Ægir - 01.11.1939, Side 13
Æ G I R
247
hægt að sjá, hvað mikið er notað af
hverri tegund árlega, en verðmæti þeirra
veiðarfæra, sem útgerðar- og fiskimenn
liöfðu undir liöndum árið 1937, reiknað-
ist að vera 39,7 millj. króna, og var það
2,1 millj. kr. meira en 1936, en 18,6 millj.
kr. meiira en 1913.
Norðmenn hafa um langt skeið fram-
leitt mjög mikið af niðursoðnu fiskmcti
og eiga því fjölmargar verksmiðjur, sem
þeir nota við þá framleiðslu. Árið 1936
voru starfræktar í Noregi 191 niðursuðu-
verksmiðja fyrir fiskmeti, og var leyst
af liendi í þeim 11 832 þús. klukkustunda
starf. Árið 1937 minnkaði starfið í niður-
suðuiðnaðinum um 228 þús. stundir.
Langflestar verksmiðjurnar eru i Roga-
landsfylki, en þar eru 86. — Síldarverk-
smiðjur voru 52, en fiskimjöls- og
guanoverksmiðjur 19. Gufulýsisbræðslur
voru 755, og eru flestar þeirra í Norður-
Noregi, eða á þeim slóðum, þar sem
þorskveiðarnar eru aðallega stundaðar.
— Fiskþurrkhús, þar sem eingöngu er
þurrkað með vélum, eru talin 68, og eru
langflest þeirra, eða 59, í Mæri- og Roms-
dalsfylki. Ishús eru 790, en frystihús
67, og eru þau þó ekki öll úthúin mcð
vélum, heldur er frvst þar með saltís-
blöndu.
Heildarafli Norðmanna árið 1937 var
904 þús. smál. og var það álíka mikið
og meðalaflinn hafði vcrið undanfarin
10 ár. Fyrir þennan afla fengu útgerðar-
nienn og fiskimenn 92,3 millj. kr. Auk
þess er talið að fiskimannastéttin hafi
notað fisk fyrir 2,6 millj. kr. Heildar-
verðmætið fellur aðallega á tvo liði, síld
og þorsk, og var samanlagt verðmæti
þess þetta ár 66,9% af heildarverðmæt-
iriu. Þorskurinn gerði 34,1% og síldin
32,8%. Annars leikur nú orðið á ýmsu
nieð það, livort hærra er heildarverðmæti
þorsks eða síldar.
Þetta ár stunduðu 82 skip selveiðar og
voru þau með 1 206 manna áhöfn. Við
Grænland fiskuðu þeir alls 66 385 seli.
Fyrir selafurðir fengust 2,6 millj. kr.
Hvalveiðar stunduðu þeir frá 4 lands-
stöðvum á norðvesturströnd Noregs og
15 fljótandi livalveiðaverksmiðjum, og
voru 14 þeirra í suðurhöfum. í norður-
höfum veiddu þeir 606 hvali og fengu úr
þeim 19 329 tn. af hvalolíu, en í suðui'-
höfuni veiddu þeir 15 943 livali og varð
olían úr þeim alls 1 191 772 tn. Heildar-
verðmæti Norðmanna fyrir hvalafurðir
þclta ár nam 81 700 þús. kr.
Útflutningsverðmæti allra sjávaraf-
urða Norðmanna nam árið 1937 159
millj. kr., og var það um 19 31% af lieild-
arútflutningsverðmætinu.
Reglugerð um fiskimat
í Newfoundlandi.
Auglýsing.
Samkvæmt ákvæðum í grein 7 og 8 í lög-
um frá 1936—1938 um Fiskimálanefnd fyrir
Newfoundland hefir landsstjóranum i samráði
við stjórnarnefndina, þóknazt að setja eftir-
farandi reglugerð.
St. John’s, 25. ágúst, 1939.
W. J. Carew.
1. í þessari reglugerð skal
a) Þurrkaður saltþorskur ná yfir allan satt-
aðan þorsk, algerlega þurrkaðan, eða þurrk-
aðan að nokkru leyti, hvort heldur á eðlilegan
hált eða með vélum, en ekki yfir lausan salt-
fisk eða fisk, sem hefir verið tekinn úr laus-
um saltfiski, þveginn og pressaður, en ekki
þurrkaður með neinni þurrkunaraðferð.
h) „Fiskimatsmaður“ þýða matsmaður, er
hefir verið löggiltur og eiðsvarinn samkvæmt
hverjum þeim lögum þaraðlútandi, sem í gildi
kunna að vera á þeim tíma.
c) „Sala“ þýða sala á einhverju magni af
þurrkuðum, söltum þorski, er ekki vegi minna
en tvö (juintals (quintal, 50,8 kg.)