Ægir - 01.11.1940, Page 13
Æ G I R
23!)
Eitt af því, er Bjarni Sæmundsson
livatti menn til að reyna, var að veiða
fisk i þorskanet á djúpmiðum. Voru
menn fremur tregir til að gera þessar til-
raunir i fyrstu, nema á stöku stað, og var
það meðal annars af því, að straumþungi
er víða mikill liér við land og menn
kunnu þá eigi að nota netjastjóra og út-
i>úa netin, eins og nú er gert, en þorska-
netjaveiði á djúpmiðum liefir á siðari ár-
um verið stunduð af mörgum með góð-
um árangri. A Fiskifélagsfundum studdi
E. S. alll ])að, er verða mátti til bóta fvrir
fiskimenn, einkum bátaútveginn, svo
sem: lendingarbætur, leiðarmerki, vita og
bafnarbætur, eftir ])ví sem við var komið.
Fræðslu fiskimanna lagði hann ætíð liðs-
yrði, svo sem kennslu i vélfræði og sigl-
ingafræði, en Fiskifélagið hélt uppi
múnsskeiðum í þessum greinum víða um
land, enda var þess full þörf, þar sem
þekking manna, einkum í mótorfræði,
var á þeim árum mjög af skornum
skammti. Þá studdi bann vel tryggingar-
mál fisl íimanna. Landhelgina vildi liann
láta vernda fyrir ágangi útlendinga og
íriða ákveðin fiskimið, svo að ungviði
mætti vaxa þar í friði.
Er. Bjarni var kosinn fulltrúi aðal-
deildar og sat á flestum Fiskiþingum
uieðan lieilsan levfði. í skýrslum Fiski-
þinganna er að finna mörg nefndarálit
°g tillögur, er lrann liefir samið.
Eins og að likindum lætur, var enginn
maður kunnugri en dr. Bjarni Sæmunds-
Son, fiska- og dýralífi bafsins við Islands-
slrendur, þar sem hann hafði stundað
þessa vísindagrein um fjölda ára, ekki
uðeins við sjávarströndina og i verstöðv-
11111 landsins, lieldur einnig fengið tæki-
^uri til að vinna að rannsóknunum um
horð í liafrannsóknarskipinu „Thor“ og
s'ðar „Dana“, með hinum heimsfræga
þiófessor dr. phil. & scient Joha nnes
Sehmidt, er var formaður alþjóðahaf-
rannsóknanna.
Þá fór hann einnig margar rannsókn-
arferðir með togurum, bæði á þorsk- og
sildveiðum, einkum með Guðmundi Jóns-
syni skipstjóra á „Skallagrími“, og birti
hann greinar um þær ferðir í dagblöð-
unum.
Dr. Bjarni Sæmundsson var listhneigð-
ur maður og gerði fjölda uppdrátta, sem
vel eru gerðir.
Hann gerði uppdrátt af öllum flóum
og fjörðum kringum landið og afmarkaði
þar fiskisvæði með íslenzkum nöfnum,
er kunn voru, en bætti við nýjum nöfn-
um, þar sem engin voru áður. —
Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við
dr. Bjarna Sæmundsson fyrir störf lians
í þágu þjóðfélagsins, en eigi hvað sízi
útgerðarmenn og fiskimenn landsins, því
fyrir þá starfaði liann einnig allt sitl líf.
Geir Sigurðsson.
Dr. B.jarni Sæmundsson
og’ fiskimennirnir.
„Það veit enginn hvað átt hefir fyrr en
misst befir,“ segir gamalt máltæki, og ég
býst við því, að ekki verði langl ])angað
til, að íslenzku fiskimennirnir sannfærist
um sannleiksgildi þessara orða, nú þegar
dr. Bjarni Sæmundsson er ekki lengur á
meðal vor, þó að ekki verði um það deilt,
að þjóðin liefir þar misst einn al' sínum
mætustu sonum, þá hafa fiskimennirnir
ennfremur misst við fráfall hans sinn
andlega leiðtoga og einlæga vin.
Bjarni Sæmundsson var fæddur og
uppalinn við hina erfiðu og brimasömu
suðurströnd íslands, og þekkti þvi kjör
og erfiðleika sjómannanna, eins og þau
geta erfiðust verið, en jafnframt kynnt-
ist bann þrautseigju þeirra og manndómi