Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 14
140 Æ G I R nótasíldin veiddist 10. júni og að morgni þess 11. fengust 100—200 mál í kasti á Grímseyjar- sundi. Það sem af er þessum mánuði hefir verið heldur stirð tíð fyrir Norðurlandi og hefir það hamlað veiðum. Þann 14. júní að kvöldi, gerði skyndilega norðvestan rok með snjókomu, og urðu þau skip, sem voru að byrja að háfa að sleppa úr nótunum, nótabátar löskuðust og sum skipin misstu síld af þilfari. Nóttina 21. júní féll einn af hásetunum á vélbátnum Hvíting frá Siglufirði fyrir borð og drukknaði. Maður þessi hét Þórarinn Hall- dórsson, ungur og ókvæntur, og var frá Siglu- firði. Stækkun nýju sildarverksmiðjunnar á Siglu- firði er nú lokið og getur liún nú tekið á móti 2400 málum meira á sólarhring en áður. Nú er verið að vinna að því að auka lýsisgeyma verksmiðjanna og verður þvi verki sennilega lokið i næsta mánuði. Meiri hluti í stjórn síldarverksmiðjanna hefir ákveðið að bæðslusíldarverðið verði kr. 4.50 pr. mál. Útgerðarmenn geta valið um sölu á síldinni fyrir fast verð, sem nemur kr. 4.50, eða eiga eftirkaup um endanlega af- komu síldariðiiaðarins á árinu, og fengju þeir þá við afhendingu útborguð 80% eða kr. 3.60 pr. mál, en áætlunarverðið er hið sama og kaupverðið. Seinustu vikurnar hefir verð á síldarlýsi lieldur lækkað en hækkað og er eftirspurnin mjög lítil. Síldarútvegsnefnd hefir fyrir nokkru gert samning um sölu á 30 þús. tunnum af saltsíld til Ameríku. Er það helmingi meira en selt var þangað síðastl. ár. Isfiskveiðar: Sjö skip hafa selt ísfisk í Englandi í þess- um mánuði og hefir meðalsala í ferð verið tæp 800 sterlings pund. Þrir logarar eru nú á ísfiskveiðum. Saltfisksveiðar: Nokkrir togarar héldu áfram saltfisksveið- um fram i júnibyrjun, en lengst hélt út Max Pemberton, og kom hann úr síðustu veiði- ferðinni 20. júní, og var hann þá með 166 föt lifrar, eftir 17 daga útiveru, Karfaveiðar: Alls munu 5 togara stunda karfaveiðar i 'sumar og leggja 3 þeirra upp á Sólbakka, en 2 á Patreksfirði. Þann 18. júní var karfaafl- inn orðinn 1556 smál. en 4201 smál. á sama tíma í fyrra. Vorið 1937 stunduðu fleiri tog- arar karfaveiðar en nú. Dragnótaveiðar: í byrjun þessa mánaðar fóru flestir drag- nótaveiðabátarnir norður fyrir land, en þar hefir verið mjög lítil veiði og eru þeir nú að flytja sig sem óðast suður fyrir aftur. Bátarnir, sem alltaf hafa verið fyrir sunnan, hafa fengið reytingsafla. Nýjir vélbátar. Til landsins hafa verið keyptir 3 nýjir vél- bátar og eru 2 þeirra smíðaðir nú í ár, en einn þeirra 1936. Vélbáturinn „Vísir“ T. H. 59 kom til landkins 13. maí og er hann 21 smál. að stærð brúttó og hefir 65 hestafla vél. Eigandi hans er Þórhallur Karlsson o. fl. á Húsavík. Vélbáturinn „Ársæll“ kom til lands- ins 1. júni. Er hann 22 smál. brúttó. Eigandi hans er Magnús Ólafsson, Höskuldarkoti. Báð- ir þessir bátar eru byggðir í Frederikssund. Þriðji báturinn er frá Grimsby, en byggður í Svíþjóð 1936. Þessi bátur heitir „Keilir“ G. K. 92. Er hann 60 smál. brúttó og hefir 120 h.a. Bolindirvél. Eigendur hans eru Ilaraldur Böðvarsson & Co., Sandgerði. ítalskir togarar: Þann 10. júní koniu 3 ítalskir togarar til Reykjavikur, er heita „Orata“, „Nasello“ og „Grongo“ og eru eign ítalska útgerðarfélags- ins „Sapri“. Togarar þessir tóku hér 11 ís- lenzka sjómann hver, 10 háseta og fiskiskip- stjóra, og héldu síðan til Bjarnareyjar, en þar ætla þeir að stunda saltfisksveiðar. Vátryggingafélög fyrir vélbáta: Samkvæmt lögum þeim uni vátrygginga- félög fyrir vélbáta, er samþykkt var á vetrar- þinginu 1937, var Fiskifélag íslands falið að gangast fyrir stofnun þessara félaga og skyldi því vera lokið fyrir 1. júlí næstk. Undanfarið liefir verið unnið að stofnun þessara félaga og er því starfi nú langt komið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.