Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1959, Side 8

Ægir - 01.12.1959, Side 8
398 ÆGIR hægt að ásaka duglega kaupsýslumenn, þótt þeir noti sérréttindi, sem þjóðfélagið fær þeim í hendur til ótakmarkaðs inn- flutnings á veiðarfærum meðan veiðar- færaiðnaður landsins leggst hægt en ör- ugglega niður. Á sama tíma renna tugir milljóna af gjaldeyristekjum þjóðarinnar til verksmiðjureksturs erlendis fyrir fisk- veiðar okkar. Þótt nauðsynlegt sé að benda á í hverju heimatilbúnir erfiðleikar veiðar- færaiðnaðar eru fólgnir, er það sem mestu máli skiptir stefnubreyting gagn- vart þessum sjálfsagða iðnaði, áður en sú þekking og reynsla, sem aflað hefur verið fer forgörðum. Fullnýting veiðarfæraiðnaðarins jafngildir um UO milljón króna gjaldeyristekjum. Árið 1958 voru flutt inn 3152 tonn af veiðarfærum úr spuna og gerfiefnum fyrir 62,8 millj. kr., eða u,m 94 millj. kr. með yfirfærslugjaldi. Þar af er erlendur iðnvarningur 92% af verðmætinu, en efni í veiðarfæri fyrir innlenda iðnaðinn að- eins um 8%. Eftir innflutningi fyrstu 9 mánuði þ. á. mun heildarinnflutningur sömu vara varla verða undir 120 millj. kr, á yfir- standandi ári. Gjaldeyrissparnaður við að hagnýta þessa atvinnumöguleika okkar myndu verða um 40% af verðmæti er- lenda iðnvarningsins. Til þess að ná framangreindum árangri þarf að flytja allan hamp inn óunninn, en gerfiefnið frá stóriðjuverum. Síðan yrði það spunnið, tvinnað og hnýtt í nýj- ustu gerð véla. Veiðarfæraverksmiðjuiðn- aður er aðeins hagkvæmur í stórum stíl, Notkun okkar er það mikil, að stærsta, hagkvæmasta vélasamstæða hentar fyrir hana eina. Hinsvegar er mjög líklegt, að um útflutning iðnvarnings gæti verið að ræða, sem ódýr umframframleiðsla. Allar nágrannaþjóðir okkar flytja inn hamp frá Afríku og Brasilíu, kemba hann og spinna í vörur til útflutnings. Greinarhöf. hefur kynnst framangreindri starfsemi á Norð- urlöndum og m. a. komið í eina slíka verksmiðju, er starfrækt var allan sólar- hringinn og framleiddi 4000 tonn á ári svo til eingöngu fyrir Ameríkumarkað. Verksmiðja þessi starfrækti eigin aflstöð með olíu og kolakynntum gufukötlum sem orkugjafa. Er mjög ólíklegt, að við yrðum ekki samkeppnisfærir í stóriðju á þessu sviði við eðlilegt fjárhagskerfi. Fyrsta verkefnið ætti að vera að full- nægja veiðarfæraþörfinni. Stofnkostnað- ur slíks iðnaðar er vafalaust sá lægsti, sem við eigum völ á miðað við gjaldeyris- hagnað. Með samvinnu eða sameiningu þeirra tveggja verksmiðja, sem eftir eru í landinu, fullnýtingu eldri véla þeirra, ásamt kaupum á nýjustu gerð véla til fullnýtingar verksmiðjuhúsnæðis þeirra, mætti margfalda framleiðslu veiðarfæra- iðnaðarins. Þótt orkuþörf slíks iðnaðar sé nokkuð mikil, þarf engar ráðstafanir að gera þess vegna, umfram þær, sem þegar eru fyrirhugaðar. Aukning starfs- fólks myndi verða um 150 konur og karlar. Þess má geta. að stofnkostnaður Áburð- arverksmiðjunnar var 130 millj. kr. og framleiðslan s. 1. ár 38 millj. kr. að verð- mæti. Með u,m 15 millj. kr. viðbótarfjár- festingu í veiðarfæraiðnaði samkvæmt framansögðu. sem að mestu yrði véla- kaup, benda líkur til, að árlegur gjald- eyrissparnaður yrði 25—30 millj. kr. Mætti síðan vinna að fullnýtingu veiðar- færaiðnaðarins á fáum árum. Á undanförnum tímum uppbóta og niðurgreiðslna hefði verið hægt að færa veiðarfæraiðnaðinn að verulegu leyti inn í landið með því að greiða niður innlend veiðarfæri og stuðla með því að framtíðar gjaldeyrissparnaði. Það var ekki gert, en þess í stað hafa niðurgreiðslurnar sum- part stuðlað að gjaldeyriseyðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Norges Industriforbund 29. okt. s. 1. er framlag Norska ríkisins til að greiða niður veið- arfæri 6—7 millj. n. kr. á ári. Greiddar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.