipaskoðun rikisins setja á hverjum tíma. í skólamáli stéttarinnar var samþykkt tillaga um að beita sér eindregið fyrir þvi, að hafist verði handa um byggingu væntanlegs sjómanna- skóla hið allra fyrsta og að honuin verði val- inn staður á Skólavörðulioltinu, eins og áður hafði verið samþykkt af hinúrn einstöku starfs- greinum sjómanna. Stærsta skip heimsins. Glasgow er miðstöð þungiðnaðarins i Skotlandi. Meðfram henni rennur Chde, fljótið sem hefir fleytt stærstu skipum heimsins til sjávar. Sín livoru megin við Clyde eru ólal skipakvíar og stærstu skipa- smíðastöðvar veraldarinnar. Þar var „kon- strueraður“ fyrsti gufukelillinn, sem sett- ur var í skip, þar var einnig smíðaður fyrsti járnbrautarvagninn og ótal fleiri lilutir, sem samgöngutæknin á sjó og landi hyggist á, hafa átt tilurð sína þar. I nánd við eina skipasmiðastöðina við Clyde gnæfir há steinsúla, sem sést lang- ar leiðir að; hún er minnismerki vfir Henry Bell, eiganda „Comet“, fjæsta gufu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.