Ægir - 01.11.1939, Side 9
Æ G I R
243
það Michael Mc Kenzie og fiskaði það
oflast skipa mest. En væri vont veður
voru skonnorturnar oftast á ferðinni, til
þess að atlmga hvernig lóðunum liði.
Meðan lóðirnar lágu, héldu doriu-karl-
arnir sig um horð í skonnortunum og
fengust við aðgerð, eða einhvern annan
starfa. En að 4—6 stundum liðnum liéldu
þeir út á ný og byrjuðu þá að draga.
Hverri doríu fvlgdu tvennir vetlingar
og ullarhólkar. Voru vetlingarnir notaðir
við beitinguna, en ullarhólkarnir, þegar
dregið var. Lóðardrættinum var liagað
þannig, að annar maðurinn stóð fram í
harka i doríunni og dró línuna á rúllu,
en lét hana þó jafnóðum falla niður með
kinnungnum, svo aðafturí-maðurinngæti
dregið hana inn, hrist af henni beituna
og hringað hana niður í skutinn. Afturi-
maðurinn innbyrti allt, sem á lóðinni var.
Væru mikil þyngsli á lóðinni, var liún
dregin með lítilli handvindu. Þegar stafn-
húinn varð þess áskynja, að flyðra væri
að nálgast l>orðið, gerði hann skut-mann-
inum aðvart, og hagræddi hann þá ífær-
unni og trékeflinu, sem voru í skutnum
hjá honum, svo að hann gæti skjótlega
gripið til þess. Undir eins og liægt var
að ná til flyðrunnar, var liún dauðarotuð
með trékeflinu og síðan vaðborin og inn-
hyrt. Þannig var liver línan dregin á fæt-
ur annarri og allt hirt, sem á hana kom,
en þó fyrst og fremst flyðran. Hákarl-
inum var ckki einu sinni sleppt, fyrr en
búið var að ná úr lionum lifrinni. Iiún
var aukahlutur hásetanna. Hverjir doríu-
félagar áttu tunnu undir hákarlslifrina
og lagði skipið hana til.
Þegar lokið var drættinum héldu dorí-
urnar heim með fenginn. Oft bar það
við, að aflinn var svo mikill, að ekki var
hægt að taka hann í einni ferð. Varð því
að nema staðar við að draga, ])egar kæn-
an var orðin fullhlaðin og fara heirn að
losa, og hyrja síðan að draga á ný, þar
sem fyrr var frá liorfið. Stundum har það
við, að afli var svo mikill, að dorían var
fullhlaðin, þegar húið var að draga 18
öngla, eða eina línu. Sem dæmi um slíkt
má geta eftirfarandi atriðis:
John Diego, sem fyrr var frá sagt, að
fyrstur hefði byrjað hér veiðar af Ame-
ríkumönnum, þótti fiska mjög vel og var
talinn öllum erlendum mönnum kunnugri
á niiðunum fyrir Vestfjörðum. Þóttust
menn þess full-vissir, að hann liéldi sig á
einhverjum þeim slóðum, sem ekki væru
öðrum -kunnar og mokaflaði þar. Eitt
sumarið var Þórður Sigurðsson á Michael
Mc Kénzie. Var þá mikið aflaleysi framan
af sumri, og tók þá skipstjórinn, sem hét
Andi’ew Mc Kenzie, það til hragðs, að
sigla kringum landið. Honum varð ekki
áhalasamt i þessu ferðalagi, en að
þvi loknu fann hann svæði það, sem
Diego veiddi mest á, og var það jafnan
eftir þetta nefnt „Diego-spot“. En það
mun vera það sama svæði, sem gamlir
hákarlamenn af Vestfjörðum sóttu á
og nefndu Djúpálsrif, en hefir nú feng-
ið nafnið Hali. Er ])essi staður um 70
mílur norður af auslri út af Skálavík.
Var þar oft is, en þó ekki i þetta skipti.
Mc Kenzie var nú þarna við veiðar i
samtals 75 stundir, og var aflinn svo mik-
ill, að helmingurinn af skipverjunum
varð stöðugt að vera við aðgerð. Þessi
aflahrota nægði til þess að fvlla skipið og
hélt það þegar heimleiðis, cn þá voru
mánaðarmót júlí og ágúst.
Efíir það fór Þórður á annan spröku-
veiðara og var á honum til loka.
Þegar slíkar aflalirotur háru að liörid-
um, voru óslitnar völcur hjá doríu-körl-
unum og feikilegt langræði, því að margar
þurfti að fara ferðirnar, en segl voru á
fæstum doríunum. Væru einhverjar þeirra
með ségluin, urðu hásetarnir að leggja