Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 7
Æ G 1 R 241 eitthvað af Islendingum, en þó jnismun- andi margir. — Einn af liinum ame- ríkönsku skipstjórum hét John Diego, og var liann sá eini, sem átti skip það, er liann fór með. Með honum var jafn- an margt Islendinga og var svo að sjá, að hann hefði á þeim liið mesta dálæti. John Diego varð fyrstur Ameríkumanna, til þess að stunda flyðruveiðar hér við land, og' meðal Islendinga, sem með honum voru, var Matthías Ólafsson, síð- ar alþingismaður. — Flestir voru Is- lendingar 6—10 á liverju skipi, en á sumum ekki nema 2 eða 3. íslendingar þeir, sem atvinnu höfðu á þessum skip- um, voru svo að segja allir af Vestfjörð- um og' flestir úr Dýrafirði. Einn Sunn- lendingur var þó þar svo árum skipti, en það var Þórður Sigurðsson, sem nú er til heimilis á Vatnsstíg 8 hér i Reykja- vik. Jafnan var það hundið nokkrum vand- kvæðum fyrir Þórð að komast til Þing- eyrar, því að þá voru samgöngur mjög stopular og ekki hvað sízt um það leyti árs, er hann þurfti að halda vestur. Helzt var að komast með norskum hval- föngurum, er voru á vesturleið og komu liér við, eða þá að fara upp i Borgarnes og landveg þaðan i Stykkishólm og sið- an sjóleiðis upp á Barðaströnd og á landi þaðan til Þingeyrar. Þessi leið var ærið torsótt og tók langan tíma með þeim farartækjum, sem þá voru fyrir hendi, enda tók hún Þórð eitt sinnið 20 daga. Allflestir íslendingar voru ráðnir upp á mánaðarkaup og goldnar 100 kr. fyrir mánuðinn. Einnig bar það við, að þeir voru ráðnir fyrir 100 dollara yf'ir sum- arið, en það samsvaraði 360 kr. ísl. Þetta þótti mikið kaup í þann tíma og ráðn- ingarkjör betri en annars staðar, þar sem kaupið var allt goldið í reiðu fé að lokinni vertið. Slikt var þá nokkur ný- lunda meðal ísl. sjómanna og' þvi var jafnan sótt fast að fá skiprúm hjá „Kön- um,“ en svo nefndu Yestfirðingar þá ætið. Sumir stórbændur vestra áttu tvo vinnumenn á skipum þessum. Var slikt ærinn búhnykkur fyrir eitt heimili, einkum ef á það er iitið, að með þeim flaut oftast meira heim i vertiðarlokin, en dalirnir, sem þeir voru ráðnir fyrir. Vendel mun mestu liafa um það ráð- ið, hverjir af hinum ungu og harðgerðu Vestfirðingum fengu að stunda veiðar með þessum framandi mönnum á hin- um stóru og veglegu skipum. Meðal sjó- mannaæskunnar í Dýrafirði, var það langþráðasta æfintýrið, eins konar loka- spor til fulltingis, að vera skráður á ameríkanskan sprökuveiðara. Veiðarnar voru ekki stundaðar af sjálfum skonnortunum, heldur smá dor- íum, flatbytnum, og fylgdu 6—10 hverju skipi. Tveir menn voru á hverri doríu og var annar þeirra nefndur formaður. Á honum hvíldi öll ábyrgðin og þótti mikils um vert, að hann væri veiðisæll og vanur sjómennsku. Fyrstu árin voru eingöngu erlendir doríu-formenn, en síðar lóku íslendingar við stjórn á flest- um þeirra, og þótti ekki gefast síður. Doríurnar voru allar tölusettar, og áttu þær, sem höfðu oddatölu að lenda stjórnborðsmegin, en þær sem liöfðu jafna tölu, bakborðsmegin, þ. e. a. s. nr. 1 á stjórnborða og nr. 2 á bakborða og þannig koll af kolli, upp að 6 eða 10, eða eftir því hvað þær voru margar. Þegar skipið var á útleið í fyrstu veiði- ferðina, var öll skipshöfnin jafnan köll- uð undir þiljur, á nokkurs konar ráð- stefnu. Átti þar að draga um, hvar dor- íurnar skyldu lenda við skipið yfir ver- tiðina, en þær höfðu alltaf sinn sama stað. Áður en ráðstefna þessi var haldin, i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.