Ægir - 01.02.1943, Blaðsíða 5
Æ G I R
51
hann að rannsakast áður en hann tekur
við starfi sinu. Enn freniur ætti skip-
stjóri, í samráði við lækni skipslíafnar-
innar, að sjá um, að hver sá, er veikzt
hefði um horð með þeim einkennum, cr
hent gætu á herklaveiki, yrði rannsakað-
ur þegar í stað, er í land kæmi. Má telja
náíega öruggt, að smitandi berklaveikir
sjúklingar mundu eigi geta dvalizt lang-
vistum um horð í skipum, ef slíkum
reglum væri fylgt.
Samkvæmt 15. gr. berklavarnarlag-
anna frá 1939 er heimilt að setja reglur
eða reglugerð um varnir gegn útljreiðsiu
berklaveiki meðal skipshafna á hvers
konar farþega-, flutninga- og fiskiskip-
um iiér á landi. Ástæðan fyrir því, að
slík reglug'erð hefur eigi verið sett enu,
er sú, að mjög erfitt hefur oft verið að
framkvæma þessar rannsóknir, eins og
að framan getur, og þá eigi sízt hér i
Reykjavík. Berklavarnarstöðin er störf-
um hlaðin alla virka daga, en togarar
og önnur fiskiskip koma óreglulega inn
og staðnæmast oft aðeins slutla stund.
Stendur þá oft þannig á, að ómögulegt er
að taka skipshöfnina til rannsóknar á
þeim tima, sem um er að ræða.
Til að ráða bót á þessu hefur verið
reynt að útvega ný röntgentæki, sem eru
niiklu fljótvirkari en áður hefur þekkzt,
svo nefnd smámyndatæki. Er með þeim
tekin smámynd af hverjum þeim, sem
rannsakaður er, og myndirnar síðan at-
hugaðar mjög nákvæmlega. Má á þenn-
an hátt rannsaka 50—100 manns á
klukkustund.
Það hefur tekið langan tíma og verið
miklum erfiðleikum l)undið að útvega
þessi tæki nú, aðallega vegna ófriðarins.
Mestur hluti þeirra er þó kominn til
landsins. Verða þau væntanlega sett upi)
og prófuð nú á næstunni. Rejmist þau vel
mun notkun þeirra auðvelda mjög hóp-
og heildarrannsóknir á þeim stað, er þau
verða starfrækt.
Má því vænta þess, að á næstu árum
takast að framkvæma berklarannsóknir
me'ðal íslenzku sjómannastéttarinnar i
stærri stíl og' skipulegar en tíðkazt hefur
fram til þessa.
Sjötugur:
Runólfur Jónatansson.
Þann 2. janúar síðastl. varð Runólfur
Jónatansson i Grafarnesi í Grundarfirði
sjötugur.
Runólfur er enn sprækur og livatur og'
lætur lítt á sjá aldurinn. — Hann er
cinn af þeim mönnum, sem jafnan liefur
verið reiðuhúinn lil þess að ljá stuðning
sinn hverju þarflegu málefni, og eigi
Iiefur á skort fjörið né fastatökin eftir
því sem hann hefur mált sín. Runólfur
er maður heill og traustur að hverju
sem hann gengur, ómyrkur í máli um
skoðanir sínar og lætur eigi um þokast
svo lengi sem hann veit málstað sinn
tvimælalausan. Samvizkusemi hans og
trúmennsku er við brugðlð af þeim, cr
til þekkja.
Runólfur
Jónatansson.