Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1938, Blaðsíða 11
Æ G I R 137 skipsins.er notað var til farþegaflutninga. Ótal fleiri merki eru þar, sem minna á hinar merkilegustu breytingar í sögu samgangna á landi og sjó. Fjöldi herskipa og bryndreka eru nú í smíðum í skipasmíðastöðvunum við Clyde, þar eru einnig ótal flutninga- og farþega- skip, sem innan skamms verður lileypt af stokkunum. En mest ber þó þar á skipi einu, sem rent verður niður á Clyde 27. september næstkomandi og drottningin sjálf á að gefa því nafn, silt eigið nafn, „Queen Elizabeth“. Þetta er stærsta skip heimsins og stærra skip liefir aldrei verið smíðað. Það er 85 000 smálestir brutto, eða 3765 smál. stærra en „Queen Mary“. Það er 1031 fet á lengd, eða 13 fetum lengra en „Queen Mary“. Aðeins stýrið, á þessu risaskipi, vegur 120 smálestir. í því eru 12 gufukatlar allir mjög stórir. Farþega- rýmið er stærra og fullkomnara en á nokkru öðru skipi og hefir reynsla sú, sem fengizt liefir á „Queen Mary“ og „Normandie“ orðið til þess að gera að- stöðumun á milli þeirra og „Queen Eliza- beth“. Kvikmyndaskáli er ekki aðeins á fyrsta farrými heldur einnig á því þriðja. „Queen Elizabeth“ teknr alls 2410 far- þega, eða um 300 manns fleiri en alla í- búa Neskaupsstaðar og Seyðisfjarðar til samans. „Queen Elizabeth“ á að geta farið á 7 sólarhringum á milli Southamton í Englandi og New York, með viðkomu í Cherbourg. Systurskipin „Queen Elizabeth“ og „Queen Mary“, „drottningar Atlantshafs- ins“, gnæfa eins og hallir við öldur hafs- ins. Stolt og metnaður Bretlands er falið í stærð þeirra og dýrleik, þau eru einskon- ar vottorð þeirrar tjáningar, að Bretar séu voldugasta siglingaþjóð heimsins. Frá störfum Slysavarnafélagsins. Ritstjóra „Ægis“ var nýlega litið inn i skrifstofu Slysavarnafélagsins og sá þar stóran uppdrátt af íslandi, eða réttara sagt strandlengju Islands, en með fram strönd- um landsins gat að líta fjölda skipa, en þó flest á svæðinu frá Kúðafljóti og vest- ur að Snæfellsnesi. Myndir af skipum þessum eiga að sýna öll þau skip, sem menn vita að hafi farizt eða strandað við ísland síðasll. 10 ár, eða siðan Slysavarna- félag ísland var stofnað. Skipin eru sett á kortið, þar sem talið er að þau liafi far- izt. Upp úr sumum þeirra stendur rauð- ur strókur og merkir það, að þau liafi brunnið. Öll eru skipin tölusett og getur maður séð hvaða skip hvert er, með því að gá að livaða tala stendur við það, og leita síðan að þeirri tölu í skipalistanum, sem ritaður er á mitt kortið, og fæst þá svar við þvi hvað skipið hefir heitið og liver skráningarstaður þess liefir verið, þegar það fórst. Kort þetta er gert af mestu list og veitir hverjum sem skoðar það mjög mikinn fróðleik um skipstöp við strendur ísl. síðastl. 10 ár. Það skýrir betur en orð fá gert hve brýn nauðsyn er á auknum slysavörnum og hvar þeirra er mest þörf. Kort þetta er gert í tilefni af 10 ára afmæli Slysavarnafélags Isl. og er teiknað af Bergsveini, syni Jóns Berg- sveinssonar, erindreka félagsins. Slysavarnafélagið gekkst fyrir þeirri ný- breytni síðastliðið haust, að sjómenn gætu fengið ókeypis kennslu í sundi, lífgun og ennfremur björgunarsundi. Fyrstu nám- skeiðin liófust í október, en þau voru alls lialdin þrjú. Aðsókn var mikil að nám- skeiðunum, og lærðu 75 sjómenn sund og lífgun og 20 björgunarsund og lífgun. Ráðgert var að halda slík námskeið haust og vor, en það kom í ljós nú á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.