Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1939, Side 12

Ægir - 01.11.1939, Side 12
246 Æ G I R Sigurðsson, sem fyrr er nefndur, en þeir voru báðir liásetar hjá „Könum“ í nokkur sumur.* 1) L. K. Sjávarútvegur Norðmanna 1937. Nákvæm og ýtarleg skýrsla um fisk- veiðar Norðmanna árið 1937 er nýkomin út. Skjrrsla þessi er gefin út af fiskimála- stjóranum og hefir að geyma mjög yfir- gripsmikinn fróðleik um allt, er snertir sjávarútveg Norðmanna þetta ár. Þar sem hún er hið áreiðanlegasta heimild- arrit, þvkir rétt að birta liér úr henni þau atriði, sem mestu máli skipta. Þetta ár (1937) stunduðu fiskveiðar alls 123 þús. manns, og var það 3 500 fleiri en árið áður. Slíkar sveiflur virð- ast vera algengar frá ári til árs, og' fjölg- unin þetta ár því ekki neitt óeðlileg eða bundin við einhverjar mikilvægar breyt- ingar í útgerðinni. Af þessum 123 þús. voru 38 þús. menn, sem ekki stunduðu aðra vinnu en fiskveiðar, 45 þús. höfðu þær sem aðalstarf og 40 þús. sem auka- vinnu. Langmestur hlutinn af þessum starfandi fiskimannahópi er i Nordland, eða 32 þús. Það skal tekið fram, ókunn- ugum til leiðbeiningar, að Lófót, stærsta verstöð Norðmanna, er einmitt þar. Næst Nordland kemur Troms með 19 þús. fiskimenn. Atvinnu við fiskverkun liöfðu um 18 700 manns og var það um 1 300 manns fleira en 1936. Ef dæma má eftir fjölda þeim, sein vann við fiskverkun í hinum ýmsu fvlkjum, ])á virðast verkunarsvæð- in aðallega vera á Mæri, í Romsdal og 1) ÞaS sem hcr hefir verið birt um flyðru- veiðar Ameríkumanna, er erindi, sem ég flutti i útvarpið á lokadaginn 1939. L. K, Nordland, því að aðeins á þessum slóð- eru rúm 8 þús, fiskverkunarmenn. í fiskiðnaðinum (þ. e. a. s. i niður- suðu-, fiskimjöls- og síldarverksmiðjum) unnu 8 268 manns, þegar miðað er við árið í heild. Væri aftur á móti miðað við, þegar flest var í hverri grein fisk- iðnaðarins, mundi þessi tala miklu hærri. Sé miðað við þær tölur, sem liér eru gefnar upp, hafa því 150 þús. manns haft atvinnu við fiskveiðar, fiskverkun og' fiskiðnað þetfa ár. Samkvæmt skýrslu þessari liefir árið 1937 tala þeirra skipa og báta, er beint og óbeint voru notuð við fiskveiðar, ver- ið 85 835. En þá eru einnig með talin öll þau skip, er flytja sild og fisk liafna á milli innanlands, beituflutningaskip, dráttarbátar, skip, sem flytja útgerðar- vörur milli verstöðva og selveiðaskip. Þessi skipatala virðist í fljótu bragði nokkuð liá, en þegar á það er litið, að með er talin svo að segja hver kæna, sem flotið getur og á einn eða annan Iiátt má nota til veiða eða aðsloðar við þær, þá vex hún ekki svo mjög í auguni. Eftir tegundum skiptist fiskiskipaflotinn þannig; Gufuskip 318, og er það nokkuð hærra eu árið áður. Þiljaðir vélbátar 11 700, og er það lítið hærri lala en 1936. Seglskútunum fækkar árlega og voru aðeins 141, eða 55 færri en næsta ár á undan. Þessum skipum Iiefir þó ekki verið lagt fyrir fullt og allt, heldur verið brevtt i vélskip. Alls eiga Norðmenn 4 860 doríur, og eru 93 þeirra með vél- um. Snurnunótabátarnir eru taldir 1 283, og eru 188 þeirra með vél. Hinir svo- nefndu gaflbátar eru alls taldir 2 342, og er bluti þeirra með vél. Loks eru opnir árabátar, og' eru þeir vitanlega lang- fíestir, eða 51 829. Virðingarverð þessa skipastóls er ekki getið í skýrslunni. Hvað veiðarfærin snertir, þá er ekki

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.