Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1959, Page 3

Ægir - 01.12.1959, Page 3
ÆGIR RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 527árgangur. Reykjavík, 1. desember 1959_Nr. 21. IbauÚ Ö(afiion, M imálaitjóri: Ráöstefnan í Genf um réttarreglur á hafinu Um reglur á úthafinu. I annarri nefnd ráðstefnunnar var f jall- að um þann hluta tillagna þjóðréttarnefnd- arinnar, sem snerti reglur á úthafinu, en eins og segir í tillögunum, merkir ,,út- hafið“ þá hluta hafsins, sem landhelgin nær ekki yfir. Það fellur ekki innan ramma þessa greinaflokks að segja ítarlega frá tillög- um þessum eða afgreiðslu þeirra á ráð- stefnunni, þar sem það snertir ekki sér- staklega ísland eða íslenzka hagsmuni. Er þar um að ræða almenn ákvæði um frelsi á úthöfunum um stöðu kaupskipa, um ferð- ir herskipa, öryggisreglur í siglingum, þrælasölu, sjórán, óhreinkun sjávarins og um réttindi til að elta skip, sem grunuð eru um brot á lögum strandríkja. Raunverulega var það einungis síðast- talda atriðið, sem verulegu máli skipti fyrir okkur, enda lét íslenzka nefndin af- greiðslu þess til sín taka. 1 47. gr. tillagna Þjóðréttarnefndarinn- ar segir svo um réttinn til að elta skip: „1. Elta má erlent skip ef viðkomandi yfirvöld strandríkisins hafa gilda ástæðu til að ætla, að skipið hafi brot- ið lög og reglur ríkisins. Hefja má eftirför ef hið erlenda skip er inn- an grunnlína eða í landhelgi strand- ríkisins og halda má henni áfram utan landhelginnar einungis ef hún hefur verið óslitin. Ekki er nauðsyn- legt, þegar hið erlenda skip fær stöðv- unarmerkið innan landhelgi, að skip- ið, sem gefur stöðvunarmerki sé einnig innan landhelginnar. Ef hið erlenda skip er innan við- bótarbeltis, samkvæmt 66. gr. má eft- irför hefjast aðeins ef um er að ræða brot á réttindum, sem ákveðin voru fyrir viðbótarbeltið. 2. Rétturinn til eftirfarar nær aðeins til þess er skipið, sem veitt er eftir- för fer inn í landhelgi eigin ríkis eða þriðja ríkis. 3. Eftirför er ekki talin hafa hafizt nema skipið, sem hana veitir hafi fullvissað sig um það með mælitækj- um, að skipið sem veitt er eftirför, eða bátur frá því sé innan landhelg- innar eða viðbótarbeltisins. Eftirför má aðeins hefjast eftir að gefið hef- ur verið sjáanlegt eða heyranlegt stöðvunarmerki í fjarlægð, sem ger- ir mögulegt að sjá það eða heyra frá hinu erlenda skipi. 4. Rétturinn til eftirfarar nær aðeins

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.