Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 16
10 . Æ G I R veiða. Eftir síldveiðarnar fjölgaði þeim svo nokkuð aftur. Lögðu þeir fisk sinn ýmist í fiskflutningaskip eða frystihús. — Fvrri hluta ársins, meðan á vetrarver- tíð stóð, var yfirgnæfandi meiri liluti l)át- anna á línnveiðnm, og urðu þeir flestir 218 í marzmánuði. Eftir vetrarvertíðina var tæplega um nokkra línuútgerð að ræða i fjórðungnum fyrr en kom fram undir lok ársins, en þá voru það aðai- lega hátar frá Vestmannaeyjum og Akra- nesi, sem línuveiðar stunduðu. Eins og á fyrra ári hófust dragnóta- veiðar þegar í byrjun vertiðar, og voru það bátar úr Vestmannaeyjum, sem byrj- uðu. Fór dragnótabátunum siðan fjölg- andi, er leið á vertíðina, en flestir urðu þeir þó eftir vertíðarlok, í júnímanuði. Er það svo að jafnaði. Landhelgin er opnuð fyrir dragnótaveiðum 1. júní, og allmargir bátar stunda einmitt þessar veiðar þá fvrsl á eftir, en fara síðan á sildveiðar, er þær hefjast. Enda fækkaði dragnótahátunum þegar nokkuð i júlí og hélt svo áfram að fækka jafnt og þétt út árið. Varð þróunin að því leyti ólik því, sem var á fyrra ári, en þá hélzt fjöldi dragnótabátanna svipaður um sumarið, en fækkaði svo um liaustið. Þátttaka i dragnótaveiðunum var yfirleitt allmiklu minni en á fvrra ári. Þegar flestir bátar voru gerðir út á dragnót, í júnímánuði, voru þeir flestir frá Vestmannaevjum, eða alls 51 af 90. Þar næst var svo Kefla- vík og Ytri-Njarðvík með 12 háta, en aðrar veiðistöðvar með minna. Nokkuð fleiri skip stunduðu síldveiðar um sumarið en árið áður, en sildveiðarn- ar stóðu nú styttri tima en oft áður. Rek- netjaveiði í Faxaflóa var minna stunduð að þessu sinni en á fvrra ári. Var ekki um ahnenna þátttöku að ræða, en fleslir urðu reknetjabátarnir 18, i mánuðunum seplemher og októher. Var bæði veitt ti! söllunar og frvstingar. Á fyrra ári urðu reknetjabátarnir flestir 47 í september, svo að munurinn var allmikill. ísfiskflutningar voru stundaðir af all- mörgum stærri vélskipum og svo linu- gufuskipum í fjórðungnum, einkurn með- an á vetrarvertíð stóð, enda auðveldast að fá fisk keyptan þá, hæði í Vestmanna- eyjum og á Snæfellsnesi, eftir að þaö svæði var gefið frjálst til fiskkaupa fyrir íslenzk skip, en það var um miðjan febr. Þegar leið á árið og seinni hluta árs- ins. fækkaði. þeim skipum óðum, sem ])essa útgerð stunduðu. Fóru nokkur þeirra á síldveiðar um sumarið, en önn- ur voru í seluliðsleigu. Gæl'tir á vetrarvertiðinni voru afar misjafnar. í Veslmannaeyjum voru ó- gæftir alla vertíðina, og kvað svo rammt að því, að varla kom sá dagur, að lalizl gæti gott sjóveður. Við Faxaflóa voru einnig yfirleitt slæmar gæftir lengi ver- tíðarinnar, en batnaði þó til muna seinni liluta aprílmánaðar, og voru eftir það á- gætar gæftir úl vertíðina. Þó munu gæftir á Akranesi hafa verið allsæmilegar alla vertíðina. í veiðistöðvunum norðan á Snæfellsnesi voru gæftir mjög stirðar á vertíðinrii. — Gefur róðrafjöldinn góða hugmynd um það, hvernig gæftirnar voru. — í Vestmannaeyjum mun meðal- fjöldi róðra l)afa orðið um 54, og er það 16 færri en á fvrra ári. — í Sandgerði var meðaltala róðra 60—65, en á fyrva ári um eða vfir 70. í Keflavík var með- altala róðra 62, en 78 á fvrra ári. — Á Akranesi var mesti róðrafjöldi 83, en 90 á fyrra ári. Vegna hins stirða veðurfars var víða lalsvert tjón á veiðarfærum. Um aflabrögð í fjórðungnum er svipað að segja og um gæftirnar, að þau voru ærið misjöfn. A báta frá Vestmannaeyj- um var aflafengurinn misjafn og yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.