Ægir - 01.11.1939, Side 11
Æ G I R
245
menn sér á ýmsa lund. Sumir lásu, aðrir
spiluðu og þá aðallega poker upp á pen-
inga. Þá var liarmonikkan tekin fram og
spilað livað af tók og sungið undir. Hljóm-
aði söngurinn einkennilega á stundum,
þegar sungið var á 4—6 tungumálum í
senn. Ýmsir leikir og íþróttir voru einnig
iðkaðar. Boks-hanzkar voru geymdir í
kolastíunum á sumum skipunum, og voru
þeir teknir upp þegar ekki var verið við
veiðar. Þeir voru eðlilega kolsvartir, og
var það föst regla, að menn færu í drif-
livítar skyrlur, áður en hyrjað væri að
herjast með þeim. Þótti þetta hinn hressi-
legasli leikur. Að leikslokum var fyrst og
fremst horft á skvrturnar, þær gáfu til
kynna livernig mönnum hafði tekizt að
verjast höggunum. Þótt hlé væri á veið-
um, léku menn sér ekki allar stundir, þvi
að margt þurfti að gera. Fiskurinn var
umstaflaður, lóðir settar upp og þær
gömlu „yfirhalaðar“, eins og sjómenn
orða það, o. m. fl. var gert, sem ekki mátti
liggja í láginni.
Skipverjar voru af ýmsum þjóðum, l.
d. Frakkar, Skotar, Skandinavar o. s. frv.
Á einu skipinu, sem Þórðui* Sigurðsson
var á, voru t. d. menn af niu þjóðum.
Sumir þessara manna voru vertið eftir
vertíð, en aðrir komu liingað aðeins í eitt
skipti. Samliúð skipverja var yfirleitt hin
ákjósanlegasta, þegar á það var lilið, að
þeir voru sprottnir upp af liinum fjar-
skyldustu grösum, og höfðu margir siglt
heimsendanna á milli. Það har vitanlega
við, að niönhum sinnaðist, og það jafn-
vel úti á sjó. En sú deila var aldrei leidd
til lykta þar. En þegar í land var komið
slógust deiluaðilar upp á líf og dauða, en
sá, sem geklc með sigur af hólmi, varð
að muna eftir þeirri drengilegu Íeiksreglu,
að slá ekki mótstöðumann sinn eftir að
hann liafði komið honum undir.
Jafnan var haldið inn á Þingejæi liálfs-
mánaðarlega, til þess að sækja vatn og
mat. Hákarlslifrin var þá seld í Grams-
verzlun og oftast tekið vín og peningar í
staðinn. Hefi ég heyrt verzlunarmann
einn, sem þá starfaði þar, segja frá því,
að ekki liafi verið vandalaust að hlanda
mjöðinn, því að þeir erlendu voru ýmsu
vanir og létu sér ekki á sama standa, hvað
að þeim var rétt. Fyrir lifrarpeningana
voru haldnir dansleikir og ekkert tilspar-
að, að menn skemmtu sér sem bezt.
Þannig leið sumarið. Skip þau, sem ó-
farin voru í september, hættu þá veiðum
og bjuggust utan frá Þingeyri. Margir
vildu eiga kaup við Ameríkana í vertíðar-
lokin, því að þeir þóttu sanngjarnir í við-
skiptum. Mátli fá iijá þeirn mikið af not-
uðum veiðarfærum fyrir lítinn pening og
ýmiskonar matvæli, sem afgangs urðu frá
sumrinu, jafnvel doríurnar voru seldar
fyrir gjafverð. Að viðskiplunum loknum
og nauðsynlegum undirbúningi héldu
Ameríkanar til hafs og með þeim fóru oft
utan Dýrfirðingar og menn annarsstaðar
að, sumir til þess að nema land, en aðrir
til þess að sjá sig um í hinni fjarlægu
álfu. Minnsta kosti tveir íslendingar, sem
upphaflega liöfðu farið utan með „Kön-
um“ og búsettir voru vestra, stunduðu
veiðar með þeim hér við land í mörg ár.
Undir aldamótin fækkaði amcríkönsku
lúðuveiðurunum mjög ört, sem hér stund-
uðu veiðar, vegna þess, að afli brást að
meira eða minna leyti. Og árið 1898 var
svo komið, að ekki voru hér við land við
flyðruveiðar, nema 2 eða 3 ameríkanskar
skonnortur og auk þess íslenzka skipið
„Capella“, sem Gram hafði þá nýverið
keypt frá Noregi. Skipin öfluðu öll mjög
illa um sumarið, og þar með lauk þessum
þætti í sögu fiskveiðanna við Island.
Heimildarmenn mínir að þessum frá-
sögnum eru þeir Guðmundur Kristjáns-
son, útgerðarmaður í Keflavík, og Þórður