Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1940, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1940, Blaðsíða 6
232 Æ G I R saka til gagns fyrir íslenzkar fiskveiðar. Gerði Bjarni ýtarlegar tillögnr um þetta mál og má af þeim marka, hve liann hefir þá liaft víðtækt yfirlit um, hvað íslenzkar fiskveiðar þörfnuðust lielzt að yrði rann- sakað. Með lcomu rannsóknarskipsins „Thor“ liingað til lands, er lagður grund- völlurinn að fiski- og hafrannsóknum við ísland. Bjarni átti veigamikinn þátt í að leggja þann grundvöll. Við upphaf þess- ara rannsókna kynntist Bjarni ungum vísindamanni dönskum, Johannes Schmidt, en liann varð síðar heimsfræg- ur fyrir rannsóknir sínar. Bjarni var samstarfsmaður Schmidt í „Thor“-leið- angrinum og þakkar lnmn Bjarna fyrst og fremst, hve ágætur árangur varð af þessum rannsóknum. Náið og ágætt sam- slarf hélzt alla tíð milli þessara vísinda- manna, enda tókst með þeim fölskvalaus vinátta, er entist meðan heggja naut við. (Schmidt andaðist 1933.) Upp frá þessu jukust rannsóknir Bjarna að mun. í sama mund og fundin var upp aðferð til þess að lesa aldur fiska eftir hreistri þeirra og kvörnum, hóf hann í allstórum stíl, þegar miðað er við aðstæður hans, rannsóknir i þeim efnum. Þá rannsakaði hann aldur, vöxl og lifn- aðarhætti þorsksins, ýsunnar, upsans og ýmsra fleiri fiska. Einnig rannsakaði hann merkingar á þorski og skarkola hér við land. Um allar þessar rannsóknir sínar ritaði hann visindaritgerðir á er- lend mál og hlaut fvrir þær lof og viður- kenningu þeirra manna, er hezl báru skvnhragð á slíka hluti. Meðal erlendra vísindamanna var Bjarni mikils metinn sem vísindamaður, er meðal annars má marka af ummælum próf. Ad. S. Jensen við Hafnarháskóla, en hann sagði ein- liverju sinni í fyrirlestri, er einhver stú- dentanna kannaðist elcki við Bjarna Sæ- mundsson: „Það er reyndar aðeins einn dýrafræðingur á íslandi, en liann er jafnmikils virði og tíu aðrir.“ Bjarni har rílca þakklætiskennd í hrjósti til allra þeirra, er á einn eða ann- an hátt höfðu stutt liaiin við rannsókn- arstörfin. Þeir urðu ærið margir og tók Bjarni tryggð og vináttu við ýmsa þeirra. Mér er sérstaklega minnisstætt með hve mikilli hlýju hann minntist eitt sinn allra þeirra, er verið liöfðu með honum á sjó við rannsóknir. Gilti þar jafnt um alla, hvort heldur þeir liöfðu verið með hon- um á smákænu innfjarða, togurum eða á rannsóknarskipunum „Thor“ og „Dana“. Virtist mér hugur Bjarna til þessara maniía vera svipaður og kemur fram i þessum orðum: „Bárur fluttu hát horða milli vonglöðum varinn vinum mínum.“ Eins og fyrr er gelið, lá Bjarni ekki á liði sínu með að vinna sjávarútveginum það gagn, er hann mátti. Beindist starf lians í þá átt með mörgu móti, og hygg ég að fáum blandist hugur um, að hann hafi á þann hátt unnið til ævarandi þakklætis íslenzkra fiskimanna og út- gerðarmanna. Ilann átti þátt í að Fiskifélag Islands var stofnað og var í stjórn ])ess svo að segja alla líð. Mun Fiskifélagið hafa átt fáa tryggari vini og stuðningsmenn en liann, enda veitti ])að honum þá mestu virðingu, er það ræður yfir, og gerði liann að heiðursfélaga sínum. Blaðinu „Ægi“ her sérstaklega skylda lil að minnast Bjarna Sæmundssonar, því að í ])að skrifaði hann fleiri greinar en í nokkurt annað hlað eða tímarit. Bjarni hóf að rita í „Ægi“ með afla- hragða annál sínum, er birtist í I. árg. hlaðsins, og síðan hafa hirzt þar eftir hann greinar á hverju ári, allt fram til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.