Ægir - 01.02.1943, Blaðsíða 6
52
Æ G I R
Runólfur hefur gegnt ýmsum opinber-
um störfum og þar sem annars staðar
notið óskoraðs trausts. Sjómannastétt-
inni'unnir liann af alhug og er jafnan
boðinn og búinn að ljá lienni lið í stóvu
og smáu. Hann liafði forgöngu um stofn-
un slvsavarnardeildár í sveit sinni og
hefur hann jafnan verið lifið og sálin í
þeim félagsskap.
Hér verður eigi rakin saga Runólfs, en
eigi mun það ofmælt, að þjóð vor væri
ekki báglega á vegi stödd, ef liún ætíi
hans jafningja i liverju rúmi.
Ægir þakkar Runólfi vinarbragð og
sendir honum hér með árnaðarkveðjur.
Botnvörpuveiðar
og íiskmergð.
Mr. E. S. Uussel, forstjóri fiskirannsókna-
slofu landbúnaðar- og fiskveiðaráðuneytisins,
hélt nýlega fyrirlestur i Konunglega Listvina-
félaginu i London (Royal Society of Arts) um
botnvörpuveiðar og fiskimergð („Trawling
and the stocks of fish“). Mr. R. S. Hudson,
landbúnaðar og fiskveiðaráðherra, var fundar-
stjóri, en viðstaddir voru ýmsir menn, sem
standa framarlega í útgerðarmálum, bæði úr
hópi embættismanna og útgerðarmanna.
Einnig voru þarna fulltrúar frá Norðmönnum
og íslendingum og öðrum framandi þjóðum,
1 er sérstakan áhuga hafa fyrir botnvörpu-
veiðum.
Dr. Russel rakti sögu botnvörpuveiðanna
frá upphafi, og sýndi með tölum og' linurit-
um fram á áhrif þeirra á fiskmergðina. Verða
þessar tölur, sem íslenzkir fræðimenn munu
hafa aðgang að á annan liátt, ekki raktar hér,
en aðeins bent á eitt alriði, sem fyrirlesarinn
lag'ði sérstaka áherzlu á: live fiskmergðin
jókst, eftir að miðin höfðu fengið hvíld í
siðasta ófriði. Dr. Russel kvað nú svo komið.
einkum i Norðursjó og jafnvel að nokkru á ís-
landsmiðum, að aukin og bætl veiðitæki
þýddu ekki aukinn afla, heldur þvert á móti,
vegna þess að gengið væri á stofninn og fisk-
urinn veiddur of ungur.
Eftir ófriðinn mætti ganga út frá því vísu,
að fiskmergðin hefði aukizt aftur, og nú væri
að vara sig á því að lenda í sömu villunni og
siðust. Það yrði að g'era ráðstafanir til þess að
vernda stofninn. Fyrir ófriðinn liafi fyrstu
sporin verið stigin um möskvastærð, og al-
þjóðasamþykkt verið gerð um það atriði.
I’etta væri nauðsynlegt, og' rétt að ganga
lengra á þeirri braut, en það þyrfti að gera
írekari ráðstafanir um takmarkanir á veið-
unum.
Mr. Hudson skýrði frá því að þetta mát
væri til athugunar hjá brezku stjórninni, og
hefðu viðræður farið fram milli hennar og
þeirra Bandamannastjórna, sem hlut ættu að
máJi, um nvjar og straugari samþykktir.
Nokkrar umræður fóru fram á eftir, þar
sem ýmsir útgerðarmenn tóku til máls, m. a.
Mr. F. Parkes, Irá Boston Deep Sea, sem ýinsir
íslcndingar þekkja. Var lekið vel í ræðu Dr.
Russel’s og' frá útgerðarmanna hálfu einkum
bcnt á nauðsyn þess að ganga fast eftir því
að útlendingar hlýddu ákvæðunum um
möskvastærð, á sama liátt og' það væri heimt-
að af Bretum. (Samkvæmt upplýsingum frá
utanrikismálaráðuneytinu).
Kanadamenn
anka fiskiskipastólinn.
Kanadiska stjórnin befur nýlega ákveðið, að
fiskiskipastóllinn verði aukinn til muna. Mörg
af hinum eldri fiskiskipum hafa verið tekin i
þjónustu hersins, en þar sem ákveðið er, að
auka fiskframleiðslu landsins, verður það ekki
unnt nema auka mjög' nýbyggingar fiskiskipa.
Skip þessi verða af ýjnsum stærðum og gerðum.
enda er þeim ætlað að stunda ýmis konar veiði.
bæði við Kyrraliafs- og Atlantshafsströndina.
Gert er ráð fyrir, að einstaklingar láti smíða
flest þessi skip, enda styðji rikisstjórnin þá með
beinum styrkjum. Þeir, sem eigi hafa efni á að
koma sér upp skipum af eigin rammleik, þótt
þeir séu styrktir, eiga kost á að fá hagkvæm
lán. A styrkurinn að nema mismuninum á verði
skipa nú og fyrir stríð. — Ríkisstjórnin ætlar
að sjá um úlvegun á öllu þvi efni, sem þarf til
þessara skipabygginga.
a