Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1940, Page 4

Ægir - 01.11.1940, Page 4
230 Æ G í R Dr. B.jarni Sæmunds- son á Hafnar- árunum. stórt likan af skonnortu nieð rá og reiða, og varði hann til þess öllum tómstundum sínum. Var skipslíkan þetta fagurt mjög og forkunnar vel gert, því að Bjarni var liagur vel og listrænn. Þegar utanför hans var afráðin sótti hann uni leyfi til lands- höfðmgja um að mega halda happdrætti á skonnortunni, en fékk neitun. Og eitt af seinustu verkum Bjarna, áður en hann hvarf af landi burt, var að koma fyrir til geymslu þessum dýrgrip sínum. Sóttist honum ])að einnig þungt, en fékk að lok- um holað því niður á pakkhúslofti suður í Hafnarfirði, lijá Þorsteini Egilson. — Þegar Bjarni sagði mér frá þessum at- vikum, verkuðu þau á mig eins og ævin- týri, og ég veit, að þetta ævintýri raun- veruleikans í lífi Bjarna Sæmundssonar, er ekkert einsdæmi um smásálarsemi og naglaskap við islenzka námsmenn á þessum árum. Sumarið 1889 sigldi Bjarni til Hafnar og hóf nám við háskólann. Var hann staðráðinn i að búa sig undir kennara- próf, með náttúrufræði og landafræði sem aðalnámsgreinar en eðlisfræði og efnafræði sem aukagreinar. Námið við Iíafnarháskóla sótti hann með mikilli fclju og samvizkusemi. Þótti liann flest- um Garðbúum iðnari og svo sundurgerð- arlaus, fáskiptinn og liófsamur um allt, að fáir eða engir íslenzkir Hafnarstú- dentar munu komast þar til jafns. Sem vott um hófsemi lians er þess getið, að Iiann hafi lagt fyrir af Garðsstyrknum, og mun slikt einsdæmi. — Vorið 1894 lauk Bjarni prófi við háskólann með Iiárri einkunn. Fór mjög orð af Bjarna fyrir ötulleik hans, því að slíkt þótti ])á á fárra færi að ijúlca kennaraprófi í þessum greinum á jafnskömmum tíma og hann. Sumarið 1894 hélt Bjarni lieim til ís- lands og hóf þá um haustið kennslu við Lærða skólann í Reykjavík. Var það Þorvaldur Thoroddsen, sem fékk Bjarna ii! að kenna fyrir sig, en hann hafði þá fengið leyfi frá kennslu um stundar sakir. Gegndi Bjarni störfum Þorvaldar þar til 1899, að liann fékk lausn frá slörfum, en ])að sama ár varð Bjarni l'astur kennari við skólann og var veitt eml)ættið árið eftir. Þessu starfi gegndi Iiann alls í 29 ár, eða þar til árið 1923, að honum var veitt lausn frá kennarastörf- um. Bjarni sinnti kennslunni með stakri alúð og kostgæfni og samdi ýmsar nýjar hækur i þeim fögum, sem hann kenndi við skólann. Auk þess samdi hann kennsluhækur fyrir la\gri skóla. Þótt telja megi kennsluna lians aðalævistarf, var hann þó svo drjúgur á öðrum vettvangi, að störfin þar munu halda nafni hans á lofti, löngu eftir að skeflt hefir í spor flestra þeirra, er nutu kennslu hans. Um það bil, sem Bjarni hóf kennslu við Lærða skólann, tók hann að verja öllum tómstundum sínum til rannsóknar á dýralífi landsins. En áður en langt leið,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.