Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 20
82
Æ G I R
Thor Iversen:
Síldveiái með botnvörpu.
Norðmenn bijrjuðu fyrst siðastl. sumar að veiða sild i botnvörpn.
Veiðar þessar stundnðu þeir i Norðursjó, eða á sömu slóðum og Svíar og
Danir, Þjóðverjar og Hollendingar. Hvort þeir gera tilraunir með að veiða
sild í botnvörpu við Noregsstrendur, er óráðið enn, en þeir láta vel af
þeirri reynslu, sem þeir fengu af þessum veiðum siðasll. sumar. — Thor
Iverscn fiskerikonsulent rilaði grein i „Fiskets Gang“ 1. des. siðastl., er
hann nefnir „Sildveiði i botnvörpu“. Birtist hún hér á eftir, nokkuð stgtt
og i lauslegri þýðingu. - Sild sú, scm veidd er i botnvörpu á Fladengund.
er sögð svipuð islenzku sildinni að gæðum.
Fyrrum veiddu ínenn sild og makríl ein-
göngu í net og stauranætur. Nú er síld
einnig veidd í botnvörpu, þótt það veiðar-
l'æri væri í öndverðu gert með það fyrir
augum að veiða í það kola, þorskfiska og
aðra botnfiska. — Fjörtíu áf eru nú liðin
síðan byrjað var á að veiða sild í botn-
vörpu.
Ástæðan til þess, að menn fóru að íhuga,
bvort eigi mætti takasta að veiða síld að
ráði í botnvörpu, var sú, að það bar stund-
um við, að í vörpuna fékkst nokkuð af síld
ásamt öðrum fiski. Árið 1906 gerðu nokkrir
enskir gufutogarar tilraun með að veiða
eingöngu sild í botnvörpu. Reyndu þeir
fyrst í Irska bafinu og á fiskislóðum norð-
ur af írlandi, en síðar, eða 1909, byrjuðu
þessi skip einnig að veiða síld í botnvörpú
í Norðursjónum.
Franskir gufutogarar, sem hófu makríl-
veiðar með botnvörpu í Ermasundi fyrir
og um síðustu aldamót, byrjuðu einnig síld-
veioar í Norðursjó uni likt leyti og Eng-
lendingar, og i kjötfar þeirra komu Þjóð-
verjar.
Fram til 1913 voru engar breytingar
gerðar á botnvörpunni, þótt hún væri not-
uð til síldveiða, en einmitt það ár var
vörpupokinn gerður léttari en áður hafði
verið, því komið liafði i ljós, að það hent-
aði helur við síldveiðar. Árið 1921 voru
gerðar enn veigameiri breytingar á síldar-
vörpunni, og voru það einkum Þjóðverjar,
sem þær gerðu, en þeir hafa frá þeim tíma
veitta allra þjóða mest af síld í botnvörpu
i Norðursjó. Frá því um aldamót liafa
Þjóðverjar tífaldað ársveiði sína af sild í
Norðursjó, og er talið, að síldarvarpan eigi
mestan þátt í þeirri aukningu. Árið 1937
veiddu Þjóðverjar 170 þús. smál. af sild í
hotnvörpu. Afli þessi fékkst árið uin kring,
en þó lang mest á tímabilinu júli—nóvem-
ber, eða 97fé. Fer þetta saman við upplýs-
ingar Hollendinga, en síldveiði í botnvörpu
var allt að því jafn mikilvæg fyrir þá og
Þjóðverja. Hvort sama hefur orðið upp á
teningnum hjá Frökkuin og Bretum veit ég'
ekki, því að frá þeiin vantar upplýsingar
i þessuin efnum.
Veiðar þessar voru stundaðar á mörgum
svæðum í Norðursjó, en þö voru það eink-
um þrjú svæði, sem mest veiddist á. Fiski-
sælustu miðin eru „Fladengrund“, en það
er á 58. og 59. breiddargráðu vestur af