Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1940, Side 10

Ægir - 01.11.1940, Side 10
236 Æ G I R Einnig ritaði hann kennslubók í dýra- i’ræði fyrir gagnfræðaskóla (kaflinn um manninn liefir verið sérprentaður) og kennslubók í landafræði (kaflinn um Island sérprentaður) og loks „Sjó og loft“ fyrir lærdómsdeild Menntaskólans. Auk þess kom liann upp myndarlegu náttúrugripasafni fyrir Menntaskólann, og þótt aðrir Jegðu þar einnig iiönd á plóg- inn, er safnið að mestu leyti hans verk. Kennslustarfið eitt var ekki nægilegt viðfangsefni starfsþreki Bjarna Sæ- mundssonar. Hann tók þegar i byrjun til óspilltra málanna að rannsaka dýra- líf Islands i frístundum sínum. Fvrst ferðaðist hann um landið þvert og endi- langt, sumar el’tir sumar, aflaði gagn- gerðra upplýsinga um allt, er laut að veiðum landsmanna í sjó og vötnnm og vann um leið ótrautt að því að útrýma bábiljum, hleypidómum og hjátrú, en gefa almenningi þekkingu og skilning í staðinn. Snenima snérust rannsóknirnar að sjónum, og eftir að alþjóðaliafrann- sóknirnar bvrjuðu árið 1903, helgaði Bjarni viðfangsefnum sjávarins alla krafla sína, fyrst i frístundum frá kennslunni, en síðar öllum stundum, eftir að hann var leystur frá embætti 1923. Þau verkefni, sem Bjarni Sæmundsson tók nú til meðferðar, voru fvrst og fremst fiskifræðin, en auk þess rannsak- aði hann hveljudýr, liðorma og krabba- dýr og safnaði auk þess upplýsingum um fugla, en þó einkum selveiðar að fornu og nýju. Árangurinn af jjessu mikla starfi hefur komið fram á tvenn- an hátt: 1) Sem eign allra þjóða, þar sem er liinn visindalegi árangur, og 2) sem eign íslenzku þjóðarinnar, en þar er að ræða um hina víðtæku fræðslustarfsemi, er Bjarni hafði um hönd, auk kennslunnar. Hinn vísindalegi árangur, sem skap- aði Bjarna Sæmundssyni viðurkenningu og virðingu erlendra vísindamanna víða um lönd, kemur fram í mörgum ritgerð- um á ýmsum málum og skulu hér rétt nefndar þær helztu: Ein ritgerð um hitahreytingar í is- lenzkum höfum, í aðalriti alþjóða haf- rannsóknaráðsins. Þrjár ritgerðir i „Meddelelser fra Kommissionen for IIavundersögelser“, ein um merkingu á fiski liér við land, en hinar um aldursrannsóknir höfundar á ýmsum íslenzkum nytjafiskum, þar á meðal þorski og ýsu. Sautján ritgerðir í tímaritið „Viden- skabelige Meddelelser fra Dansk Natur- historisk Forening“. Þar er getið ýmissa nýjunga úr dýraríki íslands, lýst nýjum fiskitegundum og hafði höfundurinn fundið sumar þeirra o. s. frv. En tvær þær merkustu þessara ritgerða eru: Önn- ur um islenzka liðorma, en liin um ís- lenzkar smáhveljur. í þessum ritgerð- um kennir annars margra grasa, og er þar meðal annars mikið um fugla. Bók á dönsku um islenzka l'iska. (Oversigt over de islandske Fiske). Bit á ensku um íslenzka fiska (Synopsis of the Fishes of Iceland. Bil Vísindafélags Islendinga). Rit á ensku um íslenzk krabhadýr (Rit Vísindafélags Islendinga). Rit á frönslcu í rilsafninu: Faune Ich- thyologique de l’Atlantique nord. Bók á þýzku um íslenzkar fiskiveiðar (Die isláridisclie Seefisherei). Rit á ensku um islenzk spendýr (í rit- safninu: Zoology ol’ Iceland). Rit á dönsku um Þingvallavatn (í „Geografisk Tidsskrift). Að baki öllum þessum ritum, en þau eru flest visindalegs eðlis, lá feikna mikið starf, og við þetta starf

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.