Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 6
ÆGIR
392
lenzku togararnir nú yfirleitt að greiða
4.5% toll af söluverðmætinu til áramóta,
en 11.5% frá 1. janúar n.k. Þetta er að
sjálfsögðu talsverð tekjuskerðing bæði
fyrir útgerð og skipshöfn.
Annað, sem leiða mun til skerðingar á
möguleikum íslendinga til að landa ís-
fiski í Þýzkalandi er það, að nýlega hefur
verið samið við Færeyinga um að þeir
megi landa allt að 8000 tonnum af fiski í
Þýzkalandi mánuðina desember 1964 til
febrúar 1965, öðrum en karfa og síld.
Mikið hefur verið rætt um aflarýrnun
togaranna að undanförnu. En hversu
mikil er hún? Fyrir tíu árum fiskuðu tog-
ararnir 42—43 % af heildarafla lands-
manna að síld meðtalinni, eða 170 þús.
lestir af 400 þús. lestum sl.m.h. Ef sama
hlutfall ríkti nú, ætti hlutdeild þeirra í
heildaraflanum að vera um 330 þús. lestir
ósl., en er aðeins um 72 þús. lestir miðað
við 1963. Að vísu hefur bátaflotinn auk-
izt mun meira en togaraflotinn, en vart
hefur bátum fjölgað, heldur eru þeir
miklu stærri og betur útbúnir en áður og
því öflugri veiðitæki en fyrrum. Hinsveg-
ar hefur togaraflotanum líka bætzt nokk-
ur ný, afkastamikil skip á sama tíma, en
jafnframt hafa nokkuð margir togarar
helzt úr lestinni.
BRUMTOIMS (IULSSELBLRGH) LTD., Uusselburgh, Skotl.
Viðurkenndasta verksmiðja Bretlands í framleiðslu
allskonar stálvíra. Á því sviði hafa BRUNTONS
rutt brautina með allskonar nýjungum, til dæmis
1925, er þeir hófu framleiðslu á yfirspunnum vír,
„BEACON PRELAY PREFORMED“.
Hér á landi er það fyrst og fremst sjávarútvegur-
inn, sem notað hefur BRUNTONS stálvíra. Það er
því fróðlegt að geta þess, að mestu hengibrýr lands-
ins til þessa, Skjálfandafljótsbrúin í Bárðardal (112 metra haf )’ og Hvít-
árbrúin hjá Iðu (109 metra haf)', hafa eingöngu BRUNTONS burðarvíra.
Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hf.
Þrátt fyrir þetta er augljóst, hversu
aflabrögðum togaranna hefur hrakað
stórkostlega á þessu tímabili. Jafnvel þó
við miðuðum við, að togaraflotinn ætti
aðeins að veiða um helming af sinni fyrri
hlutdeild yrði það um 165 þús. lestir, en
raunverulegur afli þeirra er aðeins um 70
þúsund lestir.
Söluferðir vélbáta.
Þrír bátar seldu 135.516 kg. af ísfiski
í Þýzkalandi fyrir DM 125.122.21 og
fengu því að meðaltali kr. 9.98 pr. kg. í
Bretlandi seldu hinsvegar 4 bátar 122.941
kg. fyrir £ 12.911-10-6 og fengu því jafn-
aðarverðið kr. 12.55 kg. Allir seldu þeir í
Grimsby.
Sala á kassafiski.
1 haust flutti Fiskhöllin út með Gull-
fossi þrjár sendingar af kassafiski, sam-
tals 16.018 kg., sem selt var í Aberdeen
fyrir £ 1.346-16-0 og fékkst því kr. 10.05
brútto að meðaltali fyrir kg.