Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 13
Æ G I R 75 fíæzlan, tryggingaraál sjómanna, skipatrygg- ingar og slysavarnamál. Eftir að Slysa- varnafélagið var stofnað 1930, að frum- kvæði Fiskiþings, hefur Fiskiþing að miklu losnað við slysavarnamálin. — Ég minn- ist þess nú, að Otto Arnar kom á fund okkar í björgunarmálanefnd 1926 og skýrði þar frá tilraunum, sem hann kvaðst ætla að gera til að tala við fiskibátana úr „Víð- varpsstöð“, orðið „Útvarp“ kom síðar. -— Og hað um styrk til að selja víðvarpstæki í fjóra fiskibáta, sinn í hverjum landsfjórð- ungi. — Fjárveiting sú var heimiluð af Fiskiþingi, en var aklrei notuð. — Þurfti víst ekki. Lagabreytingamálið var og afarlengi að þvælast i Fiskiþinginu, og ákaflega mikl- um tíma hefur verið eytt í það þar. Okkur fjórðungsfulltriiunum þóttu ReykjavíkurfuIItrúarnir þverir og fast- heldnir á sérréttindi aðaideildarinnar (Reykjavíkurdeildar) og var um það mikill veipdráttur. Þá stóð og húsbyggingarmál félagsins lengi í Fiskiþinginu, sýndist þar oft sitt hverjum, bæði hvar ætti að bvggja, stærð hiissins o. s. frv. — Nokkrir vildu alls ekki, að Fiskiþingið tæki sjóð sinn i húsbygg- ingu. — Var það óefað festu og dugnaði forseta (Kristjáns Rergssonar) að þakka, að málið leystist á ákjósanlegasta hátt. Húsið var byggt á heppilegum tíma, og' svo ódýrt, að furðu sætti. — Líklega er ómögu- legl nú að koma upp allra smæsta einbýlis- húsi fyrir þáverandi verð þess. Nokkrir styrkir voru veittir til hinna og þessara framkvæmda áður fyrr eins og Ijárhagsáætlun Fiskiþings sýnir, en ekki voru þeir alltaf notaðir. Skilvrðum ekki fullnægt. Ég minnist þess, að ég fékk 1926 1500 kr. Hyrk til að kvnna mér harðfiskverkun °8 ýmislegt er við kom fiskveiðum og hjörgunarmálum i Noregi. Fór ég til Nor- eíís í.lok apríl og komst alla leið norður nð Vardö, og koiii i flest fiskveiðipláss á þeirri leið. Skýrslu um þetta mun að finna ‘ desemberblaði Ægis 1926. Ekki veit ég', hvort nokkur verulegur árangur hefur hlotizt af þessari reisu. — Ég skemmti mér prýðilega og varð margs vísari. — En jiegar harðfiskverkunin var tekin upp á vegum Fiskimálanefndar skömmu síðar, gat ég rætt um þessi mál af dálitlu viti. — Ekki vara dýrara að ferðast þá en svo, að mér entust þessar 1500 krónur í sex vikna ferðalag. Ekki hafa menn farið varhluta af deil- um á Fiskiþingi frekar en á öðrum svipuð- um samkomum. Enda bæri það vott um al- vöruleysi, að minni hyggju, ef ekki yrðu skiptar skoðanir þar um ýms mál, og þá deila menn oft af kappi. — Stundum liefur ]ió rifrildið gengið úr hófi, lengt þingset- una óhæfilega, og máske sundrað fulltrú- um um of í ýmsum máluin. En þegar frá líður, hygg ég flestir eða allir geti tekið undir með Stephani G„ þar sem hann segir: „Á allt, sem áttum sundurleitt og saman, er sætzt og þakkað alvöruna og gaman.“ Telur þú, að ástæða sc til að brcyta starfsemi Fiskifélagsins frá þvi scm nú cr, ag þá að hvaða legti? Eg veit ekki hvort breyta þarf um starf- semi Fiskifélagsins. — Það má máske vera í svipuðu formi, og vitanlega að færa út kvíarnar. En mér dylst ekki, að enn ])á þarf að breyta til uiu skipan eða tilhögun kosn- inga til Fiskiþings. Ég er nú orðinn meira en þreyttur á lagabreytingastappi Fiskifélagsins og býst varla við að taka þátt í því þjarki meir. Við Ól. B. Björnsson komuin fyrir fáum árum með tillögu um að fiskideildirnar skyldu standa saíhan af tveimur aðiljum aðeins; Einum manni af hvrejum fiskibát, og eiganda bátsins öðrum. Hugsun okkar var að binda á þenna hátt alla fiskibáteig- endur annars vegar og fulltrúa sjómanna hins vegar í deildirnar og skapa þannig fullkomið jafnrétti í þessum efnum. Þessi uppástunga mætti miklum andblæstri og megnum misskilningi víða, og fer ég ekki út í þær sakir hér. En síðar var þó lögfest

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.