Ægir - 01.11.1940, Blaðsíða 17
Æ G I R
243
dögum, og liélt ég þeiin liætli meðan ég
var i skóla.
Þrátt fyrir það, að fyrstu kynni niín
af dr. Bjarna Sæmundssyni séu frá því
er ég var nemandi hans i skólanum,
hefðu þau kynni varla orðið jafn náin
og þau urðu, ef safnið hefði eigi verið
til. Eg var enginn fyrirmyndar nemandi,
frekar alvörulítill og ærslagjarn, en eigi
erfði dr. Bjarni það við mig, er fundum
okkar bar saman á safninu, á þeim ár-
um. Tók hann mér ætíð hið bezta og
mun betur en verðleikar mínir gáfu
ástæðu til. Kom ég þar auðvitað aldrei
svo, að ég færi eigi Jjaðan stórum fróð-
ari en áður. Hændist ég meira og meira
að þessum kennara og gerðist honum
frekar handgenginn, er timar liðu fram,
en verulega náin urðu kynni okkar eigi
fvrri en nokkrum árum eftir að skóla-
veru minni var lokið, og við vorum
orðnir samverkamenn við safnið. Og nú,
þegar samvinnunni er slitið, verður mér
enn hetur ljóst, hvílíkur maður dr.
Bjarni var. Stóllinn stendur auður við
vinnuborð lians, þangað er ekki lengur
hægt að sækja fræðslu eða leiðbeiningar
við starfið. Handleiðslu lians er lokið,
og alll er þar autt fjæir. En endurminn-
ingin og fordæmi Iians lifir og vei’k lians
niunu þvi betur verða metin, er lengra
Bður fram og aldrei fullþökkuð af þeim,
se|n framtíð og velgengni náttúrugripa-
safnsins er nokkurs virði.
Þegar ég kynntist safninu fyrst, var það
°nn á byrjunarskeiði og eigi nema svip-
Ur bjá sjón, eins og það er nú. Gamla
safnið er horfið og það safn, sem við
sjaum nú, er nær eingöngu verk dr.
Bjarna Sæmundssonar, þegar frá er skilið
jurtasafnið og nokkur liluti steina- og
jarðfræðisafnsins. Dr. Bjárni hefir safnað
0ða útvegað flest það, sem nú er í sýn-
ingarsal, —- og er þar þó minnst af safn-
inu öllu; — hann hefir komið þeirri
skipun á safnið, sem nú er á því. Allt er
það hans verk, verk, sem unnið hefir
verið i kyrþey, í tómstundum frá öðrmn
svo umfangsmiklum störfum, að flestum
öðrum en dr. Bjarna hefðu nægt til æfi-
starfs. Þótt dr. Bjarni hefði að engu öðru
starfað alla sina æfi, en að safninu einu,
ásamt kennslustörfunum, mundi það þó
lalið afreksverk. Allt, sem dr. Bjarni
vann safninu, vann liann að mestu ó-
keypis, enda var honum ])að fullkomið
aukaatriði. Safnið er einkaeign félags,
sem að því stendur: „Hins ísl. náttúru-
fræðifélags“ og Iiefir það ávallt átt við
þröngan kost að húa, þrátt fvrir nokkurn
opinberan styrk, því að félagið er frekar
fámennt og félagsgjöld lág. Af félagsins
Iiendi hefir þvi aldrei verið um að ræða
neina smávægilega viðurkenning, en ekki
um laun fyrir unnin störf.
Dr. Bjarni Sæmundsson safnaði ó-
grynni náttúrugripa á liinum mörgu og
víðtæku rannsóknarferðum sínum, bæði
á sjó og landi, og lét hann ]iað allt renna
lil náttúrugripasafnsins. Honum datt al-
drei i hug að safna fyrir sjálfan sig, —
að eignast safn, sem væri hans séreign,
eign, sem að honum lífs eða liðnum
yrði dýru verði keypt, — hann var ekki
að auðga sjálfan sig með söfnuninni, —
hann hugsaði aðeins mn náttúrugripa-
safnið.
Vegna þessarar ósérplægni dr. Bjarna
Sæmundssonar, hefir náttúrugripasafnið
i Reykjavik smám saman eignazt all-
fullkomið safn allflestra íslenzkra fiska,
sem kunnir eru fræðimönnum, og auk
]iess engu umfangsminna safn flestra
Iiinna svonefndu lægri dýra (hrvggleys-
ingja), sem í sjó eða vatni lifa. Mundi
þelta safn dr. Bjarna vera stolt og prýði