Ægir - 01.11.1939, Page 4
238
Æ G I R
í þinginu, um livort áhættuþóknun sjó-
manna eigi að vera skattfrjáls að liálfu
eða öllu leyti. — Þegar á það er litið,
iiverrar skyldu sjómaðurinn gegnir nú
i þágu þjóðfélagsins, þá verður ekki um
það villst, að hún sé i léttum metum lijá
þorra þingmanna. Það er eins og þeim
skiljizt ekki, að sjómennirnir vinna
jafnan hættusamasta starfið, og síðan
stríðið skall á, hefir hættan stórkostlega
aukizt. Eða vilja þeir neita því opinber-
lega, að það séu sjómennirnir, sem liafa
tekið að sér að verja þjóðina þeim brot-
sjóum, sem siglingavandræði hafa í för
með sér. Eflaust myndi enginn treysta
sér á þann is.
Það er nú mjög algengt að bera sam-
an þrengingar stríðsþjóðanna og hlut-
iausra þjóða. Vitanlega er þar mjög
óJíku saman að jafna. En vilja nú ekki
þingmennirnir skyggnast lítillega í liuga
sjómannskonunnar, sem á mann sinn í
förum landa á milli, og reyna að kynn-
ast hugarástandi hennar. Líta siðan nær
sér, til sinna eigin kvenna og gera svo-
Jítinn samanhurð. Vilja þeir ekki einnig
reyna að setja sig i spor sjómannsins og
af þeim kynnum gera tilraun með að
draga álvktanir, sem eru í ætt við veru-
J.eikann. Máske mundi skilningur þeirra
á lífi sjómannsins og konu hans, glæð-
ast nokkuð við það.
Það er merkilegt hvað sjómanna-
stéttin hefir jafnan átt fátt einlægra
talsmanna á Alþingi, en margt manna,
sem hafa verið fúsir á að stinga smá-
blómi i lmappagat sjómannsins á liátíð-
leguin augnablikum. Það getur tæipast
talizt nema smáblóm í hnappagatið, þótt
öll áhættuþóknunin sé gerð skattfrjáls,
en máske er nú ekki næailega hátíð-
legt augnablik, til þess að færa slíkt
blóm og hið góða hugarþel verði látið
nægja í bili.
Hafrannsóknir j
þrátt fyrir stríðið.
í ár eru 40 ár liðin síðan Alþjóðaráð
hafrannsóknanna var stofnað í Stokk-
liólmi. Var það fyrir atbeina sænsku
ríkisstjórnarinnar, að fulltrúum frá ýms-
um löndum var boðið þangað til þess að
taka þátt i stofnun ráðsins. — í nokkur
ár áður höfðu verið stundaðar hafrann-
sóknir, en þær byggðust fyrst og fremst
á frjálsu samstarfi nokkurra vísinda-
manna á Norðurlöndum.
Síðan Alþjóðaráðið var stofnað hefir
það lialdið 32 ársmót og lang' oftast i
Kaupmannahöfn, en þar hefir það skrif-
stofu sína í Charlottenlund-höll. — Nú
i ár var ársmótið haldið í mai, og að
þessu sinni i Berlín, samkvæmt hoði
þýzku stjórnarinnar. í mótinu tóku þátt
100 fulllrúar frá 14 löndum. Var þeim
sýnd liin mesta gestrisni og allt gert til
þess að fulltrúarnir gætu sem hezt kynnst
liinum vísindalegu stofnunum á þ'essu
sviði og hinni stóru nýtízku fiskiskipa-
liöfn í Wesermúnde.
Á mótinu var einkum rætl um, livernig
liaga skyldi rannsóknunum í framtíð-
inni. Var einkum áberandi sá mikli á-
hugi, sem er fyrir því að skipuleggja al-
þjóðlegt eftirlit með þeim breytingum,
sem verða á þorskstofninum á veiði-
svæðunum í Norður-Evrópu. Og er þá
einkum átt við þær breytingar, er verða
til vegna sveifluhrigða í árgöngunum,
vegna liinna auknu fiskveiða, og að lok-
um vegna þeirra álirifa, er hafstraum-
arnir virðast hafa haft, hin síðustu ár, á
norðasla hluta veiðisvæðanna. Með fram-
kvæjmdir fyrir augum í þessa átt, var
samþvkkt fjárhagsáætlun, sem byggist á
fjárframlögum frá þeim löndum, er þátt
taka í rannsóknunum. Til þess að sjá um