Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 16
78
Æ G I R
1946, „Statistical Year-Book of the League
of Nations 1941—42“):
Japan (árið 1936) ........ 3 622 000 tonn
Ivorea (árið 1938) ........ 1 759 000 —
U. S. A. ásamt Alaska (ár-
ið 1939) .............. 1 938 000 —
Bretland (árið 1938) ..... 1 600 000 —
Noregur (árið 1939) ...... 982 000 —
Sú aukning fiskveiðanna, sem ráðgerð er
á næstu árum, mun að miklu leyti eiga rót
sína að rekja til þeirra landauka, er Sovét-
ríkjunum hafa bætzt síðan fyrir strið. í
vestri hafa bætzt við Eystrasaltslöndin
ásamt Memel (Kalipeda) og Königsberg
(Klainingrad). Að vísu liefur ekki enn þá
verið gengið endanlega frá landamærunum
í vestri, en á Potsdam ráðstefnunni var
ákveðið, að Sovétríkin skyldu fá Königs-
berg. í norðri hefur bætzt við Petsamo-
svæðið. í suðri hefur bætzt við landssvæði,
er áður tilheyrði Rúmeniu (Bessarabíu o.
l'h), og lengist þar með strandlengja Sovét-
ríkjanna við Svartahaf alit að Dóná. í austri
hefur bætzt við Suður-Shakalin og Kuril-
eyjar, en þar eru auðug fiskimið.
Önnur ásta'ða til aukningar fiskfram-
leiðslunnar er sú, að auka á talsvert fiski-
flotann. Og enn fremur er ætlunin að auka
mjög tækni við framleiðsluna.
1 styrjöklinni biðu fiskveiðar Sovétríkj-
anná mikið tjón og dró mjög úr framleiðsl-
unni. Eins og áður segir er þó gert ráð fyrir,
áð 1947 verði framleiðslan orðin eins mikil
og fyrir stríð. Veiðin 1946 hefur verið
áætluð 1 200 000 tonn, eða rúmlega það
(grein í Izvestia 5. október s. 1.), og er það
talsverð aukning frá síðasta ári.
Eins og fyrr segir á fiskframleiðslan
árið 1950 að hafa aukizt um 50% frá árinu
1940. Við austurstíönd Sóvétríkjanna á
\eiðin að aukast um 135%, en í vesturhér-
uðunum 28%. Þriðjungur fiskafla Sovét-
ríkjanna 1950 á að veiðast við áilstur-
ströndina.
Sjávarútvegur ríkisins er rekinn af ótal
fyrirtækjum, svo nefndum fiski-„kombinöt-
um“. Fiski-„kombinöt“ á ákveðnum svæð-
um heyra síðan undir yfirstjórnar fiski-
,,hrings“ (,,trest“) svæðisins. Þannig er
til „Krímsfiskihringurinn“, „Ural-Kaspiski
liskihringurinn“, „Volga-Kaspiski fiski-
hringurinn" o. s. frv. Hringarnir munu
siðan heyra beint undir fiskimálaráðu-
neytin (austur- eða vestur).
Togaraveiðar í Norðurhöfum.
Veiði i Barentshafi og Hvitaliafi á að
aukast mjög á næstu 5 árum. í blaðaviðtali
4. apríl s. 1. sagði Ishkov fiskimálaráðherra,
að veiði á þessum slóðum ætti að aukast um
130% á næstu 5 árum, miðað við afla fyrir
stríð. Sennilega er þetta þó of liá tala. Afl-
inn kvað eiga að verða þarna um 500 000
tonn árið 1950.
Þessi aukning aflans á að fást að mestu
með aukningu togaraflotans og aukinni
tækni. Ætlunin mun vera að tvöfalda tog-
araflotann á næstu 5 árum á þessum slóð-
um.
Aðalútgerðarstaðurinn við norðurströnd-
ina er Murmansk. Þar er togaraútgerðin að
aukast um 150% frá því fyrir stríð (1939).
Gert er ráð fyrir, að árið 1950 verði þar dag-
lega við löndun fiskjar 25—27 togarar, og
auk þess verði a. m. k. 30 togarar á sama
tima í viðgerðarstöðvum til eftirlits og
viðgerða.
Stækka á höfnina í Murmansk og auka
þar mjög tækni. Frystingu fisks á að tvö-
falda þar, og fjórfalda flakaframleiðslu frá
því, er var fyrir strið. Niðursuða á að auk-
ast; þar um 50%.
Arið 1950 á Murmansk að framleiða 125%
meiri fiski en fvrir slríð, og auk þess á
fjölbrevtni í vinnslu fisksins að aukast
mjög. — Um 20 tegundir fisks kváðu venju-
lega berast þar að landi.
Einhver útgerð mun vefa í Petsamo, er
nú tilheyrir Sovétríkjunum. Rætt er um að
stofna nýjar útgerðarstöðvar á Norður-
ströndinni.
í Eystrasalti mun veiði eiga að aukast á
næstu 5 árum Um 70% frá því, sem var
fyrir stríð. Þar hafa bætzt við mikilsverðar
útgerðarhafnir eins og áður er minnzt á.