Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 14
76
Æ G I R
sérréttindaákvæði fyrir fislcibátaeigendur í
deildunum þannig, að þeir hafa 5 atkvæði
fyrir fiskiskp hvert, en allir aðrir einungis
1 atkv. Þetta var gert í því skyni að laða
alla útgerðarmenn landsins í fiskideildirn-
ar. — Reynslan mun þó sií, enn sem kom-
ið er, að ekkert gengur betur að fá útgerð-
armenn til starfa í fiskideildunum en áður.
Mín uppástunga nú er í stuttu máli sú,
að Landssambandi útgerðarmanna, sjó-
mannasamtökunum innan Alþýðusam-
bandsins og Farmannasambandinu verði,
hvoru í sínu lagi, gefinn kostur á að kjósa
fulltrúa til Fiskiþings. — Ekki tel ég þó
ráð að fjölga fiskiþingsfulltrúum. Mætti þá
leggja fulltrúakosningu Reykjavíkurdeild-
ar niður, því óefað yrðu flestir fulltrúar frá
umræddum félagasamtökum, búsettir þar
eða í nágrenni borgarinnar. — Enn frem-
ur mætli hugsa sér, að fjóðrungsþingin
gæfu eftir sinn fulltrúann hvert, ef félaga-
sambönd þessi vildu ganga til móts við
fjórðungana með því, að kjósa sinn full-
trúann úr fjórðungi hverjum.
Næði slíkt fyrirkomulag fram að ganga,
þá væru þessir aðiljar þar með sameinaðir
um eitt þing' fiskveiðamála og farmanna í
stað þess sem nú er verið að bauka við
])ing af sama tagi í tvennu eða þrennu lagi.
Fiskiþing skyldi og lialda árlega, en liafa
það styttra en nú, eina viku og ekki lengur.
Mér virðist engin bót að löngum þess
háttar samkomum með ítarlegum nefndar-
úlitum og greinagerðum og öðru slíku í lík-
ingu Alþingis, af þvi þessar samkomur
bafa ekkert vald til að fylgja þeim eftir. —
Fiskiþingið gerir aðeins að semja tillögur
og áskoranir til Alþingis; fjárhagsáætlun
þess undanskiiin. — Stuttar glög'gar tillög-
ur, án of langra skýringa, virðast mér jafn-
líklegar til áhrifa.
Fjárhagáætlun Fiskiþings ætti ekki, með
góðum undirbúningi Fiskifélagssljórnar,
að taka marga daga.
Hins vegar er það of silalegt og úrelt
fyrirkomulag, að halda Fiskiþing einungis
annað livort ár.
Skipasmíðar fyrir Norðmenn.
Um síðustu áramót áttu Norðmenn í
smíðum eða höfðu gert samninga um smíði
á alls 405 skipum, samtals 1460 þús. rúm-
lestir. Hér eru eingöngu talin þau skip, sem
eru stærri en 100 rúmlestir. Af þessurn
skipmn er 81 tankskip, alls 661 þús. rúni-
lestir. Norðmenn smíða sjálfir 151 skip, alls
203 þús. rúml., þar af eru 93 vélskip, 109
])ús. rúml. og 58 gufuskip, 93 500 rúml. Er-
lendis hafa Norðmenn samið um smíði á
254 skipum, 1 260 þús. rúml. Skip þessi
skiptast á eftirfarandi lönd: Svíþjóð 123
skip, 780 þús. rúml., Danmörk 16 skip, 97
þús., rúml., Bretland 87 skip, 297 þús. riunk,
Holland 8 skip, 44 þús. rúml., Ítalía 17 skip,
40 500 rúml. og Kanada 3 skip, 5700 rúml.
Um siðustu áramót var verzlunarfloti
Norðmanna 1605 skip, alls 3 226 520 rúm-
lestir.
Að lyktum vil ég biðja Ægi að flytji1
sljórnendum og' öllum starfsmönnuiu
Fiskifélagsins beztu þakkir fyrir sam-
starfið undanfarinn aldarfjórðung. Eink-
anlega vil ég tjá alúðarþakkir Arnóri Guð-
mundssyni skrifstofustjóra, er ég tief livað
mest átt saman við að sælda þessi árin,
varðandi skýrslusöfnun og fleira. — Tel ég
liann einstakan mann í sinni röð. — Hann
veit allt um þessi mál, þekkir hvern bát, og
man flest, sem um er spurt, og leysir jafnan
úr spurningum á augabragði, hvort heldur
er í simtali eða viðtali á skrifstofunni.
og afgreiðir eða hlutast til um að öll er-
indi séu skjótt afgreidd. — Arnór tók við
störfum lijá Fiskifélaginu fáum árum eftir
að ég gerðist erindreki, svo að samstarf
okkar er æði langt orðið.