Ægir - 15.12.1964, Side 16
402
ÆGIR
TAFLA III.
Skipting úthaldstíma ákvcðins hvalveiðibáts árin 1961—1964 og' veiði lians á sama tíma.
1961 1962 1963 1964 1961- -1964
Úthald Klst. % Klst. % Klst. % Klst. % Klst. %
Á mið 762 25,0 836 27,6 848 27,6 840 29,2 3286 27,3
Jag 488 16,0 388 12,8 513 16,7 305 10,6 1694 14,1
Lcitað 229 7,5 455 15,0 222 7,2 344 11,9 1250 10,4
Látið rcka 104 3,4 32 1,1 42 1,4 53 1,8 231 1,9
Andæft 115 3,8 26 0,9 38 1,2 24 0,8 203 1,7
Við land 323 10,6 130 4,3 277 9,0 158 5,5 888 7,4
1 landi 1026 33,7 1158 38,3 1133 36,9 1157 40,2 4474 37,2
Samtals 3047 100,0 3025 100,0 3073 100,0 2881 100,0 12026 100,0
Vciðin: Langreyður 41 75 60 44
Búrhvalur 45 39 43 46
Sandreyður 7 4 1 7
Samtals 93 118 104 97
Á 6. mynd er „jag og leit“ og sá tími,
sem glatazt hefur vegna veðurs, borið
saman við fjölda skotinna langreyða, og
er samhengið mjög gott. Veðrið var til-
tölulega mjög óhagstætt árið 1961 og
langreyðarveiðin mjög lítil þetta ár. Árið
eftir var veðurfar hinsvegar miklu hag-
t>9. £9, Z9, 1961
G. mynd. Samanburður á sókn ákveðins hvalveiöi-
báts og1 langreyðarveiði hans á árunum
19G1—1964.
stæðara, fjöldi tíma, sem glataðist af þeim
sökum var tæpur þriðjungur miðað við
1961. Þá jókst langreyðarveiði þessa báts
um 83% og veiði allra bátanna til sam-
ans jókst um rúmlega 100%.
Þegar við höfum fengið mælikvarða
fyrir sókninni er hægt að miða veiðina
við sömu fyrirhöfn ár frá ári, t.d. 100
veiðitíma (og er hér átt við jag og leit).
Veiði þess báts, sem hér hefur verið
miðað við, var eftirfarandi pr. 100 tíma:
1961 1962 1963 1964
Langreyður 5,7 8,9 8,2 6,8
Búrhvalur 6,3 4,6 5,9 7,1
Sandreyður 1,0 0,5 0,1 1,1
Samtals 13,0 14,0 14,2 15,0
Á þessu stigi er ekki ástæða til þess að
fjölyrða um þetta atriði. Það sýnir hins-
vegar glögglega að ársveiðin er ekki ó-
yggjandi mælikvarði á stærð stofnsins,
heldur verðum við að þekkja hinn raun-
verulega tíma, sem skipin hafa haft til
umráða, til þess að leita að og elta uppi
hvalinn. Veðurfarið ræður hér miklu um
og er nauðsynlegt að hafa nákvæmar veð-
urskýrslur frá veiðisvæðinu á þeim tíma,
sem veiðarnar eru stundaðar.