Ægir - 01.11.1939, Page 6
240
Æ G I ft
Þessmn ameríkönsku skonnortum var
svo vel við haldið, að þau báru af öll-
um skipum, er þá stunduðu veiðar hér
við land. Svo segja mér fróðir menn, er
víða liafa komið, að hvergi hafi þeir
séð snyrtilegri umgengni i fiskiskipum
sem þar.
Hingað til lands komu fyrstu skonn-
orturnar ekki fyrr en um miðjan marz
ár hvert. Þær voru mjög misjafnlega
lengi á leiðinni, og fór það vitanlega
allt eftir því, livernig veður þær hrepptu.
Stundum voru þær ótrúlega fljótar i
ferðum. Þess er t. d. getið um eiít skip-
ið, að það fór 3 ár í röð á IOV2 sólar-
liring frá Glouchester til Þingeyrar. Það
er auðsýnt, að skip þetta hefir fengið
liraðbyri; en ef vegalengdin er horin
saman við tímalengdina, verður það
augljóst, að skip þessi liafa þolað all
mikla siglingu.
Bækistöð sína hér á landi liafði lúðu-
veiðaflotinn á Þingeyri i Dýrafirði, og
liéll hann að jafnaði beint þangað frá
Ameríku.
Sama árið og Ainerikumenn hefja hér
veiðar, er Cliristian Gram, kaupm. á
Þingeyri, viðurkenndur konsúll fyrir
Bandaríkin, og stendur það eflaust að
einhverju leyti í sambandi við útgerð
Ameríkumanna hér við land. Grams-
verzlun sá alla tíð um allt það, er að
þessari útgerð laut hér á landi, og þótti
Vendel, er þá var verzlunarstjóri þar,
úrræðagóður og' skjótvirkur, þegar ein-
hvers þurfti með, og var hjálpsemi lians,
jafnt við íslenzka sem erlenda, er at-
vinnu höfðu á þessum skipum, mjög
rómuð.
Fvrst þegar skipin komu til Þingeyr-
ar á ári hverju, létu þau á land til
geymslu mikið af ýmis konar varningi,
svo sem: kol, salt, veiðarfæri og mat-
væli. Saltið, sem flutt var í land, var
allt geymt í tunnum. Skipstjórarnir á
skipum þessum fluttu einnig talsvert af
sjóverjum og gúmmístígvélum hingað til
lands. Varningur þessi var einkum ætlað-
ur skipverjum, en nokkuð af honum var
þó cinnig selt landsmönnum. Gúnnní-
slígvél voru þá seld á 13—14 krónur.
Mér er sagt, að Ameríkanar séu þeir
fyrstu, sem flytja gúmmístígvél liingað til
lands. Sjómönnum þótti mikið í milli sjá,
livað þau voru betri og þægilegri en
skinnsokkarnir og leðurstígvélin, sem
þeir liöfðu áður átt að venjast. Reyndu
flestir sjómenn vestra, allt hvað þeir
gátu að ná sér í slík stígvél, og varð það
til þess, að Ameríkanar juku innflutn-
ing sinn á þeim með ári hverju.
Þegar lokið var við að láta þann
varning í land, sem geyma átti, taka
vatn og ráða íslenzka skipverja, var
lagl á veiðar. Á öllum skipunum var