Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1943, Page 3

Ægir - 01.02.1943, Page 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 36. árg. Reykjavík — febrúar 1943 Nr. 2 r Slysasjóður Islands. Manngjöld íslendinga til Ægis kon- ungs eru tið og mikil. Þeim má jafna að tiltölu við fórnir stórþjóða á styrjaldar- tímum. ísl. þjóðin fær eigi sjálf dregið úr þessum manngjöldum nema með auknu öryggi og' slysavörnum. Að jafnaði markar hin óblíða og villta náttúra þjóð vorri bás í þessum efnum. Hrammur bennar getur á augabragði og hvenær sem er bögg\úð stór skörð í raðir sjó- mannanna, án þess að nokkur fái við ráðið. Oss er skylt að standa vakandi gegnt þessari staðreynd. Enginn fær gert sér ljóst, hvilíkar undir blæða, þegar synir og feður þessa lands falla albeilir og á bezta aldri. Manntjónsbálkur íslendinga er stór og þar eiga sjóslysin sinn stærsta þátt. Oft liafa heimilin verið mörg, sein á sömu stundu hafa orðið forsjárlaus; eftir liafa staðið konur, börn og' mæður, vonlausar á framtiðina, öryggi sitt og' sinna. A slíkum stundum liafa Islendingar oft sýnt örlæti sitt og' böfðinglund. Er skemmst að minnast þess bróðurliugs, sem aðdáanlega hefur komið í ljós í sambandi við Þormóðsslysið. En slíkir strengir í brjóstum fjöldans bifast jafn- an tíðast, er stórslysin bera að höndum. Hversu oft ferst ekki smábátur, opinn eða þiljaður, án þess að aðstandendum þeirra, sem eftir lifa, sé sýndur sæmandi samúðarvottur i forsjárleysi þeirra og erfiðleikum. Væri það að ófyrirsynju, að ísl. þjóðin, sem jafnan á högg Ægis yfir liöfði sér, myndaði sjóð, sem liefði það blutverk, að draga úr áhyggjum og öryggislej'si þeirra, er fyrirvinnu sína missa í sjóinn. Sjóð þennan má liugsa sér myndaðan með frjálsum framlögum einstaklinga, og einn dagur á ári væri sérstaklega noiaður í fjársöfnunarskyni fyrir liann, auk þess sem minnt væri rækilega á bann í bvert sinn og' sjóslvs bæri að liöndum, og þá safnað fé til bans. Margt fleira g'elur og' komið til greina i sam- bandi við söfnun tekna fyrir sjóðinn, þótt eigi sé bér rakið. Hlutverk sjóðsins væri að sýna þeim, sem fyrirvinnu sína missa i sjóinn, vott samúðar og' bróðurbugs í verki. Að svo komnu máli hirði ég ei um að ræða sérstakar hliðar þessa máls. En mér virðist þessi hugmynd þess eðlis, að bún ælti að geta sameinað þjóðina í að vera slöðugt vakandi i að styðja það fólk, er forsjármenn sína missir i bina votu gi’öf. Þótt greinargerð mín fyrir þessari lmgmynd sé stutt, vona ég þó, að menn fái áttað sig á bvað bér er um að ræða. L. K.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.