Ægir - 01.11.1940, Side 5
Æ G I ft
231
dróg hann úr sviðvídd rannsókna sinna
og hneigðist þá hugur hans að hafinu.
Upp frá því var það seiðmagn hafsins,
sem átti hug hans meira en hálfan, því
að særinn varð honum sú uppspretta, er
hann jós af til rannsókna allt til loka-
dægurs.
Þótt rannsóknarstarf Bjarna Sæmunds-
sonar væri fyrst og fremst bundið við
dýralíf hafsins, var það þó margþætt í
reyndinni. Hann ferðaðist um allar ver-
stöðvar landsins og kynnti scr, eftir því
sem föng slóðu til á hverjum stað, veiði-
aðferðir, fiskimið og yfirleitt allt, sem
snerti útveg og vermennsku að fornu og
nýju. Á þennan hátt safnaði hann
ógrynni fróðleiks og heimilda, er varð
honum mjög notadrjúgt og lialdgott við
framhaldsrannsóknir hans. En Bjarni
hirti ekki aðeins um það eitt að fræðast
af islenzkum fiskimönnum, því að jöfn-
mn liöndum fræddi hann þá um veiga-
mikla hluti og reyndist óþreytandi i að
evða bábiljum og hindurvitnum. Þá gerði
haim sér mjög far um að kynnast flest-
um nýjungum á sviði fiskveiðanna hjá
öðrum þjóðum og virðist hafa verið mjög
giöggur að koma auga á það, er til nytja
niætti horfa með þjóð vorri. Á þennan
Uátt var hann fyrstur manna til að henda
a ýmislegt, er orðið liefir sjómönnum
vorum og sjávarútvegi til mikils gagns.
Barátta lians fyrir notkun þorskanetja
er landsmönnum kunn, og þá átti liann
ekki síður þátt i að hvetja íslendinga til
þess að veiða síld í reknet. Hann var einn
nieð þeim fyrstu til þess að henda út-
gerðarmönnum á að flytja ísaðan fisk
a erlendan markað, og manna fyrstur til
þess að koma auga á nauðsyn þess, að
nieta alla síld, sem seld er úr landi. Þegar
logaraútgerð liófst hér, árið 1905, reit
Ujarni langa grein um þá veiðiaðferð og
liversu slíka útgerð gæti orðið Islending-
Dr. Iljarni
Sæmunds-
son
um sextugt.
um gagnsöm. Hygg ég, að ýmislegt, er
liann setti þar fram skoðunum sínum til
stuðnings, hafi í þann mund verið skoðað
sem hágborin latína af mörgum, en nú
hýst ég við, að flestum fiuuist hann hafa
verið óvenju framsýnn og forsjáll i þeim
efnum.
Þannig er farið um ýmislegt, er Bjarni
var fyrstur liérlendra manna til þess að
koma auga á og kynna landsmönnum.
En slíkt er ekkert einsdæmi um Bjarna
Sæmundsson, því að flestir forvígismenn
vorir hafa orðið að kenna á því sama,
þótt tilfinnanlegast liafi það orðið þeim,
sem fremstir hafa farið og brotið ísinn.
Grunur minn er sá, að eins og ýmis-
legt af því, sem Bjarni hefir haft for-
ustu um og tekið var fálega í fyrstu
en siðar með feginshendi, að svo verði
um margt, sem enn má kalla i deiglunni,
en hann hefir gefið nokkurt hugboð um,
hvernig verða muni.
Árið 1903 hefst nýr þáttur í ævi Bjarna
Sæmundssonar, en þá hyrja hafrann-
sóknirnar við ísland. Sumarið 1902 skrif-
ar fiskikonsúll Danastjórnar, G. F. Dre-
chsel, Bjarna hréf og biður liann að gera
tillögur um, hvað sérstaklega mætti rann-