Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1943, Qupperneq 11

Ægir - 01.02.1943, Qupperneq 11
Æ G I R 57 r Asgeir Pétursson útgerðarmaður. Þann 5. desember síðastl. andaðist As- geir Pétursson útgerðarmaður. Með Asgeiri er genginn einn stórbrotn- asti og mikilhæfasti athafnamaður ])essa lands. Asgeir var fæddur 30. marz 1875 og ólst upp i Miðvík í Suður-Þingeyjarsýslu. Barnungur missti hann föður sinn. í uppvextinum bjó hann við fátækt og þröngar ytri aðstæður. Hann varð snemma bókelskur, en fékk eigi sinnt þeirri löngun sinni að ráði í æsku, og lil náms komst liann eigi fvrr en um tví- lugt, en þá fór hann á húnaðarskólann á Hólum. Eig'i er líklegt, að hugur hans hafi stefnt að búskap, þótt hann veldi sér þennan skóla, enda lá starf hans jafnan á öðrum vettvangi. Þegar liann var 22 ára, réðist liann í að fara fil Kaupmannahafnar og stunda þar nám í verzlunarskóla. Þessir fvrstu áfangar hans sýndu, að liann skorti livork þor né manndóm til þess að rvðja sér braut til athafna. Um aldamótin gerðist liann félagi Kol- i)eins Árnasonar kaupmanns á Akureyri og stunduðu þeir verzlun saman um liríð. Um þetta leyti kynntist Ásgeir fyrst síldveiðum, því að lásaveiði var þá allmikil á ÁkurejTarpolli. Hann mun skjótt hafa komið auga á, að þar var vettvangur, sem hafast mátti nokkuð að á, og svo fór, að þar varð ríki lians. Sennilega hefur enginn íslendingur haft meiri trú á gildi sildarútvegs fvrir fram- tíð þjóðarinnar en Ásgeir Pétursson. Þegar hanii sleit félagsskap sínum við Kolbein, bvrjaði hann þegar sjálfstaíða verzlun og útgerð. Skipum sínum fjölg- aði hann slöðugt og lét þau jöfnurn liöndum stunda síld- og' þorskveiðar. Eftir tiltölulega skanima hríð stóðu rætur hans víða, því að hann gerði floía sinn út frá þrem stöðum norðanlands, úr Faxaflóa á vetrarvertíð, og enn lengra seildist liann, því að um tíma gerði liann úl síldveiðiskip við Noreg. Um þessar mundir munu skip lians liafa verið yfir 20. Revndar átti hann þau eigi einn, því að margir skipstjórar hans voru félags- menn lians. Slíkt taldi liann affarasælt og heppileg't. A þessum árum var Ásgeir eigi kyrr- Skipið Þormóður var smíðað í Loxves- toft árið 1919 og var úr eik. Árið 1941 var sett i það 240 hestafla Lister-Diesel- vél svo og nýjar hjálparvélar. Eigandi skipsins var Fiskveiðafél. Njáll á Bildu- dal. Maður ferst á Hornafirði. Þann 26. febrúar síðastl. vildi til það slys á Hornafirði, að Sigurð Árnason, sjómann á vélbátnum Ásu, tók út og drukknaði. Kom brotsjór á bátinn, or hann var við veiðar, og hrökk Sigurður úíbyrðis. Þótt liann væri vel syndur, náðist hann ekki, enda var vont veður. Sigurður var 26 ára gamall. Lík Iians rak nokkru síðar. Maður drukknar á ísafirði. Síðast í febrúar drukknaði Stefán Finnbogason vélstjóri ó ísafirði. Fannst lik hans i bátahöfninni. Er ætlað, að Iiann hafi fallið í sjóinn, er hann að næturlagi var á leið í land úr bát á bátahöfninni.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.