Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1943, Síða 15

Ægir - 01.02.1943, Síða 15
Æ G I R 61 almennrar sanikeppni uin botnvörpuskip fram- tiðarinnar. Er olliim íslenzkum þegnum boðin þátttaka í þessari sainkeppni og heitið þrenn- um verðlaunum 1. verðlaun kr. 10 000, 2. verð- iaun kr. 7 500 og 3. verðlaun kr. 5 000. Frestur til að skila teikningum og tillögum er til 1. október 1943. Oskað er tillagna um rúmskipan, vistarver- ur, öryggisútbúnað, véla- og' tækjaútbúnað og fyrirkomulag í botnvörpuskipi, sem er frá 400—000 rúmlestir að stærð (bruttó) og er ællað til fiskveiða við ísland. — Úrlausnir verða lagðar fyrir fimm manna dómnefnd, sem skipuð verður eftirfarandi aðilum: Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, Skipstjóra- og stýrimannafél. Ægir, Vélstjórafélagi íslands, Sjómannafél. Reykjavikur og Samtryggingu isJ. botnvörpunga. Aðslfundur Sjómannadagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði var lialdinn sunnu- daginn 21. febrúar síðastl. A fundinum voru lagðir fram endurskoð- aðir reikningar Sjómannadagsins fyrir siðastl. starfsár. Tekjuafgangur af síðasta sjómanna- degi nam kr. 25 311. Eignir sjómaiinadagsins' nema nú kr. 54 928, og er þar af í reiðu fé kr. 39 064. —- Gjafir og samskot til hins fyrirhug- aða dvalarheimilis sjómanna, mótteknar af Birni Ólafs gjaldkera fjársöfnunarnefndar, nema nú alls 214 þús. krónur, og af þvi hefur 210 þús. krónum verið komið fyrir í hag- kvremum bankaverðbréfum, samkvremt ákvörð- un Sjómannadagsráðsins. •' Sjómannadagsráðinu eru nú 12 félög sjó- manna í Reykjavik og Hafnarfirði. Eitt félag bættist við á árinu, Skipstjóra- og stýrimanna- ielogið Grótta. Aðalstjórn Sjómannadagsráðs- ins skipa: Henry Hálfdánarson formaður, Bjarni Stefánsson gjaldkeri og Sveinn Sveins- son ritari. Stríðsslysabætur vegna áhafnarinnar á „Sviða“. Eins og mönnuin er enn í fersku minni, fórsl togarinn Sviði í byrjun desember 1941, ei: hann var á heimleið af veiðurn frá Vestur- iandi. Með honunx fórust 25 menn, 15 kvæntir og létu eftir sig 43 börn, þrír unnu fyrir for- eldrum sinum og einn sá fyrir móður og 4 ungum systkinum. Nýlega hefur verið kveðinn upp dómur i Sjó- og' verzlunarrétti Reykjavíkur í máli, er reis út af því, hvort greiða skyldi stríðsslysa- bætur vegna þeirra, er fórust með „Sviða“. — Tryggingarfélagið taldi sér ekki skylt að greiða bæturnar, og færði franx þau rök, að togarinn íxiyndi ekki liafa farizt af ófriðar- ástæðum. Sjó- og verzlunarréttur Reykjavíkur lcit svo á, með tilliti til veðurs og annarra að- stæðna, er slysið varð, að skipið hafi farizt af styrjaldarástæðum. Voru þvi aðstandendum dremdar fullar stíðsslysabætur, eða 21 000 kr. dánarbætur og 21 000 kr. lífeyrir. Flóabátur fyrir Norðlendinga. Mikill áhugi ríkir nú norðanlands fyrir því að fá nægilega stóran fjarðabát til þess að ann- ast samgöngur og flutninga milli Akureyrar, Siglufjarðar og Sauðárkróks. íbúar þeirra hér- aða, senx hér eiga hlut að máli, eru um % hluti þjóðarinnar, og er talið líklegt að flutn- ingaþörfin sé svo mikil, að 80—100 rúml. flóabátur geti borið sig. — Fyrri hluta febrúar komu til Rvíkur fulltrúar að norðan, til þess að eiga viðræður um þessi mál við sjávarút- vegsnefndir Alþingis og þingmenn héraðanna. Árangurinn af þessum viðræðum var rökstutt álit, er sent var bæjarstjórnum og sýslunefnd- um viðkomandi héraða. Þar er lagt til að stofn- að verði hlutafélag til kaupa á hraðskreiðunx báti, sem annast gæti fólks- og vöruflutninga milli hafna frá Akureyri til Sauðái’króks, og er stungið upp á því í álitinu, að bæjarfélög Akureyrar og' Siglufjarðar, og Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslur legðu fram 50 þús. kr. hvert sem stofnfé. Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA á Akur- eyri, er haldinn var um miðjan febrúar, var samþykkt, að Mjólkursamlagið legði franx 20 þús. krónur til kaupa á hlutabréfum í væntan- legu flóabátafélagi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.