Ægir - 01.08.1939, Side 4
174
Æ G I R
félag atvinnustéttar, fiskimanna og út-
gerðarmanna. —
Deildirnar fá hin síðari árin fátt af
nýjum félagsmönnum, hinir eldri týna
tölunni, e_n sjómenn yfirleitt telja sér
ekki hagsmunalegan ávinning að þvi að
vera í Fiskifélaginu. Ný félög brjótast inn
á starfssvið Fiskifélagsins. svo sem LTl-
gerðarmannasambandið, er klandrað var
r.aman sl. vetur, og mun þó vart full-
skapað ennþá, Fiski- og farmannasam-
bandið, og fleiri slík, að ógleymdri Fiski-
málanefndinni.
Tillögur milliþinganefndar.
Síðasta Fiskiþingi var ljóst, livert nú
stefnir. Fulltrúar voru flestir sammála
um, að Fiskimálanefnd bæri að sameina
Fiskifélaginu. Hinsvegar var þeim ljóst
að slík sameining, og aukið valdssvið fé-
lagsins af hálfu Alþingis og ríkisvalds-
ins gerðust ekki i svip og athugasemda-
laust. Fiskiþingið kaus því þriggja
manna nefnd til þess að íhuga mál þelta,
og breytingar á lögum Fiskifélagsins.
SkyJdu tillögur nefndarinnar leggjast
fyrir fjórðungsþingin í baust og síðan
Fiskiþingið. í nefndina voru kosnir:
Benedikt Sveinsson fyrrv. alþingismaður,
Ólafur B. Björnsson, kaupmaður á Akra-
ncsi og Kristján Jónsson frá Garðsstöð-
um. Jafnframt var þess farið á leit við
Alþingi, að það tilnefndi þrjá menn af
sin ni hálfu til samstarfs við Fiskiþings-
nefndina. Fyrir tilstilli fvrrv. atvinnu-
málaráðherra SkúJa Guðmundssonar,
féllust aðalflokkar AJþingis á að nefna
menn til viðlals Fiskiþingsnefndinni s. 1.
vetur. Voru það þeir Finnur Jónsson
alþm. fyrir Alþýðufl., Ingvar Pálmason
alþni. fyrir Framsóknarfl. og Sigurjón
Jónsson fyrrv. bankaútibússtjóri fyrir
Sjálfstæðisfl. Nefndin gcrði drög að víð-
lækum breytingum á lögum og skipulagi
Fiskifélagsins. Veigamesta breytingin er
um.skipun Fiskiþings, fjölgun sambanda
og reglur þær, er gilda .skuli við kosn-
ingu fiskifélagsfulltrúa. Ætlast er til, að
Jandinu verði skipt í sambandssvæði, og
fulltrúar kosnir á þann hátt sem liér
segir:
1. Reykjavík og Hafnarfjörður kjósa
sanian 4 fulltrúa. — 2. Gullbrmgu- og
Kjósarsýsla, ásamt Akranesi og veiði-
stöðvum Árnessýslu ,kjósa 3 fulltrúa. —
3. Vestmannaeyjar kjósa 2 fulltrúa. —
4. Múlasýslur ásamt Hornafirði kjósa 2
fulltrúa. — 5. Þingeyj arsýslur kjósa 1
fulltrúa. — 6. Eyjafjarðarsýsla ásamt
Akureyri kýs 2 fulltrúa. — 7. Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslur kjósa 1 full-
trúa. —- 8. Isafjarðarsýsla, ásamt Isa-
fjarðarkaupstað, Strandasýslu og vestur-
hluta BarðastrandarsýsJu kjósa 3 full-
trúa. — 9. Snæfellsnessýsla ásamt suður-
hluta Barðastrandarsýslu kýs 1 fulltrúa.
—• Þetta verða alls 19 fulltrúar, og að
sjálfsögðu jafnmargir til vara. —
Kosningar til Fiskiþings eiga ekki að
fara fram með sama liætti og nú, fyrst
með kosningu deildafulltrúa á fjórðungs-
þing og síðan kosningu fiskiþingsfull-
trúa á fjórðungsþingi. Um fiskiþings-
kosningar er ællazt til að upp verði tekin
ný skipan í höfuðatriðum á þessa leið:
Fyrir bvert fiskiskip, sem er minnst 2
rúmlestir og gengur til þorskveiða minnst
3 mánuði á ári, gilda 2 atkvæði. Eig-
andi eða umráðamaður fiskiskips fer
með annað alkvæðið, en skipverjar kjósa
einn mann úr sínum liópi, til að fara
með liitt alkvæðið. — Þeir einstaklingar
eða félög, sefn eiga fleiri fiskiskip en eitt,
bafa rétt til þess að kveðja fullgilda
menn til ]æss að fara með atkvæði skipa
sinna. Atkvæðagreiðsla fer fram á fundi
í deildum, sem boðaður skal sérstaklega
í þéssu skyni með hæfilegum fyrirvara.