Ægir - 01.11.1940, Page 7
Æ G I R
233
síðustu áramóta. Ég efa ekki, að allt það
mikla efni, sem eftir Bjarna liggur í
„Ægi“, hafi orðið lesendum blaðsius lil
fróðleiks og nytja, og hygg ég, að „Ægir“
muni bezt fá launað honum þau störf,
með því að stuðla eftir föngum að þvi,
að unnt verði að haida greiðar þá leið,
sem liann hóf að rvðja.
Ég heyrði Bjarna eitt sinn fara með
þetta erindi, eftir hinn góðkunna nátt-
úrufræðing úr Öxnadalnum, og hygg ég,
að þar iiafi ég kennt óm af árnaðarósk-
um lians til íslenzkrar útgerðar og sjó-
manna:
Hjálpi drottinn höndum öllum!
Hækkar dagur á austur-fjöllum,
senn á báru sólin skín.
Dragðu, sveinn, úr djúpi köldu
dagverð þinn, sem bijr i öldu;
hlutartalan hækki þín!
Tveimur árum síðar en Bjarni kom
heim frá Höfn kvæntist hann Steinunni
Guðmundssen, dóttur Sveins Guðmunds-
sonar frá Búðum á Snæfellsnesi og konu
hans frú Kristínar f. Siemsen. Þeim lijón-
um varð þriggja dætra auðið. Ein þeirra,
Sigríður, andaðist árið 1919 og olli dótt-
urmissirinn þeim hjónum sárri lirvggð.
L'm svipað levti varð frú Steinunn mjög
vanlieil og liélzt það svo, þar til hún and-
aðist i ársbyrjun árið 1928. Bjarni mun
bafa tekið sér mjög nærri heilsuleysi
konu sinnar, enda var hann þá orðinn
aldurhniginn og gekk sjálfur eigi lieill
til skógar. Dætur Bjarna, sem lifa, eru:
l'rú Aima Steinunn B. A., gift síra Einari
Guðnasyni presti i Reykholti, ög
Kristín, gift Marteini Guðmundssyni
myndhöggvara. Bjarni dvaldi hin síðustu
úr hjá Kristínu dóltur sinni og manni
hennar, og þar andaðist hann á hinu
gamla heimili sínu, Þingholtsstræti 14.
Ég kynntist Bjarna Sæmundssyni eigi
fyrr en liann var lcominn mjög á efri ár.
Eigi að siður mun kynning mín við liann,
seint förlast mér í minni, svo frábær var
hann um ýmsa hluti. Ég dáist að því, liví-
likur eljumaður hann hefirverið, en þrátt
fyrir það er mér lítt skiljanlegt, hvernig
liann hefir mátt draga allt það á land,
sem eftir liann liggur. Ég hygg, að margir
spyrji nú þess sama við fráfall Bjarna
Sæmundssonar, eins og spurt var við lát
Ölafs Davíðssonar:
„Hver vill taka upp verkin Iians
og verða þar að manni?“
Bjarni Sæmundsson vann í kyrþey öll
sín störf, því hann var lítt gefinn fyrir
að trana sér fram, en þau liafa eigi að
síður ski])að honum á bekk með beztu
sonum þjóðarinnar, og vafalaust Iiafa
fáir íslendingar gert betur í að bera:
„heim að nausti hlutarval úr fermdum
skuti“.
L/. K.
Dr. Bjarni Sæmundsson
og æskustöðvarnar.
Til er sögn um hinn fræga náttúru-
fræðing Isaac Newton, að hann hafi
verið vanur að segja um sjálfan sig á
gamals aldri: Lif mitt liefir verið eins
og barns á sjávarströnd, sem leikur sér
að því að safua saman fögrum perlum.
Slík var auðmýkt liins mikla manns,
og slikt var viðhorf lians við lífinu og
leit sannleikans.
Mér datt þessi fagra frásaga í liug,
þegar ég var beðinn að skrifa nokkrar
línur í „Ægi“ um Bjarna Sæmundsson
og æskustöðvar hans. Bjarni var auð-
mjúkur eins og Newton og síleitandi að
perlum sannleikans, eins og hann.
Æskustöðvarnar lágu við hafið. —
Bærinn Járngerðarstaðir i Grindavík,