Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 21
Æ G I R
83
Stavanger og 0° og 1° austlægrar lengdar.
Annað fiskisvæðið er einnig fyrir norðan
Döggerbank og takmarkast af 55. og 56.
lireiddargráðu og 1° og 2%° austlægrar
*engdar. Þriðja svæðið er milli Dogger-
)>ank og Englandsstrandar.
A Fladengrund er 75—80 faðma dýpi, en
1 námunda við það og i kringum það er
nokkru grynnra. Botninn er sléttur og því
ee auðvelt að veiða þar með botnvörpu. .4
hinuni tveim svæðunum, sem síld er aðal-
*e8;i veidd í vörpu, er minna dýpi, víðast
■10—50 faðmar, og sums staðar enn
Srynnra.
Síldveiði í botnvörpu er eingöngu stund-
nð að deginum til, því að þá leitar siídin
M botns, þar sem dýpi er ekki mjög mikið,
en hins vegar er reknetjaveiði, eins og
knnnugt er, eingöngu stunduð á nóttinni.
Síld sú, sem lieldur sig á grynningum i
Á’orðursjónuin, er ekki öll af sama stofni,
l)ví að þar veiðist í senn sumargotsíld,
haustgotsíld og voi’gotsild. Með tilliti til
solu á síldinni hefur þetta nokkur áhrif,
enda hafa Hollendingar það Iag á, en þeir
salta síldina alla um borð, að flokka bana
nakvæmlega eftir fyrrgreindum tegundum.
Á þeim tíma árs, sem sildin er veidd í Norð-
nrsjónum, er hún full af átu, og er hún þvi
kverkuð og magadregin áður en hún er
söltuð.
Hér að framan hefur aðeins verið getið
l|nx síldveiði í botnvörpu í Norðursjó, en
*'ún er víðar veidd í þetta veiðarfæri, t. d.
nota sænskir fiskimenn á vesturströndinni
niikið botnvörpu til síldveiða.
Sviar byrjuðu að afla þorskfisk og flal-
*>sk í botnvörpu árið 1901, en þá eignuðust
þeir fyrsta gufutogarann. Fimm árum síðar
þyrjuðu þeir að stunda botnvörpuveiðar á
'élbátum. Það bar ekki ósjaldan við, að
l)eir fengju nokkuð af síld í vörpuna ásamt
þorskfiski og leiddi það til þess, að nokkrir
s*nskir vélbátar reyndu síldveiðar með
kotnvörpu veturinn 1907—1908. Lánaðist
l)að sæmilega, en þó voru þessar veiðar
°kki stundaðar almennt fyrr en eftir 1920.
^íðan hafa Sviar veitt inest af sinni síld i
botnvörpu. Árið 1939 varð síldarafli þeirra
í þetta veiðarfæri 34 000 smálestir. Síldar-
vertíðin stendur yfir frá því síðari hluta
sumars og fram í nóv.—des. Veiðisvæðin
eru á ýmsum slóðum í Skagerak og Katte-
gat og jafnvel enn sunnar.
Svíar hafa einnig veitt nokkuð af brisl-
ing i botnvörpu, eða um 12 000 smál. á ári.
Siðan 1920 hafa þeir einnig veitt síld í drag-
nót og hefur ársafli þeirra af síld i það
veiðarfæri orðið mestur um 6000 smálestir.
Þegar sama sumarið og styrjöldinni lauk,
ætluðu Svíar að stunda síldveiðar með
botnvörpu á sömu slóðum og áður, en
vegna tundurdufla á þeim svæðum réðust
þeir ekki í það, en gerðu hins vegar tilraun
með að veiða á Fladengrund, þótt langt
væri að sækja þangað. Bar það ágætan ár-
angur og stunduðu margir sænskir vélbátar
og gufutogarar síldveiðar þar uin sumarið
og öfluðu ágætlega.
Danir höfðu einnig mikinn hug á að
veiða síld með botnvörpu sumarið 1945, en
af því gat ekki orðið vegna skorts á tog-
vindum og öðrum togútbúnaði. Fiskimenn
frá Suður-Noregi höfðu einnig luxg á að
xeyna þessar veiðar þá um sumarið, en
norsk löggjöf var þvi til fyrirstöðu í það
skiptið.
Siðastliðið sumar voru mörg sænsk skip
við síldveiðar á Fladengrund, þar voru
einnig danskir vélbátar, þýzkir gufutogarar
og loks nokkur norsk skip. Allur þessi floti
aflaði með botnvörpu. Samkvæmt konungs-
úrskurði gaf norska stjórnin 10 bátum leyfi
lil þess að veiða með bolnvörpu, en vegna
örðugleika á að fá togútbúnað, gat ekki
nema helmingurinn af bátunum notfært sér
það.
Allar þær Jxjóðir, sem sildveiðar stund-
uðu í Norðursjó, eða nánar til tekið á
Fladengrund, öfluðu ágætlega síðastliðið
sumar.
Fram til miðs september veiddu norsku
skipin um 560 smálestir af sild, en tvö
þeirra byrjuðu ekki veiðar fyrr en í júlílok.
Togsíldin er aðallega fryst, nokkuð af
henni er reykl og onn fremur er sumt af