Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1939, Page 11

Ægir - 01.08.1939, Page 11
Æ G I R 181 stundað veiðar eru okkur flestar bjargir bannaðar. Um innflutning á vörum get- ur tæpast orðið að ræða nema í mjög litlum stíl, ef ekki verður liægt að selja eða koma úr landi neinu af sjávaraf- urðum. Það er því auðsýnt mál að nauð- synjar sjávarútvegsins þurfa að vera i fyrirrúmi, því aðeins verður liægt að afia sér annars varnings. Eflaust er óhætt að ala vonir í þá átt, að hægt verði að sigla liéðan til Ameríku hindrunarlítið, þólt styrjöld skelli á. En ekki er unnt að ráða þá g'átu, hvort tak- ast muni að halda uppi siglingum við nokkur lönd í Evrópu. — Sjálfsagt verð- ur styrjöld nú háð með nokkuð öðrum hætti en 1914—18 og þvi er ómögulegt að vita fyrirfram, hvernig hún muni færa út kvíarnar. Sjómennirnir eru okkar hermenn og hið óendanlega haf er þeirra vígvöllur. í heimsstyrjöldinni reyndi sérslaklega á víkingslund, þor og traust sjómannanna okkar og svo mun enn fara, ef strið hrýst út. Þess verður því að vænta, að þegar svo syrtir í álinn, eins og nú virðist gera, að örvggi þeirra sé aukið sem frekast má og að svo sé gerl við þá, að það sé samboðið því hættulega starfi sem þeir inna af hendi. Dragnótaveiðin hefir glæðsl i þessum mánuði, einkanlega fyrir Vestfjörðum. Hafa bátar þar fengið 70 —90 körfur af stórum kola eftir 3—4 daga útivist. A Breiðafirði hefir kolaaflinn einnig glæðst, en þó ekki að sama skapi og vestra. —- Nýtt frystihús í Ólafsvík tók til starfa 30. ágúst. Varhugaverðar styrkveitingar. Þegar mest var um það rætt hér siðastl. vetur, á livern hátt heppilegast væri að greiða götu sjávarútvegsins, voru uppi ýmsar tillögur og meðal annars var ein á þá leið að hjálpa honum með heinum stvrkjum, svo sem útflutningsverðlaun- um o. f 1., eitthvað í svi])aða átt og tíðk- ast hefir lijá Norðmönnum undanfarin ár. Þessi tillaga fékk revndar ekki þann byr, að liún kæmi til greina við úrslit málsins. Ef litið er á reynslu Norðmanna í þessum efnum, þá þurfum við tæplega að syrgja það, að styrkjaleiðin skyldi ekki valin til viðreisnar sjávarútvegin- um. — Frá heilbrigðu sjónarmiði er lítt ákjósanlegt að stunda atvinnurekstur til langframa, sem verður að lifa á beinum eða óheinum styrkjum, jafnvel þó að aðrir atvinnuvegir séu fvrir hendi, er heri sig svo vel, að þeir geti eitthvað látið af mörkum. Ef vel ætti að vera, ætti ekki að stunda aðra atvinnuvegi en þá, sem slaðið gætu undir sér. Væri alls- staðar þannig farið, mundu viðskipti þjóða á milli greiðari en nú eru og með nokkuð öðrum liætti. En því miður er i öllum löndum heims nokkur vottur þess, að stundaðir séu atvinnuvegir, er verða að njóta meiri eða minni styrks. F.f borin er saman aðstaða Islendinga og Norðmanna til að styrkja sjávarút- veginn, her mikið á milli. Hjá Islend- ingum er sjávarútvegurinn langveiga- mesti atvinnuvegurinn og eru útfluttar afurðir hans hvorki meira né minna en rösldega % af heildarútflutningnum, og þar af hefir saltfiskurinn verið stærsti liðurinn til skamms tíma. Og þar sem sjávarútvegurinn liefir styrkt alla aðra atvinnuvegi landsmanna að meira eða

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.