Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 18
80 Æ G I R (Moskva „fiskkombinatið") Novorossisk, Mirupol og Kerch niður í -4- 18°, og i þurr- loft frystiklefum niður í -h 23°. Sama liita- slig verður í frystihúsum, sem byggð verða. A austurströndinni (Shakalin, Kamtchatka, Okhotsk-ströndinni) er ráðgert að setja upp hin endurbættu fryslitæki „Griporyba“. Þau gefa lágan hita (frá 4- 25° til 4- 35°) og eru einföld í meðförum ... “ Afleiðingin af því, að liitastigið verði Iækkað í frystihúsunum, er sögð vera sú, að rýrnun við frystingu muni minnka um 25%. Þótt frosinn fiskur sé geymdur við þetta lága hitastig í 4 mánuði, verði magnið óbreytt. Við langa geymslu frosins fisks muni rýrnun minnka nál. 20%. Loks muni liraðinn við frystingu aukast a. m. k. 25%, og sé það mjög þýðingarmikið, þar eð af- kastageta frystihússanna sé takmörkuð og hráefni í hinar frystu vörur fáist aðeins á vissum árstimum. „Ef gert er ráð fyrir, að 1950 verði fryst 250 þús. tonn fisks“, segir Zaitsev, „munu sparast um 10 millj. rb. við að lækka hita- stigið í frystihúsunum.“ í suðurhéruðunum hefur mikill hluti frystiiðnaðarins eyðilagzt i stríðinu, eink- um við Azovshafið og Svartahafið. Á þess- um slóðum er ráðgert að byggja um 60 lílil frystihús, einkum „hálfsjálfvirk am- moniak isframleiðsluhús“ með 3.6 tonna af- köstum á sólarhring, „liálfsjálfvirk freon isframleiðsluhús“ ineð eins tonns afköst- um á sólarhring, „sjálfvirk freon íshús“ og „sjálfvirk hreyfanleg freon frystitæki“. Framleiðsla á frystum fiski á samkvæmt 5 ára áætluninni að aukast um 80%. Sam- kvæmt upplýsingum i tímaritsgrein eftir Ishlcov fiskimálaráðherra á magnið að vera inn 400 þús. tonn árið 1950. Eftir því að dæma hafa um 220 þús. tonn fisks verið frvst árið 1940. Nokkur fiskflakaframleiðsla var hafin í Sovétrríkjunum fyrir stríð. Aðalstöðvar þeirrar framleiðslu mun vera Murmansk . og Astrakan. Eins og að framan segir á flakaframleiðslan að hafa þrefaldazt árið 1950, miðað við framleiðsluna fyrir stríð. i Ráðert er að taka upp í frystiliúsunum fyrir fiskiflök, hinn svo nefnda „Birds-eye“- úlbúnað, sem nú tíðkast í Ameríku. Með þeirri aðferð, sem áður hefur verið notuð i Sovétrikjunum, hefur frysting tekið 8—10 klst., en með hinni amerísku aðferð aðeins 2 klst., og með lienni fást auk þess meiri gæði. „Það er tæknilegt skilyrði“, segii’ Zaitsev, „til að flökunariðnaðurinn geli þróast, að tekinn sé upp flökunar-frystiút- húnaður Birds-eye, en á þessu sviði erum vér langt á eftir U. S. A. og sumum löndum Vestur-Evrópu.“ Niðiirsuðu og niðarlagniiig fisks mun liafa verið orðin allmikil í Sovétrikjunum fyrir stríð. Ætlunin er, að þessi framleiðsla verði orðin tvisvar sinnum meiri árið 1950 en hún var fyrir slríð (1940). Auk þess á hún að aukast mjög að fjölbreytni. Hvað tækni snertir munu Sovétríkin ekki standa framarlega i þessum iðnaði. I áður- nefndri grein Zaitsevs aðstoðarfiskimála- iáðherra ræðir hann nokkuð uni niður- suðuiðnaðinn. Lýsir liann því, hve tækn- inni er langt komið í Bandaríkjunum og' virðist telja markmiðið vera að ná Banda- ríkjunum á þessu sviði. Sama gildir um dósaiðnaðinn, sem er nátengdur niður- suðuiðnaðinum. Lgsis- og vitaminframleiðsla. í grein Zaitsevs segir, að samkvæmt upplýsingum prófessors Bukins hafi árlega verið fram- leitt á stríðsárunum í U. S. A. „A“vitamín fyrir meira en 150 millj. dollara. Verulegur hluti af þessari framleiðslu liafi farið til Sovétríkjanna. Ráðgert er að auka svo lýsiframleiðslu, að ekki þurfi lengur að flytja inn „A“- vítamín. Framleiðsla þessa vítavíns á að aukast upp í 5 trilljónir alþjóðaeininga- Skal það unnið úr lifur hákarla, skötu karfa og hvala. Flestar lýsisverksmiðjur í Sovétríkjun- um nota gamaldags aðferðir, og lýsið inni- heldur vatn og óhreinindi. Ætlunin er að hreyta öllum stærri lýsisverksmiðjum (Laisk, Astrakhan, Dolsjansk, Moskva, Murmansk, Novo-rossisk o. fl. einkum við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.