Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1939, Page 8

Ægir - 01.11.1939, Page 8
242 Æ G I R var skipið teiknað og voru settar jafn margar tölur við síðuna á því og dori- urnar voru margar. Allir mændu á töl- una, þar sem ákjósanlegast þótti að lenda og óskuðu sér að hreppa hana. Loks var komið með miða, sem á voru ritaðar sömu tölurnar og á skipsteilcn- ingunni. Doríu-formennirnir drógu siðan hver sinn miða og þar með var þessum þætti lokið. En hann var eins konar forleikur að því samstarfi og' þeirri kynningu, sem nú var að læfjast meðal þessara þjóðarbrola, er á skipinu voru. Skipin héldu nú út fyrir Vestfirði, suður á Röst sem kallað er og inn í Breiðafjörð. Á þessum slóðum héldu þau sig nær eingöngu allt sumarið. Það har þó við, að sumir skipstjóranna sigldu .einhverntíma sumars suður að Reykjanesi. Þær ferðir voru þó sjaldn- ast farnar með það fyrir augum, að leita fiskjar, heldur eingöngu til þess, að svala þeirri löngun sinni að sigla -— og sigla svo um munaði. Þegar komið var á miðin, var tekið til að beita. Var því hagað á þá lund, að horð voru sett upp og' lágu þau fram og aftur eftir þilfarinu, annað stjórn- borðsmegin en hitt bakborðsmegin. Við livort borð voru 10 menn, eða 5 sín livorum megin. Uppi á borðunum lágu lóðirnar, sem verið var að beita. Hverri doríu fylgdu 4 stykki, eins og það var kallað, en í hverju stykki voru 7 línur. Ein lína var 50 faðma löng og voru á henni 18 önglar. Allar lóðirnar voru merktar og var sér inerki fyrir liverja doríu. Doríu-félagarnir urðu jafnan að beita þær lóðir, sem þeir lögðu, nema ef svo bar undir, að þeir böfðu orðið mjög seinl fyrir, vegna mikils afla, og komu þá aðrir þeim til aðstoðar. Ivæmi það fyrir, að doría missti lóðir, urðu karl- arnir á henni að setja upp aðrar í stað- inn og hafa lokið við það áður en haldið var út á ný. Eins og' áður er gelið, lá lóðin, sem verið var að beita, uppi á borðinu og' var liúu rakin niður á þilfarið uin leið og' beitt var. Þegar lokið var við að beita bverjar 7 línur, voru þær bundnar saman í bagga, en 4 slikir baggar fylgdu bverri doríu. Fyrstu lögnina var alltaf beitt salt- aðri síld, sem skipin fluttu með sér frá Ameríku, en úr því jafnan ljósabeitu, þ. e. a. s. steinbít, keilu o. s. frv. Komið gat þó fyrir einhverntíma sumars að beita yrði saltsíld, eftir að veður hafði liamlað veiðum í marga daga i senn. Beitan var öll höggin á beitingarborð- unu.ni, og voru notaðar til þess eins kon- ar kjötaxir. Þegar beitt var ljósabeitu, var jiess ætíð vendilega gætt að stinga önglinum aðeins í fiskinn en ekki í roðið. Þegar lokið var við að beita, sem venjulega var síðari hluta dags, var byrjað að leggja lóðirnar. Reru þá dorí- urnar út frá skipinu i allar áttir og voru sem næst 4 strik, eins og sjómenn orða það, á milli þeirra. Sumar doríurnar byrjuðu að leggja frá skipinu, en aðrar reru fvrst út og lögðu svo heim að því. Annars fór það allt eftir því, livernig straumar lágu í það og það skiptið. Doríu-formaðurinn var alltaf i skutnum og lagði, en liásetinn reri út lóðina. Þurfti oft að taka vel í árarnar, því að það var illa séð, ef lagt var slakt. Lætur nærri að doríu-hásetarnir liafi orðið að róa um fjórðungs iftílu í hvert sinn, sem lagt var. Framan af surtiri var lóðin ekki látin liggja nema í 4 stundir, þvi að þá var talið að fiskurinn væri á göngu, en síðar, þegar hann var lagstur, lágu ]>ær í (5 stundir. Meðan lóðirnar voru i sjó lágu flest skipin við fast. Eitt þeirra var þó jafnan á flögti á milli þeirra. Hét

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.