Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1940, Page 8

Ægir - 01.11.1940, Page 8
234 Æ G I R Dr. Bjarni Sæmunds- son á fermingar- aldri. sem Bjarni'fæddist og ólst upp á, stend- ur spölkorn frá hafinu. Er tjörn fyrir neðan, sjávarmegin, sem nefnist Dalur- inn. Er hún tilvalin smámynd af hafinu og hentugur leikstaður fyrir hina ungu Grindvikinga að æfa sig við sjómennsku og siglingar, með þvi að sigla þar smá- bátum. Á milli tjarnarinnar og hafsins er liæð eða hóll, sem nefnist Sölvlióll, og ber iiátt yfir hyggðina. Er þaðan gott sýni í allar áttir, hvort heldur liorft er út til hafs eða til fjalla, yfir iiraunið og auðnina. Upp á þessa hæð mun Bjarni oft hafa gengið í æsku, og þaðan mun liann fyrst hafa litið hafið i allri sinni tign og margbreytilega mikilleik, — þetta undursamlega haf, sem síðar varð hið mikla rannsóknarefni lians, og þaðan, sem hann hefir fært okkur og eftirtím- anum svo margar og dásamlegar sann- leiksperlur. Um æskuár Bjarna Sæmundssonar er mér ekki persónulega kunnugt. En skil- góður jafnaldri lians og leikbróðir hefir sagt mér, að hann hafi slrax í bernsku verið athugandi og spyrjandi um alla hluti, sem fyrir augum har. Eyddi hann, er hann óx upp, öllum frístundum sín- um í að ganga um hraunin og fjörurnar og safna kröhhum og smádýrum, stein- um og skeljum og sjaldsénum jurtum. — Kom þar þegar strax fram náttúrufræð- irigurinn. — En þess á milli voru svo unnin öll venjuleg aðkallandi störf. Róið á sumrum, langt fyrir innan fermingu, og þá þegar hafuar liinar fyrstu fiski- rannsóknir. Gerl að aflanum þegar i land kom. Farið í beitifjöru, þurrkaður fiskur, unnið að heyi, garðrækt, þang- skurði og yfir höfuð að hverju því, er með þurfti og skyldan hauð. Varð þetta allt hinn hezti skóli og undirbúningur undir fullorðinsárin, sem Bjarni sjálfur alla líð síðan mat mikils og kvaðst eiga gæfu sína og síðari þroska og frama ekki hvað minnst að þakka. Á æskuárunum vann Bjarni mikið að smíðum, enda var hann prýðilega hag- ur. Gerði hann smáskútu með rá og reiða og öllu tilheyrandi, af svo mildum hagleik og nákvæmni, að erlendir skip- Iierrar, er síðar sáu, dáðust að og lcváðu ekkerl vanta á, að hún væri fullkomin og rétt eftirlíking af raunverulegu út- hafsskipi. Var skútan fullur meter á lengd og lengi notuð af drengjum í Járn- gerðarstaðarhverfi til skemmtisiglingar á Dalnum, þar sem höfundurinn sjálfur hafði forðum leikið sér og siglt henni. En nú mun skútan því miður horfin með öllu eins og æskuárin, og ekki fram- ar til. Hinsvegar cr enn til triitt og vel gerl málverk af æskustöðvum Bjarna, sem hann hefir gerl sjálfur og lagl inn i alla sína alúð og mikinn átthagakærleik, sem hann har i brjósti alla ævi. Á hverju sumri vitjaði Bjarni sinna gömlu, kæru æskustöðva og æskukunn- ingja í Grindavik, og oft einnig á vetr- um, er vertíð var komin, einkum eftir að

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.