Ægir - 01.01.1943, Page 16
10
. Æ G I R
veiða. Eftir síldveiðarnar fjölgaði þeim
svo nokkuð aftur. Lögðu þeir fisk sinn
ýmist í fiskflutningaskip eða frystihús.
— Fvrri hluta ársins, meðan á vetrarver-
tíð stóð, var yfirgnæfandi meiri liluti l)át-
anna á línnveiðnm, og urðu þeir flestir
218 í marzmánuði. Eftir vetrarvertíðina
var tæplega um nokkra línuútgerð að
ræða i fjórðungnum fyrr en kom fram
undir lok ársins, en þá voru það aðai-
lega hátar frá Vestmannaeyjum og Akra-
nesi, sem línuveiðar stunduðu.
Eins og á fyrra ári hófust dragnóta-
veiðar þegar í byrjun vertiðar, og voru
það bátar úr Vestmannaeyjum, sem byrj-
uðu. Fór dragnótabátunum siðan fjölg-
andi, er leið á vertíðina, en flestir urðu
þeir þó eftir vertíðarlok, í júnímanuði.
Er það svo að jafnaði. Landhelgin er
opnuð fyrir dragnótaveiðum 1. júní, og
allmargir bátar stunda einmitt þessar
veiðar þá fvrsl á eftir, en fara síðan á
sildveiðar, er þær hefjast. Enda fækkaði
dragnótahátunum þegar nokkuð i júlí
og hélt svo áfram að fækka jafnt og þétt
út árið. Varð þróunin að því leyti ólik
því, sem var á fyrra ári, en þá hélzt fjöldi
dragnótabátanna svipaður um sumarið,
en fækkaði svo um liaustið. Þátttaka i
dragnótaveiðunum var yfirleitt allmiklu
minni en á fvrra ári. Þegar flestir bátar
voru gerðir út á dragnót, í júnímánuði,
voru þeir flestir frá Vestmannaevjum,
eða alls 51 af 90. Þar næst var svo Kefla-
vík og Ytri-Njarðvík með 12 háta, en
aðrar veiðistöðvar með minna.
Nokkuð fleiri skip stunduðu síldveiðar
um sumarið en árið áður, en sildveiðarn-
ar stóðu nú styttri tima en oft áður. Rek-
netjaveiði í Faxaflóa var minna stunduð
að þessu sinni en á fvrra ári. Var ekki
um ahnenna þátttöku að ræða, en fleslir
urðu reknetjabátarnir 18, i mánuðunum
seplemher og októher. Var bæði veitt ti!
söllunar og frvstingar. Á fyrra ári urðu
reknetjabátarnir flestir 47 í september,
svo að munurinn var allmikill.
ísfiskflutningar voru stundaðir af all-
mörgum stærri vélskipum og svo linu-
gufuskipum í fjórðungnum, einkurn með-
an á vetrarvertíð stóð, enda auðveldast
að fá fisk keyptan þá, hæði í Vestmanna-
eyjum og á Snæfellsnesi, eftir að þaö
svæði var gefið frjálst til fiskkaupa fyrir
íslenzk skip, en það var um miðjan febr.
Þegar leið á árið og seinni hluta árs-
ins. fækkaði. þeim skipum óðum, sem
])essa útgerð stunduðu. Fóru nokkur
þeirra á síldveiðar um sumarið, en önn-
ur voru í seluliðsleigu.
Gæl'tir á vetrarvertiðinni voru afar
misjafnar. í Veslmannaeyjum voru ó-
gæftir alla vertíðina, og kvað svo rammt
að því, að varla kom sá dagur, að lalizl
gæti gott sjóveður. Við Faxaflóa voru
einnig yfirleitt slæmar gæftir lengi ver-
tíðarinnar, en batnaði þó til muna seinni
liluta aprílmánaðar, og voru eftir það á-
gætar gæftir úl vertíðina. Þó munu gæftir
á Akranesi hafa verið allsæmilegar alla
vertíðina. í veiðistöðvunum norðan á
Snæfellsnesi voru gæftir mjög stirðar á
vertíðinrii. — Gefur róðrafjöldinn góða
hugmynd um það, hvernig gæftirnar
voru. — í Vestmannaeyjum mun meðal-
fjöldi róðra l)afa orðið um 54, og er það
16 færri en á fvrra ári. — í Sandgerði
var meðaltala róðra 60—65, en á fyrva
ári um eða vfir 70. í Keflavík var með-
altala róðra 62, en 78 á fvrra ári. — Á
Akranesi var mesti róðrafjöldi 83, en 90
á fyrra ári.
Vegna hins stirða veðurfars var víða
lalsvert tjón á veiðarfærum.
Um aflabrögð í fjórðungnum er svipað
að segja og um gæftirnar, að þau voru
ærið misjöfn. A báta frá Vestmannaeyj-
um var aflafengurinn misjafn og yfir-