Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 44
38 Æ G I R ey og Flatey, sem eiga erfiðast ineð að koma fiskinum nýjum frá sér, a‘ð söltun fór fram. Annars staðar var saltfisk- verkunin minni og víðast mjög smávægi- leg. Minnstur var saltfiskaflinn í Austfirfi- ingafjórðungi. Nam liann alls um 116 smál., en var á fyrra ári um 724 smál. (sbr. töflu XXII)..Eins og í hinum fjórð- ungunum, voru hér margar veiðistöðv- ar, ])ar sem ekki var saltaður einn uggi fisks til útflutnings. Að Seyðisfirði und- anteknum var öll saltfiskverkunin i smærri og' afskekktari veiðistöðvunum, ])ar sem fiskkaupaskipin komu ekki nema endrum og eins. 7. Niðursuða sjávarafurða. Með fisksölusamningnum við Breta árið 1941 var niðursuðuiðnaðinum snið- inn mjög þröngur slakkur. Var ])á að- eins samið um sölu á þeim hirgðum, sem fyrir voru í landinu hinn 1. ág'. af þorsk-, steinl)íts- og reyktum síldarflökum, þorskhrognum fiskbollum, svo og þorsk- og' ýsuflök, sem soðin yrðu niður i þær umbúðir, sem til voru í landinu, er samningurinn var gerður. Það, sem framleitt var umfram þetta, varð því að selja á öðrum mörkuðum, og komu þá Randaríkin fvrst og fremst til greina. Þegar samningarnir voru gerðir við Bandaríkin um sölu á sjávarafurðum til Bretlands, var samið um verð á þorsk- og ýsuflökum, en um ákveðið magn var ekki samið að þessu sinni. En ekkert mun hafa verið selt lil Bret- lands af niðursoðnu fiskmeti, samkv. hinum nýja samningi. Ilafa því niðursuðuverksmiðjurnar aðallega orðið að treysta á sölu innan- lands og' svo markaðinn i Bandaríkjun- um. Mun meiri hlnti framleiðslunnar liafa verið seldur á innlendum markaði. Iiinar stærri niðursuðuverksmiðjur voru allar starfræktar meiri eða minni hluta úr árinu, og sumar allt árið. Aðalfisktegundirnar, sem soðnar voru niður eða lagðar í dósir, voru þorskur og' ýsa, sem nolaðar eru til framleiðslu á fiskbollum, og svo síld, sem tilreidd er á ýmsan liátt. Auk þess var soðið nið- ur allmikið af þorskhrognum. Um magn þess hráefnis, sem notað var til niðursuðu og framleiðsluna úr því, eru ekki fyrir hcndi svo nægilega örugg- ar heimildir að unnt sé að byggja á þeim, og verður því sleppt að greina frá því að ])essu sinni. 8, Sala og’ útflutning'ur sjávarafurða. A árinu 1941 voru í fvrsta skipti gerðir samningar um sölu á allri fiskfram- leiðslu landsmanna, til eins árs í senn. Gilti sá samningur til júníloka 1942. Voru samningar þessir gerðir við Breta. Hafa þeir verið ræddir svo ýtarlega, bæði hér í blaðinu og' víða annars staðar, að það er ástæðulaust að fara nánar út í þá að þessu sinni. A árinu 1942 voru svo gerðir nýir samningar um sölu á sjávarafurð- um. Voru þeir í ýmsu svipaðir hinum fvrri, en þó enn víðtækari. Gilda þeir sömuleiðis til eins árs, eða til júníloka 1943. Sú meginbreyting varð við liina síðari samninga, að nú var samið við Bandarikin, en áður höfðu Bretar verið samningsaðili. Afurðirnar fóru að vísu, eftir sem áður, að mestu til Bretlands, en greiðslur fvrir þær fengust í Banda- ríkjadollurum, og' fengu Bretar afurð- irnar á grundvelli láns- og leigulaganna. Var það vitanlega mjög mikils um vert að fá greiðslu fyrir afurðirnar í dollur- um, þar sem innflutningur til landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.