Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 12
74 Æ G I R jafnan verið hin ákjósánlegasta, og tel ég, að Fiskifélagið eig'i þeim mikla bakkar- skuld að gjalda. Eftir því, sem ég man hezt, hafa þrír menn verið umboðsmenn Fiskifélagsins frá byrjun erindrekastarfs míns, þeir Kristján Þorvaldsson á Suðureyri, Jón Eyjólfsson á Ffateyri og Friðrik Þórðárson á Patreks- firði. — Þeir Einar Steindórsson i Hnifs- dal og Þorbergur Steinsson á Þingeyri nokkuru skemur. Tlvernig hefnr gengið rtð fú menn iil starfa í deilduniim? Það gekk vonuin framar fyrr á árurn, en fer síversnandi. — Þegar unt þetta er rætt, verður að hafa það í huga, að fyrir 25 árum og nokkuð lengi frarn eftir, voru fiskideildirnar eini eða þá veigamesti fé- lagsskapur sjómanna og útgerðarmanna. — Nú eru til sjómannafélög víðast, vél- sljórafélög, skipstjórafélög í stærri bæjum, svo útgerðarmannafélögin nýju, og síðast Farmanna- og fiskimannasambandið. Þeg- ar þessa er gætt, þá er skiljanlegt, að flestir vilja heldur starfa í stéttarfélögum, seni snerta beint hagsmuni þeirra, en í áhuga- mannafélagi, sem á óbeinan hátt veitir full- tingi almennum umbótamálum sjávarút- vegsins. — Auk þess eru menn jafnan fús- ari að taka upp störf í nýjum félögum og festa von sína við nytsemi þeirra frekar en gömlu félögin. Annars hafa nú bælzt við til starfa og setu á fjórðungsþingum nokkrir ungir og efnilegir menn, sem ég geri mér góðar vonir um að reynist áhugasamir í félags- starfinu. llvað telur þú að gera þurfi til þess að blása lifi i deildastörfin? Þær þurfa verkefni, eitthvað í líkingu við hreppabúnaðarfélögin, eða öllu heldur svipað og félög Landssambands útgerðar- manna. — Þó hygg ég, að form og störf L. í. Ú. sé losaraleg enn þá. — Ef unnt væri að fá þeim afmarkað starfssvið, og koma meiri festu i félagsstarfið með prentuðum formum til dæmis, sem öll landsfélög hafa nú, þá mætti gera sér vonir um miklu meira líf og umfram allt ineiri festu í deildunum en nú. — Ekki má þ° gera of lítið úr deildunum meðan þ*r hanga uppi, ársfundir eru haldnir og þ®1' senda fulltrúa á fjórðungsþingin. — Þær samkomur hafa óneitanlega talsverða þýð- ingu. Annars er ég í þessum efnum líkt á veg1 , staddur og læknir, sem þó er ekki vonlaus, dettur ýmislegt í hug, en finnur ekkert meðal óbrigðult, þótt ýmis séu reynandi. Þú hefur lengi átt setu á Fiskiþingi- Iivað er þér minnisstæðast frá setn þinni þar? Já, ég hef lengstum átt sæti þar síðan 1922, hef fallið tvisvar, eins og jafnan þarf að henda i kosningum til })ess að eitthvað sögulegt sé við þær. Ég hef nú setið á níu Fiskiþiiigum. Mér eru nú í svipinn minnisstæðust hin eldri þing, og minnist ég' sa'mstarfs margra mætra manna, svo sem Reykjavíkurfull- trúanna Dr. Bjarna Sæmundssonar, Geirs Sigurðssonar, Jóns heitins Ólafssonar, Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar og síðar Benedikts Sveinssonar. Austfirðinga- fulltrúanna Hermanns heit. Þorsteinssonar, Níelsar Ingvarssonar, sem báðir voru injög áhugasamir um Fiskifélagsmálin, og Frið- riks Steinssonar fyrrv. erindreka, er var prýðis starfhæfur maður. — Þá voru lengstum fulltrúar úr Norðlendingafjórð- ungi Guðmundur Pétursson útgerðarinað- ur, prúðmenni mikið og samvinnuþýður, og' Páll heit. Halldórssonar erindrekn greindur maður og lipur í umgengni.— Loks nefni ég hér þá Arngr. Fr. Bjarnason, sew jafnan hefur verið atkvæðamikill á Fiskr- þingi og Ólaf B. Björnsson, sem einnig er atkvæðamaður og ótrauður til starfa. — Þessir tveir eru fulltrúar enn þá, og eiga vafalaust eftir að hafa mikil afskipti af Fiskifélagsmálum. —- Þá tók og forseti (Kristján Bergsson) jafnan mikinn þátt 1 umræðum Fiskiþingsins. Marga fleiri mætt1 nefná, en þessir eru mér minnisstæðastir 1 svipinn. Helztu málin, sem Fiskfélagið hefur haft til meðferðar eru: landhelgis-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.