Ægir - 01.08.1939, Page 14
184
Æ G I R
ugt, forustu í að þessi útflutnigur var
liafinn, er nú njr kominn heim frá út-
löndum. Var hann aðallega þeirra erinda
að grennslast nánar eftir, livernig Þjóð-
verjum hefði líkað Faxasíldin, sem þeir
fengu í vor og hvort áframhald gæti
orðið á þeim viðskiptum. Var vitnis-
l)urður kaupandanna nákvæmlega sá
sami og hingað hafði borist: að síldin
væri ágæt. Það skal tekið fram, að síld-
in var ölJ. notuð til niðursuðu.
Töldu kaupendurnir engin vandkvæði
á að áframhald gæti orðið á innflutningi
á ísaðri Faxasíld og það jafn vel í miklu
slærri stíl en vcrið liafði i vor. Þegar
Magnús talaði við þá, töldu þeir sig eigi
geta sagt með vissu, livenær þeir myndu
hefja kaup á ný. En er Magnús var ný-
kominn hingað heim, fékk hann skevti
þess efnis, að hann skyldi þegar hyrja að
senda þeim síld. Verðið er svipað og i
vor, en þá var það kr. 9.00 pr. tn. mæld
við skipshlið. Veiði hefir eklvi enn þá
verið hafin í þessu augnamiði, vegna þess
að engin skij) eru fáanleg til flutninga.
En þess verður sjálfsagt ekki langt að
I)íða, að unnt verði að fá skip til þeirra
liluta. Magnús telur, að það séu miklar
líkur fyrir að útflutningur af þessari síld
geti orðið talsvert mikill. Sennilegt er, að
þörf verði á mörgum skipum til flutn-
inga og mörgum hátum til að stunda
veiðarnar. — Slíkt er hið mesta gleðiefni,
að vélbátarnir við Faxaflóa, er flestir
hafa afJ.að mjög litið norðanlands í sum-
ar, skuli nú getað haldið áfram veiðum,
er heim kemur. Má vænta þess, ef líð og
veiði verður sæmileg við Faxaflóa í
haust, að það hæti nokkuð upp það tap,
er bátarnir hafa orðið fyrir í sumar.
Eftir því sem kaupendur síldarinnar
létu í Jjósi við Magnús, hafa þeir áhuga
fyrir að kaupa ísaða smásíld allt árið um
kring. En ennþá er þó með öllu óráðið,
ýmsra hluta vegna, hvort hægt verður að
hefja smásíldarveiði með það fvrir aug-
um.
Þess verður fastlega að vænta. að
skortur á flutningaskipum valdi ekki
uppihaldi i síldveiðunum við Faxaflóa
nú á komandi hausti.
Kveikt á Knararósvita.
Eins og kunnugt er hefir ekki fram til
þessa verið vili á allri strandlengjunni
frá Dvrhólaey að Selvogi. Strandlengjan
á þessu svæði er hin hættusamasta —
sérstaklega á milli Ölfusár og Þjórsár •—
og hafa mörg skip farist þar og seinast
hrezki togarinn „Lock Morar“, er fórst
með allri áhöfn út af Gamla hrauni 31.
marz 1937. — Alllangt er liðið síðan að
vakið var máls á þeirri nauðsyn að reisa
vila einhversstaðar á þessum slóðum, og
var Loftstaðahóll talinn heppiiegasla
vitastæðið. En þegar farið var að hora
í hólinn, reyndist þar elcki fáanleg nógu
traust undirstaða og var þá horfið að
því ráði, að reisa vitann við Knararós á
Baugstaðakampi. Var hvrjað á bygging-
unni í septemher 1938 og lokið við að
koma henni upp í nóv. sama ár. í sumar
hefir verið unnið að því að setja ljóstæki
i vitann og ganga frá honum að öðru
leyti. — Þann 31. ágúst hauð vitamála-
stjóri hlaðamönnum austur til þess að
skoða vitann, en þann dag tók hann til
starfa.
Vitinn slendur 4 m vfir sjávarmál, en
hæð hans frá jörðu er 26 metrar. Hann
er hyggður úr járnhentri steinsteypu og
í honum er ekkert tré nema stigar. Vegg-
irnir eru mjög þunnir, eða 20 cm. Að
utan er hann pússaður með kvarsi. í
gluggunum eru allsstaðar gangstéttargler.