Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1940, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1940, Blaðsíða 11
Æ G I R 237 liafði dr. Bjarni Sæmundsson áunnið sér slíka þekkingu, að liann var af erlendu vísindamönnum skoðaður sem „autoritet“ á mörgum sviðum íslenzkrar dýrafræði. En þar sem mikill liluti af vísindaritgerðum Bjarna var ritaður á danska tungu, og þar sem hann átti allt sitt lif nána samvinnu við beztu vísinda- menn Dana á þessu sviði, var sízt að undra, þólt frá Danmörku kæmi lionum sá heiður, sem honum Iilotnaðist fyrir langt og óeigingjarnt vísindastarf. Þann- ig var hann gerður að heiðursdoktor (doktor philosophiae honoris causa) við Hafnarháskóla, hréfameðlim í „Dansk Naturhistorisk Forening“ og auk þess sæmdur riddarakrossi dönsku fálkaorð- unnar. Ritstörf Bjarna Sæmundssonar á ís- lenzkri tungu eru lesendum þessarar greinar kunnari en það, sem nú liefir verið nefnt. Verður þar fyrst frægar að telja, bækurnar lians þrjár um íslenzk dýr, Fiskana, Spendýrin og Fuglana. Hefir hann með þessum hókum gefið þjóð sinni mikla og fagra gjöf, en auk þess eru þessar hækur heztu heimildar- ril, sem nú eru til um þau dýr (islenzk) er þær fjalla um. Árangurinn af hinu langa og mikla rannsóknarstarfi Bjarna Sæmundssonar er skráður í 29 ritgerð- um í „Andvara“, og eru þær að öllu sam- anlögðu á fjórtánda hundruð blaðsíður að stærð. Þá eru eftir hann nær níutíu ritgerðir í Ægi, 19 í Náttúrufræðingnum, auk einstakra annara í öðrum tímarit- um. Loks má telja ferðapistlana og fleiri greinar í Verði, Leshók Morgunhlaðsins, Sunnudagshlaði Vísis, Lögréttu og ísa- íold. Þeir eru skemmtilega skrifaðir og hafa mikinn fróðleik að geyma. Ef þeir væru prentaðir í sama hroti og með sama letri eins og „Fiskarnir“, mvndu þeir í'ylla um 500 bls. Bjarni Sæmundsson var lífið og sálin í Náttúrufræðifélaginu og lionum, frekar en nokkrum öðrum einstökum manni, er að þakka vöxtur þess og viðgangur og ekki síður Náttúrugripasafnið í Reykja- vik. Safnið var óskaharn lians og tók miklum framförum á meðan starfsþrekið var i fullum hlóma. Kunnastur er Bjarni Sæmundsson les- endum „Ægis“ fvrir það, sem hann hefir ritað um íslenzka fiska, fiskveiðar og önnur mál varðandi sjávarútveginn og fvrir langt og dyggilegt starf í Fiskifé- lagi íslands. Hann var einn af stofnend- um félagsins 1911 og sat í stjórn þess frá upphafi og þangað til í marz 1940. Má óhætt fidlvrða, að framfarir og gengi fé- lagsins á ýmsum tímum liafi verið að miklu leyti honum að þakka. Nú er dagsverki Bjarna Sæmundssonar lokið. Erfitt verður að fylla það skarð, sem nú er höggvið í hinar þunnskipuðu raðir íslenzkra náttúrufræðinga. Starfs- dagurinn var langur og þar skiptust á skin og skúrir. Þeir sem við sjávarútveg eru riðnir eiga lionum mikið að þakka. Og sú þökk verður ekki betur goldin með öðru en því, að þeir menn standi vörð um minningu og lífsstarf merkis- mannsins látna, með því að taka óeigin- girni hans, þrautseygju og velvild til út- vegsins til fyrirmvndar. Árni Friðriksson. Dr. Bjarni Sæmundsson og Fiskiféiag Islands. Ég átti þvi láni og fagna, að kynnast dr. Bjarna Sæmundssyni um langt skeið, og verður mér minningin um hann ógleym- anleg. Kynni okkar hófúst nokkuð fyrir aldamót; var hann þá kennari við Menntaskólann i Reykjavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.