Ægir - 01.07.1939, Side 15
Æ G I R
165
og Ilelgi Benediktsson í Vestmannaeyjum
hefir iátið smíða þar vélskip, sem er 120
—130 rúml. að stærð.
Af þeim bátum, sem styrks nutu og
húið er að smíða, eru 6 opnir vélhátar
og 2 fimm rúmlesta bátar með hálfdekki,
sem samvinnuútgerðarfélag á Hjalla-
sandi á.
Það sem af er þessu ári liefir því bætzt
við fiskiflotann 1 gufuskip og 23 vélskip
og vélbátar auk trilluháta og liálfdekks-
bála. — Oss er ]iað liin mesta nauðsyn
að auka og endurbæta fiskiflotann, og
vonandi er ennþá til meðal manna við
sjávarsíðuna, það framtak og áræði, er
dugi til þess, að unnt verði að halda á-
fram í því liorfi, sem i ár hefir verið
stefnt í að þessu leytinu.
Erlendar fréttir.
Fiskbirgðii' í Nýfundnalandi.
Samkv. skýrslum, er fyrir liggja, voru fisk-
birgðir í Nýfundnalandi 31. maí síðastl. alls 7 543
smál., en á sama tima árið áður voru birgðirnar
6 542 smál. Af birgðunum nú eru mn 2 000 smál.
bessa árs fiskur, en hitt er frá fyrra ári
Enska stjórnin kaupir togara.
Enska stjórnin hefir nýverið keypt 8(i togara
í Grimsby og Hull. Eru flest af bessum skipum
með þéim stærstu og beztu í togaraflotanum
brezka. Þessi ráðstöfun er einn þátturinn í þeim
feiknarlega hernaðarundirbúningi, sem nú á sér
stað í Bretlandi. — Búist cr við, að þeim út-
gerðarmönnum, sem urðu að láta skip sin af
hendi, verði á einhvern hátt bættur sá skaði,
sem ætla má að þessi ráðstöfun olli þeim.
Síldveiðar Þjóðverja í Norðursjónum.
Um þessar mundir stunda um 380 þýzk skip
síldveiðar í Norðursjónum. Þar af er fjórði ldut-
inn af togaraflotanum þýzka. Veiðin byrjaði 1.
júlí. Fram til þessa hefir afli verið heldur tregur.
Þorskafli Norðmanna.
Þann 30. júní var þorskafli Norðmanna alls
orðinn 214 244 smál. Þar af hafði verið hert
83 090 smál. og saltað 120 300 smál. En af með-
alalýsi voru þeir þá búnir að fá 92 052 hl. og af
hrognum 59 051 hl. Þann 18. júní í fyrra (en þá
kom lokaskýrslan) var þorskafli Norðmanna
103 533 smál. og hefir þorskaflinn í ár því orðið
50 711 smál. meiri en þá. Árið 1930 var talið eitt
hið bezta aflaár, er þá hafði komið um langan
líma í Noregi, en siðastliðin vertíð hefir þrált
fyrir það orðið enn betri, þvi að þorskaflinn
nú er 19 002 smál. meiri en þá var.
Þorskveiðar Norðmanna við ísland hafa einn-
ig gengið vel. Er afli þeirra á Islandsmiðum
talinn 2 115 smál. (miðað við fullstaðinn fisk),
en var aðeins 1 239 smál. siðastl. ár.
Fréttir úr verstöðvunum.
30. júli 1939.
Austfirðir.
Þar hefir fiskast sæmilega á grunnmiðum, að
jafnaði 4—8 skpd í róðri á trillubáta. Er þessi
afli svo að segja eingöngu smáfiskur. Ondverð-
lega i þessum mánuði var ekkert farið að veið-
ast á djúpmiðum. — Beitulaust var í allt vor á
Austfjörðum, þar til að veiddust 2—300 mál í
snurpunót i Norðfirði. Nokkru síðar náðist í
síld i landnót í Mjóafirði, svo að það bjargaði
lóðaveiðunum, hvað beitufeng snerti.
Á Seyðisfirði hefir fyrir nokkru verið stofnað
sildveiðifélag. Tilgangur félagsins er samkvæmt
samþykktum þess:
1. að útvega síldveiðitæki, svo sem nætur, báta
o. þ. 1.
2. að selja félagsmönnum beitusíld, nýja eða
frysta, með kostnaðarverði.
3. að salta síkl til útflutnings, ef hagkvæmt
þykir.
4. að koma á fót niðursuðuverksmiðju.
Góður og gegn útvegsbóndi á Seyðisfirði
skrifar ritstjóra „Ægis“ um þessa félagsstofnun
á þessa leið:
„Félagið er nú að festa kaup á landnótuin,
sem hér eru til og bátum og öðru, sem með þarf.
Við vonumst til að geta veitt síld á öllum tím-
um árs, þegar hún kemur liér í fjörðinn. Hug-
myndin um niðursuðuverksmiðjuna er fyrst og
fremst tengd við smásíldina, sem hér veiðist oft
á vorin og talin er heppileg til niðursuðu. Þá
mundi vera hægt að taka fleiri tegundir fisks til
niðursuðu og skelfisk er hér viða að fá i fjörð-